Fótbolti

Rúrik og félagar úr leik í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúrik Gíslason í leik með OB.
Rúrik Gíslason í leik með OB. Nordic Photos / AFP

OB féll í kvöld úr leik í dönsku bikarkeppninni eftir að hafa tapað fyrir Nordsjælland á heimavelli, 3-2.

Rúrik Gíslason var í byrjunarliði OB en var skipt af velli á 73. mínútu.

Nordsjælland komst í 2-0 í fyrri hálfleik en OB náði að jafna metin með mörkum á 47. og 75. mínútu.

Anders Due skoraði svo sigurmark Nordsjælland á 82. mínútu og tryggði sínum mönnum þar með sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar.

Fyrr í dag komst annað Íslendingafélag, Esbjerg, áfram í bikarnum eftir 2-0 sigur á Silkeborg. Arnór Smárason lék þó ekki með liðinu vegna meiðsla.

FCK, með Sölva Geir Ottesen innanborðs, féll óvænt úr leik í keppninni í gær eftir 4-2 tap fyrir Horsens á heimavelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×