Innlent

Braust inn til barnsmóður sinnar

Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu.
Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu.

Ríkissaksóknari hefur ákært fyrir Héraðsdómi Reykjaness rúmlega fertugan karlmann fyrir húsbrot, líkamsárás, eignaspjöll og fleiri brot.

Manninum er gefið að sök að hafa ruðst í heimildarleysi inn á heimili barnsmóður sinnar í Njarðvík og hrint henni í gólfið. Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa í kjölfar þess ekið bifreið sinni á bifreið konunnar sem lagt var í stæði við heimili hennar, þannig að bifreiðin skemmdist að framan.

Eftir þetta ók maðurinn frá Njarðvík til Reykjavíkur á miklum hraða og sinnti ekki ítrekuðum stöðvunarmerkjum lögreglunnar. Hann gaf sig ekki fyrr en bifreið hans hafnaði á brúarstólpa Breiðholtsbrúar.

Loks er maðurinn ákærður fyrir skjalafals með því að falsa nafn barnsmóðurinnar sem seljanda á tilkynningu um eigendaskipti bifreiðar og framvísa síðan tilkynningunni hjá Aðalskoðun hf. þannig að nafngreindur sonur hans varð skráður fyrir bifreiðinni.

Barnsmóðirin krefst þess að maðurinn verði dæmdur til greiðslu bóta að fjárhæð tæplega sex milljónir króna. - jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×