Íslenski boltinn

Katrín Jónsdóttir: Allt liðið var að spila frábærlega

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Katrín Jónsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir skoruðu báðar tvö mörk í kvöld.
Katrín Jónsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir skoruðu báðar tvö mörk í kvöld.
„Við vorum ekki sátt með það að tapa stigum í síðustu leikjum og mættum hérna tilbúnar í þennan leik, kláruðum færin okkar vel og ég get ekki annað en verið mjög ánægð með þennan leik," sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals, eftir að Valsstúlkur burstuðu Aftureldingu 10-0 á Vodafone-vellinu í kvöld. „Allt liðið var að spila frábærlega vel og það má ekki gleyma vörninni sem er að spila mjög vel líka, þessar öftustu eiga líka hrós skilið. Allt í allt mjög gott," sagði Katrín. Liðið hafði gert tvö jafntefli í röð fyrir leikinn í kvöld en fyrirliðinn segir að þær verði að hafa fyrir því að fá fólk á völlinn með góðri spilamennsku. „Við erum ekkert búnar vera standa okkur neitt frábærlega en við þurfum líka að hafa fyrir því að fá fólk á völlinn og ég vona bara að fyrir næsta leik sem er bikarleikur á móti Breiðablik að fólk fjölmenni á þann leik og styðji við sitt lið," sagði Katrín sátt í leikslok.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×