Fótbolti

Guardiola segir dómarann hafa logið í skýrslu sinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona.
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona. Mynd/AFP
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segist ekki vera stoltur af sjálfum sér eftir framkomu sína á leik Barcelona og Almeria um síðustu helgi. Guardiola segist hafa áfrýjað leikbanni sínu þar sem dómari leiksins hafi logið um það sem hann sagði.

„Ég er búin að sjá sjónvarpsupptökuna af þessu og ég er ekki stoltur af sjálfum mér," sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi en hann verður í leikbanni á móti Valencia í spænsku úrvalsdeildinni á morgun.

„Þegar einhver lýgur til um það sem þú segir þá verður þú að áfrýja. Dómarar leiksins settu hluti í skýrslu sína sem voru ósannir," sagði Pep Guardiola.

Pep Guardiola sagðist jafnframt búast við því að þetta yrði ekki síðasti brottrekstur hans á ferlinum því hann væri mjög blóðheitur maður.

Dómarinn Carlos Clos sagðist hafa rekið Guardiola upp í stúku fyrir að yfirgefa svæði sitt, ganga alveg upp að aðstoðardómaranum og öskra að honum. Guardiola átti að hafa sagt við dómaranna: „Ákvarðanir þínar eru vitlausar og þú skilur ekkert."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×