Einlægt sigurlag á leiðinni í útvarp 19. apríl 2010 09:00 Kristmundur er búinn að taka upp sigurlagið fyrir útvarp. fréttablaðið/stefán Kristmundur Axel Kristmundsson og félagar í Borgarholtsskóla sigruðu í Söngkeppni framhaldsskólanna um helgina með laginu Komdu til baka. Lagið vakti gríðarlega athygli, en textinn fjallar á afar einlægan hátt um alkóhólisma föður Kristmundar. Viðbrögð við laginu hafa verið sterk, en að sögn Kristmundar hefur það reynst vel í baráttu föður hans, sem er edrú í dag, við sjúkdóminn. Þá er hann búinn að heyra um að minnsta kosti fjóra alkóhólista sem settu tappann í flöskuna eftir að þeir heyrðu það. „Ég þekki þá ekki einu sinni,“ segir hann. „Ég spilaði það á AA-fundi og það var náungi sem talaði við mig og sagðist ekki hafa drukkið eftir að hann heyrði lagið. Þetta höfðar til svo margra. Það eru margir krakkar búnir að tala við mig segjast kannast við þessa reynslu.“ Lagið hefur raunar vakið svo mikla athygli að nú eru Kristmundur og félagar eru þegar búnir að taka lagið upp í hljóðveri, en útvarpshlustendur mega búast við að heyra lagið á öldum ljósvakans á næstu vikum. Rappheimurinn hefur einnig tekið eftir hæfileikum Kristmundar og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru margir ólmir í að vinna með honum tónlist. Nafn Erps Eyvindarsonar heyrist í því samhengi, en hann ku vera áhugasamur um að taka í hljóðnemann með rapparanum unga í náinni framtíð. - afb Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Kristmundur Axel Kristmundsson og félagar í Borgarholtsskóla sigruðu í Söngkeppni framhaldsskólanna um helgina með laginu Komdu til baka. Lagið vakti gríðarlega athygli, en textinn fjallar á afar einlægan hátt um alkóhólisma föður Kristmundar. Viðbrögð við laginu hafa verið sterk, en að sögn Kristmundar hefur það reynst vel í baráttu föður hans, sem er edrú í dag, við sjúkdóminn. Þá er hann búinn að heyra um að minnsta kosti fjóra alkóhólista sem settu tappann í flöskuna eftir að þeir heyrðu það. „Ég þekki þá ekki einu sinni,“ segir hann. „Ég spilaði það á AA-fundi og það var náungi sem talaði við mig og sagðist ekki hafa drukkið eftir að hann heyrði lagið. Þetta höfðar til svo margra. Það eru margir krakkar búnir að tala við mig segjast kannast við þessa reynslu.“ Lagið hefur raunar vakið svo mikla athygli að nú eru Kristmundur og félagar eru þegar búnir að taka lagið upp í hljóðveri, en útvarpshlustendur mega búast við að heyra lagið á öldum ljósvakans á næstu vikum. Rappheimurinn hefur einnig tekið eftir hæfileikum Kristmundar og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru margir ólmir í að vinna með honum tónlist. Nafn Erps Eyvindarsonar heyrist í því samhengi, en hann ku vera áhugasamur um að taka í hljóðnemann með rapparanum unga í náinni framtíð. - afb
Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira