Fótbolti

Ronaldo ánægður með frammistöðu sína á tímabilinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo í leik með Real Madrid.
Cristiano Ronaldo í leik með Real Madrid. Nordic Photos / AFP

Cristiano Ronaldo segist ánægður með hvernig hann hefur staðið sig á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid.

Ronaldo var keyptur fyrir metfé frá Manchester United síðastliðið sumar þar sem hann vann sér sess sem einn allra besti knattspyrnumaður heimsins.

Lífið hefur þó ekki verið dans á rósum hjá Real Madrid í vetur og líkur á því að liðinu takist ekki að vinna neina titla á tímabilinu.

„Ég er mjög ánægður með tímabilið mitt hjá Real Madrid," sagði Ronaldo. „Ef ég hefði ekki meiðst og verið frá í tvo mánuði hefði þetta verið mitt besta tímabil á ferlinum."

„Það er ekki auðvelt að skora 20 mörk og eiga sjö stoðsendingar í jafn sterkri deild og þeirri spænsku."

Ronaldo er sannfærður um að liðið geti orðið spænskur meistari í vor en Real Madrid er nú einu stigi á eftir toppliði Barcelona.

„Það er allt hægt í fótbolta. Ég er handviss um að Barcelona muni misstíga sig og að við vinnum alla þá leiki sem við eigum eftir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×