Körfubolti

Stephon Marbury segist hafa neitað Miami Heat

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephon Marbury.
Stephon Marbury. Mynd/Getty Images
Stephon Marbury, sem er oftast kallaður Starbury meðal bandaríska fjölmiðlamanna fyrir stjörnustæla sína, sagði í viðtölum við kínverska fjölmiðla að hann hafi hafnað því að spila með þeim LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh í nýja súperliðinu í Miami Heat.

„Miami vantaði leikstjórnanda," sagði Stephon Marbury í viðtali við stærsta blaðið í Kína. „Ég taldi að leikstjórnandinn myndi ekki fá að gera mikið í þessu liði þar sem þeir eru þegar komnir með þessa þrjá leikmenn," sagði Marbury sem ýtti með því undir ímynd sína að hugsa alltaf um sjálfan sig frekar en að hjálpa liði sínu að vinna.

Marbury sagði ennfremur að það væri 90 prósent líkur á því að hann myndi spila áfram í Kína eins og hann gerði á síðasta tímabili. Marbury var þá með 23 stig og 10 stoðsendingar að meðaltali hjá Shanxi Zhongyu Brave Dragons.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×