Nú er tækifæri til breytinga Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 10. september 2010 06:00 Starfshópur skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem hafði það hlutverk að endurskoða lög um stjórn fiskveiða hefur nú skilað frá sér skýrslu til ráðherra, þar sem álitaefni eru greind, tillögur lagðar fram til úrbóta og valkostir kynntir. Starfshópurinn var skipaður fulltrúum stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila og fór ítarlega yfir einstaka þætti núverandi laga um stjórn fiskveiða, lét vinna skýrslur um stöðu sjávarútvegsins og hugsanlegar leiðir að breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi. Það gefur að skilja að í starfshópnum voru uppi ólíkar skoðanir og nálganir á viðfangsefnið. Starfshópurinn náði þó samstöðu um nokkur álitaefni en það veldur vonbrigðum að LÍÚ gat ekki skrifað undir niðurstöðu annarra í hópnum um að skýrt ákvæði verði sett í stjórnarskrá um þjóðareign á öllum náttúruauðlindum, þ.m.t. auðlindum sjávar. Það skal tekið skýrt fram að ekki var mælt með ákveðinni leið af hálfu starfshópsins þó mestur stuðningur innan hans hafi verið við svokallaða samningaleið. Aðrar leiðir voru ræddar, s.s. innköllun og endurúthlutun aflaheimilda á einu bretti og endurráðstöfun með nýtingarsamningi, tilboðsleið og pottaleið. Fulltrúar VG og Samfylkingar telja að nýta þurfi það besta úr fyrirliggjandi hugmyndum til að ná fram markmiðum stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um réttlátara fiskveiðistjórnunarkerfi. Ég lýsti ekki stuðningi við eina leið frekar en aðra, því ljóst er að endanleg útfærsla verður að liggja fyrir svo hægt sé að taka afstöðu til hennar. En í ljósi þess að mestur stuðningur af hálfu starfshópsins var við samningaleiðina lagði ég fram eftirfarandi bókun þegar skýrslunni var skilað til sjávarútvegsráðherra 6. september sl. „Starfshópur um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða hefur nú skilað af sér skýrslu og er mestur stuðningur af hálfu hópsins við svokallaða samningaleið. Í skýrslunni kemur hins vegar hvergi fram nein endanleg útfærsla um samningsákvæði svo sem um skilyrði um meðferð aflaheimilda. Undirrituð telur því brýnt að í slíkum samningum við opinbera aðila séu m.a. lögð til grundvallar eftirfarandi atriði: • Að framsal sé óheimilt nema með samþykki beggja samningsaðila og að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem m.a. tryggja að hugsanlegur ágóði renni til ríkisins. • Framsal verði ekki heimilað hafi það í för með sér byggðaröskun. Ákvæði verði sett í samninga um byggðatengingu aflaheimilda til að styrkja búsetuskilyrði íbúanna og til að koma í veg fyrir byggðaröskun og frekari samþjöppun aflaheimilda. • Skýr ákvæði séu sett um veðsetningu samninga sem háð séu samþykki beggja samningsaðila. Ef veðsetning verður heimiluð á annað borð þá verði hún takmörkuð við þarfir sjávarútvegsins. • Að við innköllun allra aflaheimilda á einu bretti og endurúthlutunar á grundvelli nýtingarsamnings gegn gjaldi verði byggt á jafnræðissjónarmiðum. • Að í samningum verði leiguframsal afnumið og tryggður opinber leigumarkaður með aflaheimildir sem nýtast m.a. til nýliðunar. • Sett verði á aukin veiðiskylda handhafa veiðiheimilda þó takmörkuð tegundatilfærsla verði heimiluð eftir sem áður. • Að ráðstöfun á aukningu aflaheimilda komi ekki sjálfkrafa inn á gildandi samninga og geti aukningin því nýst til nýliðunar og byggðatengdra aðgerða ásamt því að aflaheimildirnar verði settar á opinberan leigumarkað. • Að tryggt sé að handhafi aflaheimilda samkvæmt samningi starfi eftir gildum kjarasamningi og brot geti þýtt riftun samninga. • Setja verður almenn skilyrði fyrir gerð samnings svo sem um tilskilin rekstrarleyfi sem fela m.a. í sér skil á opinberum gjöldum. Á sama hátt verði sett ákvæði um riftun ef samningsaðili brýtur þau ákvæði sem sett eru." Fleiri atriði hefði mátt nefna, eins og lengd samninga en í mínum huga eru samningar til 10 ára hámark með möguleikum á endurskoðun á tímabilinu. Nú reynir á kjark og hugrekki stjórnmálamanna að gera þær breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem þjóðin hefur kallað eftir til fjölda ára. Við höfum alla möguleika á að skapa sjávarútveginum öryggi til framtíðar og góð rekstrarskilyrði, jafnframt því að skapa íbúum sjávarbyggða traustari búsetuskilyrði og að tryggja að arðurinn af sjávarauðlindinni renni til þjóðarinnar. Nú treysti ég því að okkar góði sjávarútvegsráðherra nýti vel þessi tímamót í þeirri vinnu sem framundan er í endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Þjóðin bindur vonir við að vinstristjórn hafi hugrekki og þor til að gera þær breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem skapi heilbrigðara og réttlátara fyrirkomulag fyrir þjóðina alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Starfshópur skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem hafði það hlutverk að endurskoða lög um stjórn fiskveiða hefur nú skilað frá sér skýrslu til ráðherra, þar sem álitaefni eru greind, tillögur lagðar fram til úrbóta og valkostir kynntir. Starfshópurinn var skipaður fulltrúum stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila og fór ítarlega yfir einstaka þætti núverandi laga um stjórn fiskveiða, lét vinna skýrslur um stöðu sjávarútvegsins og hugsanlegar leiðir að breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi. Það gefur að skilja að í starfshópnum voru uppi ólíkar skoðanir og nálganir á viðfangsefnið. Starfshópurinn náði þó samstöðu um nokkur álitaefni en það veldur vonbrigðum að LÍÚ gat ekki skrifað undir niðurstöðu annarra í hópnum um að skýrt ákvæði verði sett í stjórnarskrá um þjóðareign á öllum náttúruauðlindum, þ.m.t. auðlindum sjávar. Það skal tekið skýrt fram að ekki var mælt með ákveðinni leið af hálfu starfshópsins þó mestur stuðningur innan hans hafi verið við svokallaða samningaleið. Aðrar leiðir voru ræddar, s.s. innköllun og endurúthlutun aflaheimilda á einu bretti og endurráðstöfun með nýtingarsamningi, tilboðsleið og pottaleið. Fulltrúar VG og Samfylkingar telja að nýta þurfi það besta úr fyrirliggjandi hugmyndum til að ná fram markmiðum stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um réttlátara fiskveiðistjórnunarkerfi. Ég lýsti ekki stuðningi við eina leið frekar en aðra, því ljóst er að endanleg útfærsla verður að liggja fyrir svo hægt sé að taka afstöðu til hennar. En í ljósi þess að mestur stuðningur af hálfu starfshópsins var við samningaleiðina lagði ég fram eftirfarandi bókun þegar skýrslunni var skilað til sjávarútvegsráðherra 6. september sl. „Starfshópur um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða hefur nú skilað af sér skýrslu og er mestur stuðningur af hálfu hópsins við svokallaða samningaleið. Í skýrslunni kemur hins vegar hvergi fram nein endanleg útfærsla um samningsákvæði svo sem um skilyrði um meðferð aflaheimilda. Undirrituð telur því brýnt að í slíkum samningum við opinbera aðila séu m.a. lögð til grundvallar eftirfarandi atriði: • Að framsal sé óheimilt nema með samþykki beggja samningsaðila og að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem m.a. tryggja að hugsanlegur ágóði renni til ríkisins. • Framsal verði ekki heimilað hafi það í för með sér byggðaröskun. Ákvæði verði sett í samninga um byggðatengingu aflaheimilda til að styrkja búsetuskilyrði íbúanna og til að koma í veg fyrir byggðaröskun og frekari samþjöppun aflaheimilda. • Skýr ákvæði séu sett um veðsetningu samninga sem háð séu samþykki beggja samningsaðila. Ef veðsetning verður heimiluð á annað borð þá verði hún takmörkuð við þarfir sjávarútvegsins. • Að við innköllun allra aflaheimilda á einu bretti og endurúthlutunar á grundvelli nýtingarsamnings gegn gjaldi verði byggt á jafnræðissjónarmiðum. • Að í samningum verði leiguframsal afnumið og tryggður opinber leigumarkaður með aflaheimildir sem nýtast m.a. til nýliðunar. • Sett verði á aukin veiðiskylda handhafa veiðiheimilda þó takmörkuð tegundatilfærsla verði heimiluð eftir sem áður. • Að ráðstöfun á aukningu aflaheimilda komi ekki sjálfkrafa inn á gildandi samninga og geti aukningin því nýst til nýliðunar og byggðatengdra aðgerða ásamt því að aflaheimildirnar verði settar á opinberan leigumarkað. • Að tryggt sé að handhafi aflaheimilda samkvæmt samningi starfi eftir gildum kjarasamningi og brot geti þýtt riftun samninga. • Setja verður almenn skilyrði fyrir gerð samnings svo sem um tilskilin rekstrarleyfi sem fela m.a. í sér skil á opinberum gjöldum. Á sama hátt verði sett ákvæði um riftun ef samningsaðili brýtur þau ákvæði sem sett eru." Fleiri atriði hefði mátt nefna, eins og lengd samninga en í mínum huga eru samningar til 10 ára hámark með möguleikum á endurskoðun á tímabilinu. Nú reynir á kjark og hugrekki stjórnmálamanna að gera þær breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem þjóðin hefur kallað eftir til fjölda ára. Við höfum alla möguleika á að skapa sjávarútveginum öryggi til framtíðar og góð rekstrarskilyrði, jafnframt því að skapa íbúum sjávarbyggða traustari búsetuskilyrði og að tryggja að arðurinn af sjávarauðlindinni renni til þjóðarinnar. Nú treysti ég því að okkar góði sjávarútvegsráðherra nýti vel þessi tímamót í þeirri vinnu sem framundan er í endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Þjóðin bindur vonir við að vinstristjórn hafi hugrekki og þor til að gera þær breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem skapi heilbrigðara og réttlátara fyrirkomulag fyrir þjóðina alla.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun