Goðsögnin Dio var ljúf og jarðbundin manneskja 18. maí 2010 08:30 á Íslandi Ronnie James Dio (til vinstri) á Íslandi árið 1992 ásamt trommaranum Vinny Appice. mynd/ægir már kárason Rokkarinn Ronnie James Dio lést úr krabbameini á sunnudag, 67 ára gamall. Sigurður Sverrisson hitti Dio þegar hann söng með Black Sabbath á Akranesi í september 1992. „Með fullri virðingu fyrir öllum öðrum þá er Dio í mínum huga þungarokkssöngvarinn. Hann er goðsögn,“ segir Sigurður Sverrisson um Ronnie James Dio. Sigurður skipulagði tónleika í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi árið 1992 með Black Sabbath, þáverandi hljómsveit Dio. „Ég var svo heppinn að hitta þennan ágæta mann og eiga við hann stutt spjall. Hann kom mér fyrir sjónir sem mjög ljúfur, jarðbundinn, einlægur og algjörlega laus við alla stæla,“ segir Sig-urður. „Mér fannst aðdáunarvert við hann og þá hvað þeir nálguðust þessa tónleika af mikilli fagmennsku. Þó svo að útlitið væri ekki gæfulegt með áhorfendafjölda þá breytti það engu. Þeir sögðu: „Hvort sem við spilum fyrir 60 eða 60 þúsund manns þá spilum við alltaf eins“.“ Sigurður bætir við að þrátt fyrir að hafa verið ofboðslega smávaxinn hafi Dio verið með rosalega rödd. „Sem betur fer skilur hann eftir sig fullt af tónlist og maður yljar sér við það. Ég held að skarð hans verði ekki auðfyllt.“ Þegar Dio tók við af Ozzy Osbourne sem söngvari Black Sabbath gerði hann þungarokkskveðjuna vinsæla með því að benda með fingrunum út í loftið. „Pöpullinn hélt að hann væri að hampa kölska en það var akkúrat öfugt. Amma hans notaði þetta þegar hún var að svæfa guttann til að hrekja illa vætti og anda í burtu,“ segir Sigurður. Hann verður fararstjóri í hópferð ÍT-ferða á High Voltage-þungarokkshátíðina í London í júlí. Þar átti hljómsveit Dio, Heaven and Hell, að spila en þurfti að afboða sig vegna veikinda hans. Nákvæmlega sömu meðlimir spiluð undir merkjum Black Sabbath á Akranesi. Enn eru til miðar í ferðina þar sem fram koma gamlir jaxlar á borð við ZZ Top, Uriah Heep, Foreigner, Quireboys, Marillion og Gary Moore. freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Sjá meira
Rokkarinn Ronnie James Dio lést úr krabbameini á sunnudag, 67 ára gamall. Sigurður Sverrisson hitti Dio þegar hann söng með Black Sabbath á Akranesi í september 1992. „Með fullri virðingu fyrir öllum öðrum þá er Dio í mínum huga þungarokkssöngvarinn. Hann er goðsögn,“ segir Sigurður Sverrisson um Ronnie James Dio. Sigurður skipulagði tónleika í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi árið 1992 með Black Sabbath, þáverandi hljómsveit Dio. „Ég var svo heppinn að hitta þennan ágæta mann og eiga við hann stutt spjall. Hann kom mér fyrir sjónir sem mjög ljúfur, jarðbundinn, einlægur og algjörlega laus við alla stæla,“ segir Sig-urður. „Mér fannst aðdáunarvert við hann og þá hvað þeir nálguðust þessa tónleika af mikilli fagmennsku. Þó svo að útlitið væri ekki gæfulegt með áhorfendafjölda þá breytti það engu. Þeir sögðu: „Hvort sem við spilum fyrir 60 eða 60 þúsund manns þá spilum við alltaf eins“.“ Sigurður bætir við að þrátt fyrir að hafa verið ofboðslega smávaxinn hafi Dio verið með rosalega rödd. „Sem betur fer skilur hann eftir sig fullt af tónlist og maður yljar sér við það. Ég held að skarð hans verði ekki auðfyllt.“ Þegar Dio tók við af Ozzy Osbourne sem söngvari Black Sabbath gerði hann þungarokkskveðjuna vinsæla með því að benda með fingrunum út í loftið. „Pöpullinn hélt að hann væri að hampa kölska en það var akkúrat öfugt. Amma hans notaði þetta þegar hún var að svæfa guttann til að hrekja illa vætti og anda í burtu,“ segir Sigurður. Hann verður fararstjóri í hópferð ÍT-ferða á High Voltage-þungarokkshátíðina í London í júlí. Þar átti hljómsveit Dio, Heaven and Hell, að spila en þurfti að afboða sig vegna veikinda hans. Nákvæmlega sömu meðlimir spiluð undir merkjum Black Sabbath á Akranesi. Enn eru til miðar í ferðina þar sem fram koma gamlir jaxlar á borð við ZZ Top, Uriah Heep, Foreigner, Quireboys, Marillion og Gary Moore. freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Sjá meira