Breytingar á reiknilíkani Katrín Jakobsdóttir skrifar 16. október 2010 06:00 Í greinagerð með frumvarpi til fjárlaga 2011 er ný útgáfa af reiknilíkani háskóla lögð til grundvallar áætluðum fjárveitingum til kennslu samkvæmt frumvarpinu og er þessi nýja útgáfa gerð að umtalsefni í grein sem birtist hér í Fréttablaðinu þann 14. október sl. eftir Gunnar Guðna Tómasson og Sigurð Magnús Garðarsson. Í nýju reiknilíkani eru gerðar ýmsar breytingar en þó þannig að þær hafi ekki áhrif á heildarfjárveitingar til hvers skóla fyrir sig. Reiknilíkanið er fyrst og fremst vinnutæki sem ætlað er að leiðbeina um hvernig fjárveitingum er skipt milli háskóla en skólunum er svo í sjálfvald sett hvernig þeir deila fjármagninu innan sinna raða. Reiknilíkan háskóla var tekið í notkun árið 1999 og hefur vinna við endurskoðun á reiknilíkani átt sér langan aðdraganda. Hún hefur verið unnin góðu samstarfi við forsvarsmenn háskólanna. Þær breytingar sem nú eru gerðar eru einungis þær fyrstu - einstakir þættir líkansins verða áfram til skoðunar á komandi árum. Ódýrasti reikniflokkurinn, reikniflokkur 1, þ.e. nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og annað sambærilegt nám, hefur lengi verið talinn vanmetinn í líkaninu. Tæplega helmingur alls háskólanáms fellur undir þann reikniflokk og var við endurskoðun á líkaninu lögð áhersla á að hækka reikniflokk 1 en þar með lækka aðrir reikniflokkar á móti. Vegna hagræðingarkröfu í frumvarpi til fjárlaga 2011 voru bein framlög til háskóla lækkuð um 8% í tilfelli opinberra háskóla en 9% í tilfelli einkarekinna háskóla en þar að auki er 5% niðurskurðarkrafa á Listaháskóla Íslands sökum sérstöðu hans. Þessi niðurskurður endurspeglast síðan í reiknilíkani háskóla og leiðir til þess að reikniflokkur 1 stendur nánast í stað á meðan aðrir reikniflokkar lækka um 7-12%. Undanþágan frá þessu er þó að reikniflokkur 4 , nám í hjúkrunarfræði, hækkar um 1,6% á milli ára enda höfðu stjórnendur skólanna sótt um breytingu á þessum reikniflokki í mörg ár. Auk fjárveitinga samkvæmt framangreindum reikniflokkum er nú innbyggður hvati til að brautskrá nemendur með framlagi sem veitt er vegna brautskráninga nemenda. Heildarfjárveiting vegna brautskráninga nemur ríflega 450 milljónum króna og bætist sú fjárveiting við þá fjárveitingu sem myndast við að margfalda verð og fjölda ársnema í hverjum reikniflokki. Við þetta er því að bæta að hlutverk reiknilíkans háskóla er að skipta fjárveitingum á milli skóla en það er alveg ljóst að það nær ekki að áætla framlag sem stendur undir kostnaði við einstaka námsbrautir, enda ræðst sá kostnaður af mörgum þáttum eins og innra skipulagi skólanna. Við framangreint má bæta að í frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir 4% fjölgun í reikniflokki 5 sem vegur á móti lækkuðu verði á reikniflokkinum. Þetta er gert þó að í forsendum frumvarpsins sé gert ráð fyrir óverulegri fjölgun ársnema á milli ára, eða rétt um 0,5%. Þá er má bæta því við að verð í reikniflokki 5 er tvöfalt hærra en í reikniflokki 1. Við höfum jafnframt boðað það að næstu skref við endurskoðun reiknilíkansins munu m.a. fela í sér könnun á því hvort hækka þurfi framlög til „þyngri" raungreina þ.e. raungreina þar sem sannarlega þarf dýra rannsóknaraðstöðu og efniskaup eru mikil. Að lokum vil ég ítreka að endurskoðun á reiknilíkani hefur áhrif á vægi einstakra reikniflokka en ekki áhrif á heildarframlög til kennslu í hverjum skóla fyrir sig. Skólarnir ráða því hvernig þeim framlögum er skipt milli deilda og námsgreina og gera nú þegar hver með