Pétur Gunnarsson: Hin skýru skilaboð Reykvíkinga Pétur Gunnarsson skrifar 22. maí 2010 07:00 Niðurstöður skoðanakönnunar, sem Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu meðal Reykvíkinga í fyrrakvöld og sagt er frá í blaðinu í dag, verða lengi í minnum hafðar, hver sem úrslit kosninganna verða næsta laugardag. Besti flokkurinn mælist nú með fylgi sem mundi skila átta borgarfulltrúum og hreinum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur kæmu sömu tölur upp úr kjörkössunum. Fleiri Reykvíkingar lýsa yfir stuðningi við Jón Gnarr og félaga hans heldur en Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna samtals. Af þeim stuðningsmönnum Besta flokksins, sem tóku þátt í kosningunum árið 2006, kusu sjö af hverjum tíu Sjálfstæðisflokkinn eða Samfylkinguna. Það er því engum ofsögum sagt að þetta framboð fái þverpólitískan stuðning. Svarhlutfall í þessari könnun er með því hæsta sem fengist hefur í könnunum Fréttablaðsins. Um fjórðungur kjósenda segist enn óákveðinn. Það er ekki meira en vænta mátti. Aðeins níu prósent segjast ekki ætla að mæta á kjörstað. Þessar tölur eru ekki til marks um áhugaleysi almennings á kosningabaráttunni, þvert á móti. Pólitískt andrúmsloft í borginni endurspeglar bæði þá mynd sem skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis dregur upp af vanhæfri stjórnsýslu, sem vanrækti hagsmuni almennings, og minningar Reykvíkinga um það hvernig sú borgarstjórn stóð að verki, sem nú er að skila umboðinu til kjósenda. Undanfarnar vikur hefur kastljós beinst að því hvernig kjörnir fulltrúar stóðu að fjármögnun prófkjörsbaráttu sinnar fyrir kosningarnar 2006 og 2007. Mesti þunginn hefur verið í umræðum um mál nokkurra fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar á Alþingi og í sveitarstjórnum. Niðurstaða könnunar Fréttablaðsins hlýtur meðal annars að skoðast í ljósi þeirrar umræðu. Viðbrögð flokkanna og forystumanna hafa ekki dugað til að sannfæra kjósendur um að nú sé hreint fyrir dyrum. Traustið vantar. Meðan svo stendur á komast ný stefnumál og fögur fyrirheit ekki að í hugum almennings. Síðasta vika kosningabaráttunnar er fram undan. Viðbúið er að þeir sem sjá fram á fylgistap og aðstöðumissi eða tapað tækifæri beini spjótum sem mest þeir mega að Besta flokknum og dragi fram yfirlýsingar forsvarsmanna hans fyrr og nú. Slík umræða getur dregið fram mikilvægar upplýsingar fyrir kjósendur. Auðvitað þarf að liggja fyrir hvað það er sem þeir standa fyrir sem njóta 44% stuðnings til þess að stjórna borginni næstu fjögur ár. En flokkarnir ættu að gæta sín á að vanmeta ekki kjósendur. Flest sem skiptir máli um Besta flokkinn og frambjóðendur hans liggur fyrir. Þetta eru allt opinberar persónur sem hafa fengið mikla umfjöllun fyrr og nú. Vitandi vits velja 44% Reykvíkinga yfirlýstara brandarakarla frekar en atvinnupólitíkusa úr öllum flokkum. Það eru skilaboðin sem kjörnir fulltrúar og frambjóðendur þurfa að leggja mesta vinnu í að meðtaka og vinna úr fram að kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Gunnarsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Niðurstöður skoðanakönnunar, sem Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu meðal Reykvíkinga í fyrrakvöld og sagt er frá í blaðinu í dag, verða lengi í minnum hafðar, hver sem úrslit kosninganna verða næsta laugardag. Besti flokkurinn mælist nú með fylgi sem mundi skila átta borgarfulltrúum og hreinum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur kæmu sömu tölur upp úr kjörkössunum. Fleiri Reykvíkingar lýsa yfir stuðningi við Jón Gnarr og félaga hans heldur en Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna samtals. Af þeim stuðningsmönnum Besta flokksins, sem tóku þátt í kosningunum árið 2006, kusu sjö af hverjum tíu Sjálfstæðisflokkinn eða Samfylkinguna. Það er því engum ofsögum sagt að þetta framboð fái þverpólitískan stuðning. Svarhlutfall í þessari könnun er með því hæsta sem fengist hefur í könnunum Fréttablaðsins. Um fjórðungur kjósenda segist enn óákveðinn. Það er ekki meira en vænta mátti. Aðeins níu prósent segjast ekki ætla að mæta á kjörstað. Þessar tölur eru ekki til marks um áhugaleysi almennings á kosningabaráttunni, þvert á móti. Pólitískt andrúmsloft í borginni endurspeglar bæði þá mynd sem skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis dregur upp af vanhæfri stjórnsýslu, sem vanrækti hagsmuni almennings, og minningar Reykvíkinga um það hvernig sú borgarstjórn stóð að verki, sem nú er að skila umboðinu til kjósenda. Undanfarnar vikur hefur kastljós beinst að því hvernig kjörnir fulltrúar stóðu að fjármögnun prófkjörsbaráttu sinnar fyrir kosningarnar 2006 og 2007. Mesti þunginn hefur verið í umræðum um mál nokkurra fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar á Alþingi og í sveitarstjórnum. Niðurstaða könnunar Fréttablaðsins hlýtur meðal annars að skoðast í ljósi þeirrar umræðu. Viðbrögð flokkanna og forystumanna hafa ekki dugað til að sannfæra kjósendur um að nú sé hreint fyrir dyrum. Traustið vantar. Meðan svo stendur á komast ný stefnumál og fögur fyrirheit ekki að í hugum almennings. Síðasta vika kosningabaráttunnar er fram undan. Viðbúið er að þeir sem sjá fram á fylgistap og aðstöðumissi eða tapað tækifæri beini spjótum sem mest þeir mega að Besta flokknum og dragi fram yfirlýsingar forsvarsmanna hans fyrr og nú. Slík umræða getur dregið fram mikilvægar upplýsingar fyrir kjósendur. Auðvitað þarf að liggja fyrir hvað það er sem þeir standa fyrir sem njóta 44% stuðnings til þess að stjórna borginni næstu fjögur ár. En flokkarnir ættu að gæta sín á að vanmeta ekki kjósendur. Flest sem skiptir máli um Besta flokkinn og frambjóðendur hans liggur fyrir. Þetta eru allt opinberar persónur sem hafa fengið mikla umfjöllun fyrr og nú. Vitandi vits velja 44% Reykvíkinga yfirlýstara brandarakarla frekar en atvinnupólitíkusa úr öllum flokkum. Það eru skilaboðin sem kjörnir fulltrúar og frambjóðendur þurfa að leggja mesta vinnu í að meðtaka og vinna úr fram að kosningum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun