Fótbolti

Daniel Alves: Kaka valdi vitlaust félag

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Hefði Kaka átt að fara til Barcelona?
Hefði Kaka átt að fara til Barcelona?
Daniel Alves, bakvörður Barcelona, vill meina að félagi hans hjá brasilíska landsliðinu, Kaka hafi valið vitlaust félag er hann ákvað að ganga til liðs við Real Madrid.

Kaka hefur mikið verið gagnrýndur eftir að Real Madrid datt út úr Meistaradeildinni fyrr í vikunni.

„Ég held að Kaka hafi valið vitlaust félag. Real Madrid hafa keypt marga leikmenn og það virðist sem að það sé ekki pláss fyrir þá alla. Kaka er sem dæmi ekki að spila í þeirri stöðu sem honum líkar best. Hlutirnir eru flóknir og pressan eykst," sagði Daniel Alves við íþróttablaðið, La Gazzetta dello.

Alves segir að Kaka væri betur settur í herbúðum Bacelona og að stíll liðsins muni henta honum betur en það sem hann lifir við í Madrid þessa dagana.

„Í brasilíu þá spilum við saman sem lið og það gerist líka hjá Barcelona. Annað er hægt að segja um Real Madrid. Það hefði verið mun skynsamlegra fyrir Kaka að koma til okkar í Barcelona".

„Leikstíllinn okkar er fullkomin fyrir hann. Ég er ekki sá sem að sér um að kaupa leikmenn en ef svo væri þá myndi ég kaupa hann á stundinni," sagði Alves sem að hefur mikið dálæti á félaga sínum í landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×