Fótbolti

Örebro vann og Guðbjörg hélt markinu hreinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edda Garðarsdóttir.
Edda Garðarsdóttir. Mynd/Daníel
Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir spiluðu allan tímann þegar Örebro vann sigur á Sunnanå á útivelli í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag. Guðbjörg Gunnarsdóttir hélt á sama tíma marki Djurgården hreinu í markalausu jafntefli á móti Kopparbergs/Göteborg.

Örebro vann 1-0 sigur á Sunnanå þar sem sigurmarkið kom á 42. mínútu. Edda lék allan tímann á miðjunni en Ólína var í hægri bakverðinum og nældi sér í gullt spjald. Örebro siglir áfram lygnan sjó um miðja deild eftir þennan sigur.

Djurgården gerði markalaust jafntefli við Kopparbergs/Göteborg á útivelli en það lið er í 2. sæti deildarinnar. Guðbjörg fékk á sig fjögur skot og varði þau öll. Stigið er mikilvægt fyrir Djurgården sem er í fallbaráttu í deildinni þrátt fyrir að vera komið alla leið í bikarúrslitaleikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×