sínum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Í greinagerð með frumvarpi til fjárlaga 2011 er ný útgáfa af reiknilíkani háskóla lögð til grundvallar áætluðum fjárveitingum til kennslu samkvæmt frumvarpinu og er þessi nýja útgáfa gerð að umtalsefni í grein sem birtist hér í Fréttablaðinu þann 14. október sl. eftir Gunnar Guðna Tómasson og Sigurð Magnús Garðarsson. Í nýju reiknilíkani eru gerðar ýmsar breytingar en þó þannig að þær hafi ekki áhrif á heildarfjárveitingar til hvers skóla fyrir sig. Reiknilíkanið er fyrst og fremst vinnutæki sem ætlað er að leiðbeina um hvernig fjárveitingum er skipt milli háskóla en skólunum er svo í sjálfvald sett hvernig þeir deila fjármagninu innan sinna raða. Reiknilíkan háskóla var tekið í notkun árið 1999 og hefur vinna við endurskoðun á reiknilíkani átt sér langan aðdraganda. Hún hefur verið unnin góðu samstarfi við forsvarsmenn háskólanna. Þær breytingar sem nú eru gerðar eru einungis þær fyrstu - einstakir þættir líkansins verða áfram til skoðunar á komandi árum. Ódýrasti reikniflokkurinn, reikniflokkur 1, þ.e. nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og annað sambærilegt nám, hefur lengi verið talinn vanmetinn í líkaninu. Tæplega helmingur alls háskólanáms fellur undir þann reikniflokk og var við endurskoðun á líkaninu lögð áhersla á að hækka reikniflokk 1 en þar með lækka aðrir reikniflokkar á móti. Vegna hagræðingarkröfu í frumvarpi til fjárlaga 2011 voru bein framlög til háskóla lækkuð um 8% í tilfelli opinberra háskóla en 9% í tilfelli einkarekinna háskóla en þar að auki er 5% niðurskurðarkrafa á Listaháskóla Íslands sökum sérstöðu hans. Þessi niðurskurður endurspeglast síðan í reiknilíkani háskóla og leiðir til þess að reikniflokkur 1 stendur nánast í stað á meðan aðrir reikniflokkar lækka um 7-12%. Undanþágan frá þessu er þó að reikniflokkur 4 , nám í hjúkrunarfræði, hækkar um 1,6% á milli ára enda höfðu stjórnendur skólanna sótt um breytingu á þessum reikniflokki í mörg ár. Auk fjárveitinga samkvæmt framangreindum reikniflokkum er nú innbyggður hvati til að brautskrá nemendur með framlagi sem veitt er vegna brautskráninga nemenda. Heildarfjárveiting vegna brautskráninga nemur ríflega 450 milljónum króna og bætist sú fjárveiting við þá fjárveitingu sem myndast við að margfalda verð og fjölda ársnema í hverjum reikniflokki. Við þetta er því að bæta að hlutverk reiknilíkans háskóla er að skipta fjárveitingum á milli skóla en það er alveg ljóst að það nær ekki að áætla framlag sem stendur undir kostnaði við einstaka námsbrautir, enda ræðst sá kostnaður af mörgum þáttum eins og innra skipulagi skólanna. Við framangreint má bæta að í frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir 4% fjölgun í reikniflokki 5 sem vegur á móti lækkuðu verði á reikniflokkinum. Þetta er gert þó að í forsendum frumvarpsins sé gert ráð fyrir óverulegri fjölgun ársnema á milli ára, eða rétt um 0,5%. Þá er má bæta því við að verð í reikniflokki 5 er tvöfalt hærra en í reikniflokki 1. Við höfum jafnframt boðað það að næstu skref við endurskoðun reiknilíkansins munu m.a. fela í sér könnun á því hvort hækka þurfi framlög til „þyngri" raungreina þ.e. raungreina þar sem sannarlega þarf dýra rannsóknaraðstöðu og efniskaup eru mikil. Að lokum vil ég ítreka að endurskoðun á reiknilíkani hefur áhrif á vægi einstakra reikniflokka en ekki áhrif á heildarframlög til kennslu í hverjum skóla fyrir sig. Skólarnir ráða því hvernig þeim framlögum er skipt milli deilda og námsgreina og gera nú þegar hver með sínum hætti.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar