Fótbolti

Yaya Toure gæti farið til Arsenal

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar

Yaya Toure, miðjumaður Barcelona, hefur verið orðaður við Arsenal samkvæmt umboðsmanni leikmannsins. Hann segir einnig að Toure sé hrifinn af Arsene Wenger, stjóra Arsenal, því hann hefur gert góða hluti með marga miðjumenn.

Kolo Toure, sem er leikmaður Manchester City í dag, er eldri bróðir Yaya Toure en hann getur eflaust haft áhrif á ákvörðun bróður síns þar sem hann spilaði lengi fyrir Arsenal við góðan orðstír.

„Yaya Toure er ánægður hjá Barcelona og vill aðeins yfirgefa félagið ef honum býðst lykilhluverk hjá öðru stóru félagi. Arsene Wenger þekkir hann og ég er viss um að Yaya gæti náð miklum árangri með Arsenal," segir Dimitri Selukm umboðsmaður Yaya Toure við fjölmiðilinn The People.

Barcelona hefur ítrekað látið í ljós áhuga sinn á Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal, en Wenger hefur þó neitað öllum sögusögnum og vill halda sem fastast í leikmanninn. Yaya Toure væri góð viðbót fyrir miðjuna hjá Arsenal og aldrei að vita nema að hann spili við hlið Fabregas næsta vetur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×