Fótbolti

Mourinho: Ég ætti enn að vera stjóri Chelsea

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jose Mourinho er umdeildur.
Jose Mourinho er umdeildur.

Jose Mourinho snýr aftur á Stamford Bridge í kvöld. Inter leikur þá síðari leik sinn gegn Chelsea í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Inter vann fyrri leikinn á Ítalíu 2-1.

Á blaðamannafundi í gær benti Mourinho á að hin stóru liðin á Englandi hafa ekki skipt um stjóra síðan hann var rekinn. Hann benti einnig á að Chelsea hefur aðeins unnið FA bikarinn síðan hann var látinn fara árið 2007.

„Þegar maður horfir á stóru fjögur liðin þá eru þeir allir þarna enn. Sir Alex er þarna, Wenger er þarna, Benítez er þarna. Ég gerði meira en nóg til að vera hérna en ákvörðun var tekin," sagði Mourinho.

„Chelsea horfði fram á veginn. Ég horfði fram á veginn. Þeir héldu áfram. Ég hélt áfram. Ég hélt áfram að vinna mikilvæga hluti. Þeir héldu áfram að vinna... eitthvað. Þeir unnu FA bikarinn."

„Það sem mestu máli skiptir er sambandið milli okkar. Engin eftirsjá, engin stór vandamál. Bara virðing. Það er mikilvægt í fótboltanum að finna þá tilfinningu sem ég finn þegar ég kem aftur í mitt gamla félag. Það er eitt það fallegasta við fótboltann," sagði Mourinho.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×