Liðið eða leikurinn? 18. febrúar 2010 06:00 Íþróttafréttamenn eru ekki hlutlausir í landsleikjum. Þá halda þeir með landsliðinu og leyna því ekki. Flestir íþróttafréttamenn kunna samt að meta góð tilþrif á báða bóga. Hlutdrægni þarf ekki að útiloka sannmæli. Málið vandast, þegar Valur og Víkingur keppa. Þá þurfa fréttamenn helzt að gæta hlutleysis. Hlutleysiskrafan er afstæð. Bjarni Fel gat ekki leyft sér að lýsa KR-leik eins og landsleik, þótt hann langaði. Stjórnmálafréttamenn þurfa með líku lagi að vera hlutlausir, finnst mörgum, og þekkja samt muninn á réttu og röngu. Hlutleysi í stjórnmálafréttum hefur verið á undanhaldi. Nú tíðkast, að bandarískir sjónvarpsmenn lýsi skoðunum sínum fyrir áhorfendum líkt og leiðara- og dálkahöfundar blaða. Þessi tilhneiging hefur undið upp á sig. Nú þykir það ekki tiltökumál, að fréttamenn standi uppi í hárinu á viðmælendum sínum. Er það afturför? Voru skoðanaskipti í sjónvarpi fróðlegri, þegar dr. Gunnar Schram, síðar prófessor, stýrði þeim af stakri nærgætni á sinni tíð, en þau eru nú undir vökulli stjórn Egils Helgasonar? Ekki finnst mér það. Við eigum nú á að skipa auk Egils og Jóhanns Haukssonar mörgum góðum blaðamönnum, sem standa á öxlum Jónasar Kristjánssonar ritstjóra, halda sig utan og ofan við stjórnmálaflokkana og segja þeim til í breytilegum hlutföllum. Íþróttir eru ekki stjórnmálEngum dytti í hug að láta byggðasjónarmið hafa áhrif á skipan handboltalandsliðsins. Allir vita, hvaða árangurs væri að vænta á alþjóðamótum, ef stjórnmálaflokkarnir ættu fulltrúa í landsliðinu eða ef styrkjum fyrirtækja til Handknattleikssambandsins fylgdu afskipti af skipan liðsins og leiktækni. Slík sjónarmið hafa aldrei komið til tals, og landsliðið hefur náð góðum árangri. Þessi einfalda íþróttaregla hefur ekki verið virt á vettvangi stjórnmálanna og ekki heldur á þeim sviðum, þar sem stjórnmálaflokkarnir hafa skammtað sér mest ítök, svo sem í dómsmálum. Þar tíðkast enn að skipa mönnum til verka með stjórnmálasjónarmið að leiðarljósi, ef ljós skyldi kalla. Bankamálin voru sama marki brennd og dómsmálin fram að hruni og eru enn. Engan þarf að undra, að þjóðin vantreystir Alþingi, bönkunum og dómskerfinu. Handboltalandsliðið nýtur trausts.Árangur Íslendinga stendur yfirleitt í öfugu hlutfalli við ítök stjórnmálaflokkanna. Íþróttir, listir, fræði og vísindi hafa að mestu fengið að vera í friði, og þar er ýmislegt eins og það á að vera. Bankar, dómstólar og að sumu leyti löggæzla eru gegnsýrð af stjórnmálum, og þar stendur ekki steinn yfir steini. Hrun bankanna spratt sumpartinn af landlægri stjórnmálaspillingu. Forsagan er sár og löng. Ég hef stundum sagt, að kvótinn hafi varðað veginn að einkavæðingu bankanna, en við getum farið enn lengra aftur í tímann til að vitja upphafsins. Skipuleg lögbrotGamla helmingaskiptaspillingin ágerðist í kringum umsvif Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli árin eftir stríð. Af henni spruttu skipuleg lögbrot undir handarjaðri og verndarvæng stjórnmálaflokkanna, svo sem lögreglumennirnir, sem rannsökuðu brotin, eru enn til frásagnar um. Rannsakendur í olíumálinu, einu mesta fjársvikamáli lýðveldissögunnar, ráku sig á veggi, enda áttu þeir í höggi við einn helzta virðingarmann Framsóknarflokksins, forstjóra SÍS, utanríkisráðherra og seðlabankastjóra, Vilhjálm Þór (1899-1972). Lögregla varnarliðsins dróst inn í rannsóknina, þar eð meint misferli varðaði meðal annars innflutning á olíu, sem var líkt og önnur aðföng tollfrjáls handa varnarliðinu. Olíufélagið, sem Vilhjálmur stýrði, skaut sér undan tollum með því að flytja olíu milli tanka. Brotin voru framin 1950-60. Kananum var varla skemmt, þegar rússnesk olía fannst í bandarískum tönkum innan vallarsvæðisins. Aðild Bandaríkjamanna að rannsókninni torveldaði yfirhylmingu. Málið fór fyrir dóm. Framkvæmdastjóri félagsins var dæmdur í fjögurra ára fangelsi og stjórnarmenn í fjársektir. Stjórnarformaðurinn, Vilhjálmur Þór, þá seðlabankastjóri, fékk dóm í undirrétti, vægan að vísu, og var sýknaður í Hæstarétti 1963 á þeirri forsendu, að sök hans væri fyrnd. Kristján Pétursson löggæzlumaður lýsir olíumálinu í bók sinni Margir vildu hann feigan (1990). Samhengið við fortíðinaKannski hefðu helmingaskiptaflokkarnir vandað sig betur við einkavæðingu bankanna, hefðu þeir áður horfzt undanbragðalaust í augu við afbrot Vilhjálms Þór og önnur skyld brot í bönkunum og annars staðar. Hrunið kallar á, að nú verði, þótt seint sé, gerð fullnægjandi grein fyrir þessum gömlu brotum. Til að uppræta spillinguna, sem varð Íslandi að falli, þurfa Íslendingar að horfast fordómalaust í augu við fortíðina, hefja sig yfir flokkadrætti og hætta að halda með flokknum sínum eins og fótboltaliði. Höldum heldur með leiknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Íþróttafréttamenn eru ekki hlutlausir í landsleikjum. Þá halda þeir með landsliðinu og leyna því ekki. Flestir íþróttafréttamenn kunna samt að meta góð tilþrif á báða bóga. Hlutdrægni þarf ekki að útiloka sannmæli. Málið vandast, þegar Valur og Víkingur keppa. Þá þurfa fréttamenn helzt að gæta hlutleysis. Hlutleysiskrafan er afstæð. Bjarni Fel gat ekki leyft sér að lýsa KR-leik eins og landsleik, þótt hann langaði. Stjórnmálafréttamenn þurfa með líku lagi að vera hlutlausir, finnst mörgum, og þekkja samt muninn á réttu og röngu. Hlutleysi í stjórnmálafréttum hefur verið á undanhaldi. Nú tíðkast, að bandarískir sjónvarpsmenn lýsi skoðunum sínum fyrir áhorfendum líkt og leiðara- og dálkahöfundar blaða. Þessi tilhneiging hefur undið upp á sig. Nú þykir það ekki tiltökumál, að fréttamenn standi uppi í hárinu á viðmælendum sínum. Er það afturför? Voru skoðanaskipti í sjónvarpi fróðlegri, þegar dr. Gunnar Schram, síðar prófessor, stýrði þeim af stakri nærgætni á sinni tíð, en þau eru nú undir vökulli stjórn Egils Helgasonar? Ekki finnst mér það. Við eigum nú á að skipa auk Egils og Jóhanns Haukssonar mörgum góðum blaðamönnum, sem standa á öxlum Jónasar Kristjánssonar ritstjóra, halda sig utan og ofan við stjórnmálaflokkana og segja þeim til í breytilegum hlutföllum. Íþróttir eru ekki stjórnmálEngum dytti í hug að láta byggðasjónarmið hafa áhrif á skipan handboltalandsliðsins. Allir vita, hvaða árangurs væri að vænta á alþjóðamótum, ef stjórnmálaflokkarnir ættu fulltrúa í landsliðinu eða ef styrkjum fyrirtækja til Handknattleikssambandsins fylgdu afskipti af skipan liðsins og leiktækni. Slík sjónarmið hafa aldrei komið til tals, og landsliðið hefur náð góðum árangri. Þessi einfalda íþróttaregla hefur ekki verið virt á vettvangi stjórnmálanna og ekki heldur á þeim sviðum, þar sem stjórnmálaflokkarnir hafa skammtað sér mest ítök, svo sem í dómsmálum. Þar tíðkast enn að skipa mönnum til verka með stjórnmálasjónarmið að leiðarljósi, ef ljós skyldi kalla. Bankamálin voru sama marki brennd og dómsmálin fram að hruni og eru enn. Engan þarf að undra, að þjóðin vantreystir Alþingi, bönkunum og dómskerfinu. Handboltalandsliðið nýtur trausts.Árangur Íslendinga stendur yfirleitt í öfugu hlutfalli við ítök stjórnmálaflokkanna. Íþróttir, listir, fræði og vísindi hafa að mestu fengið að vera í friði, og þar er ýmislegt eins og það á að vera. Bankar, dómstólar og að sumu leyti löggæzla eru gegnsýrð af stjórnmálum, og þar stendur ekki steinn yfir steini. Hrun bankanna spratt sumpartinn af landlægri stjórnmálaspillingu. Forsagan er sár og löng. Ég hef stundum sagt, að kvótinn hafi varðað veginn að einkavæðingu bankanna, en við getum farið enn lengra aftur í tímann til að vitja upphafsins. Skipuleg lögbrotGamla helmingaskiptaspillingin ágerðist í kringum umsvif Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli árin eftir stríð. Af henni spruttu skipuleg lögbrot undir handarjaðri og verndarvæng stjórnmálaflokkanna, svo sem lögreglumennirnir, sem rannsökuðu brotin, eru enn til frásagnar um. Rannsakendur í olíumálinu, einu mesta fjársvikamáli lýðveldissögunnar, ráku sig á veggi, enda áttu þeir í höggi við einn helzta virðingarmann Framsóknarflokksins, forstjóra SÍS, utanríkisráðherra og seðlabankastjóra, Vilhjálm Þór (1899-1972). Lögregla varnarliðsins dróst inn í rannsóknina, þar eð meint misferli varðaði meðal annars innflutning á olíu, sem var líkt og önnur aðföng tollfrjáls handa varnarliðinu. Olíufélagið, sem Vilhjálmur stýrði, skaut sér undan tollum með því að flytja olíu milli tanka. Brotin voru framin 1950-60. Kananum var varla skemmt, þegar rússnesk olía fannst í bandarískum tönkum innan vallarsvæðisins. Aðild Bandaríkjamanna að rannsókninni torveldaði yfirhylmingu. Málið fór fyrir dóm. Framkvæmdastjóri félagsins var dæmdur í fjögurra ára fangelsi og stjórnarmenn í fjársektir. Stjórnarformaðurinn, Vilhjálmur Þór, þá seðlabankastjóri, fékk dóm í undirrétti, vægan að vísu, og var sýknaður í Hæstarétti 1963 á þeirri forsendu, að sök hans væri fyrnd. Kristján Pétursson löggæzlumaður lýsir olíumálinu í bók sinni Margir vildu hann feigan (1990). Samhengið við fortíðinaKannski hefðu helmingaskiptaflokkarnir vandað sig betur við einkavæðingu bankanna, hefðu þeir áður horfzt undanbragðalaust í augu við afbrot Vilhjálms Þór og önnur skyld brot í bönkunum og annars staðar. Hrunið kallar á, að nú verði, þótt seint sé, gerð fullnægjandi grein fyrir þessum gömlu brotum. Til að uppræta spillinguna, sem varð Íslandi að falli, þurfa Íslendingar að horfast fordómalaust í augu við fortíðina, hefja sig yfir flokkadrætti og hætta að halda með flokknum sínum eins og fótboltaliði. Höldum heldur með leiknum.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun