Frekari umræða óskast um samskipti skóla og kirkju Toshiki Toma skrifar 17. desember 2010 06:00 Meirihluti mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar hefur samþykkt umdeilda tillögu um samskipti menntastofnana Reykjavíkurborgar við kirkjuna án mikilla breytinga og hún virðist taka gildi um áramótin næstu. Mér finnst sorglegt að mannréttindaráðið skuli ekki hafa hlustað á þær fjölmörgu raddir sem gerðu athugasemd við fyrstu tillöguna. Ég er þeirrar skoðunar að tillagan gangi of langt þrátt fyrir að ég skilji tilgang hennar. Ég óskaði eftir því að ráðið myndi draga tillöguna til baka og eiga frekara samtal við þá sem að málinu koma og hafa aðrar skoðanir en meirihluti ráðsins. Þá væri hægt að koma betri tillögu, tillögu þar sem framtíðarsýnin væri skýrari. Ég skil ekki hvers vegna mannréttindaráðið vildi ekki reyna að ná samkomulagi á milli allra málsaðila til þess að skapa frið um málið. En nú virðist mér það nokkuð fyrirsjáanlegt að þegar breytingar verða á meirihluta og minnihluta í borgarstjórn þá verði horfið frá þessari tillögu sem nú hefur verið samþykkt, þar sem ágreiningurinn er og verður enn til staðar. Ég held að skortur á stöðugleika í stefnumótum grunnskólans sé nemendum í óhag. Umræðan um samskipti milli skóla og kirkju (og annara trúfélaga eða félaga með ákveðna lífsskoðun) á ekki að vera eins og ,,glíma" á milli trúaðra og þeirra sem ekki trúa. Ég er þjónandi prestur en samt er ég sammála þeirri grunnhugmynd sem birtist í tillögunni, sem er að draga línu milli skólastarfsemi og starfsemi trúfélaga. Samt er það ekki auðgert. Við getum sett mörk á trúarlega starfsemi en ekki á „trúarlífið" sjálft. Það sama á við um fólkið sem tilheyrir ekki kristinni kirkju. Málið á skilið að vera vel rætt þeirra vegna. Prestar og annað kirkjufólk gerði talsverðar athugasemdir við tillögu mannréttindaráðs. Þau voru búin að leggja fram nægilegan rökstuðning um að prestar eigi að aðgang hafa að skólum. En eftir því sem ég fæ best séð, var aðeins örlítið tæpt á líðan þeirra barna sem ekki eru í kirkjunni. Þetta er að mínu mati annmarki á kirkjunni okkar. Ég var að velta því fyrir mér af hverju þessi annmarki er? Ég giska á að líklegast sé það vegna þess að flestir prestar kirkjunnar hér á landi viti ekki hvernig það er að vera minnihluti í trúarlegu umhverfi. Ég upplifði slíka stöðu í heimalandi mínu og því mig langar mig einfaldlega að segja þetta: Það er mjög óþægilegt að verða að vera þátttakandi í trúarlegum athöfnum ef maður trúir ekki. Það er leiðinlegt að verða að hlusta á trúarlegar áskoranir ef maður trúir ekki. Það skiptir engu máli hvort viðkomandi trúarbrögð teljast góð eða slæm. Slíkt gæti næstum fallist undir andlega kúgun. Mér virðist sem prestar hér á landi vanmeti þennan tilfinningalega þátt og hvaða áhrif hann gæti haft á líðan barna í minnihlutahópum. Ég vona að þetta lagist á næstunni en þessi atriði þurfum við að taka inn í umræðunni sem og fleiri sem falla undir tillitssemi. Mér finnst að umræðunni sé ekki lokið og við ættum að taka hana upp aftur og endurskoða tillöguna til þess að ná til stöðugleika skólalífs barna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar hefur samþykkt umdeilda tillögu um samskipti menntastofnana Reykjavíkurborgar við kirkjuna án mikilla breytinga og hún virðist taka gildi um áramótin næstu. Mér finnst sorglegt að mannréttindaráðið skuli ekki hafa hlustað á þær fjölmörgu raddir sem gerðu athugasemd við fyrstu tillöguna. Ég er þeirrar skoðunar að tillagan gangi of langt þrátt fyrir að ég skilji tilgang hennar. Ég óskaði eftir því að ráðið myndi draga tillöguna til baka og eiga frekara samtal við þá sem að málinu koma og hafa aðrar skoðanir en meirihluti ráðsins. Þá væri hægt að koma betri tillögu, tillögu þar sem framtíðarsýnin væri skýrari. Ég skil ekki hvers vegna mannréttindaráðið vildi ekki reyna að ná samkomulagi á milli allra málsaðila til þess að skapa frið um málið. En nú virðist mér það nokkuð fyrirsjáanlegt að þegar breytingar verða á meirihluta og minnihluta í borgarstjórn þá verði horfið frá þessari tillögu sem nú hefur verið samþykkt, þar sem ágreiningurinn er og verður enn til staðar. Ég held að skortur á stöðugleika í stefnumótum grunnskólans sé nemendum í óhag. Umræðan um samskipti milli skóla og kirkju (og annara trúfélaga eða félaga með ákveðna lífsskoðun) á ekki að vera eins og ,,glíma" á milli trúaðra og þeirra sem ekki trúa. Ég er þjónandi prestur en samt er ég sammála þeirri grunnhugmynd sem birtist í tillögunni, sem er að draga línu milli skólastarfsemi og starfsemi trúfélaga. Samt er það ekki auðgert. Við getum sett mörk á trúarlega starfsemi en ekki á „trúarlífið" sjálft. Það sama á við um fólkið sem tilheyrir ekki kristinni kirkju. Málið á skilið að vera vel rætt þeirra vegna. Prestar og annað kirkjufólk gerði talsverðar athugasemdir við tillögu mannréttindaráðs. Þau voru búin að leggja fram nægilegan rökstuðning um að prestar eigi að aðgang hafa að skólum. En eftir því sem ég fæ best séð, var aðeins örlítið tæpt á líðan þeirra barna sem ekki eru í kirkjunni. Þetta er að mínu mati annmarki á kirkjunni okkar. Ég var að velta því fyrir mér af hverju þessi annmarki er? Ég giska á að líklegast sé það vegna þess að flestir prestar kirkjunnar hér á landi viti ekki hvernig það er að vera minnihluti í trúarlegu umhverfi. Ég upplifði slíka stöðu í heimalandi mínu og því mig langar mig einfaldlega að segja þetta: Það er mjög óþægilegt að verða að vera þátttakandi í trúarlegum athöfnum ef maður trúir ekki. Það er leiðinlegt að verða að hlusta á trúarlegar áskoranir ef maður trúir ekki. Það skiptir engu máli hvort viðkomandi trúarbrögð teljast góð eða slæm. Slíkt gæti næstum fallist undir andlega kúgun. Mér virðist sem prestar hér á landi vanmeti þennan tilfinningalega þátt og hvaða áhrif hann gæti haft á líðan barna í minnihlutahópum. Ég vona að þetta lagist á næstunni en þessi atriði þurfum við að taka inn í umræðunni sem og fleiri sem falla undir tillitssemi. Mér finnst að umræðunni sé ekki lokið og við ættum að taka hana upp aftur og endurskoða tillöguna til þess að ná til stöðugleika skólalífs barna okkar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun