Þorsteinn Siglaugsson :Hvað kosta lopapeysurnar? Þorsteinn Siglaugsson skrifar 13. apríl 2010 06:00 Undanfarið hafa ýmsir, þ.á.m. Fréttablaðið og hagdeild ASÍ, haft uppi stór orð um kostnað þjóðarinnar af því að ekki hafi verið gengið strax að kröfum viðsemjenda í Icesave-deilunni og af því að ríkið hafi ekki lagt stórfé úr vasa skattgreiðenda í ýmiss konar „atvinnuskapandi framkvæmdir". Útreikningarnir snúast um mismun á landsframleiðslu til mislangrar framtíðar með eða án þeirra greiðslna eða framkvæmda sem talsmennirnir vilja að gangi fram. Mismunurinn er síðan metinn sem tap þjóðarinnar. Það sem reiknimeistararnir gleyma er að grundvallarmunur er á umsvifum og arði. Dragist velta fyrirtækis saman um 10% leiðir það vitanlega ekki af sér tap upp á 10%. Enn fráleitara er að gera ráð fyrir að samdrátturinn leiði af sér 10% tap árlega um alla framtíð líkt og sumir hafa haldið fram: Sé landsframleiðsla keyrð upp með handafli eitt árið verður hún minni sem því munar árið eftir. Landsframleiðsla mælir ekki arðsemi heldur einungis umsvif í hagkerfinu. Því er rangt að telja breytingar á landsframleiðslu til hagnaðar eða taps. Stundum eru umsvif mikil en arðsemi engin. Þá mælist aukning í landsframleiðslu, en hún er innistæðulaus vegna þess að fjárfestingarnar sem byggt er á eru óarðbærar. Þetta á gjarna við um verkefni sem grundvallast á að misnota fé skattgreiðenda að þeim forspurðum líkt og þau sem hagdeild ASÍ og Fréttablaðinu virðist nú mest umhugað um að koma á koppinn. En stundum breytist líka landsframleiðsla vegna breyttra lífshátta. Þegar húsmæður hætta t.d. að elda mat og prjóna eykst landsframleiðsla vegna þess að peningaleg viðskipti í hagkerfinu aukast. Þegar prjónaskapur og heimamatseld eykst hins vegar, eins og gerðist eftir hrun, dregur það úr landsframleiðslu. Kannski Fréttablaðið og ASÍ geri okkur grein fyrir stórfelldum kostnaði þjóðarinnar af öllum óprjónuðum lopapeysum og ósoðnu slátri framtíðarinnar? Mergur málsins er að landsframleiðsla er mælikvarði á umsvif í hagkerfinu og þróun þeirra og breytingar á henni geta átt sér ýmsar orsakir. Því fer fjarri að beint samhengi sé milli landsframleiðslu og arðsemi í hagkerfinu. Þess vegna er fráleitt að nota breytingar á landsframleiðslu sem mælikvarða á kostnað eða ávinning af pólitískum ákvörðunum. Slíkt gerir enginn alvöru fræðimaður og enginn fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa ýmsir, þ.á.m. Fréttablaðið og hagdeild ASÍ, haft uppi stór orð um kostnað þjóðarinnar af því að ekki hafi verið gengið strax að kröfum viðsemjenda í Icesave-deilunni og af því að ríkið hafi ekki lagt stórfé úr vasa skattgreiðenda í ýmiss konar „atvinnuskapandi framkvæmdir". Útreikningarnir snúast um mismun á landsframleiðslu til mislangrar framtíðar með eða án þeirra greiðslna eða framkvæmda sem talsmennirnir vilja að gangi fram. Mismunurinn er síðan metinn sem tap þjóðarinnar. Það sem reiknimeistararnir gleyma er að grundvallarmunur er á umsvifum og arði. Dragist velta fyrirtækis saman um 10% leiðir það vitanlega ekki af sér tap upp á 10%. Enn fráleitara er að gera ráð fyrir að samdrátturinn leiði af sér 10% tap árlega um alla framtíð líkt og sumir hafa haldið fram: Sé landsframleiðsla keyrð upp með handafli eitt árið verður hún minni sem því munar árið eftir. Landsframleiðsla mælir ekki arðsemi heldur einungis umsvif í hagkerfinu. Því er rangt að telja breytingar á landsframleiðslu til hagnaðar eða taps. Stundum eru umsvif mikil en arðsemi engin. Þá mælist aukning í landsframleiðslu, en hún er innistæðulaus vegna þess að fjárfestingarnar sem byggt er á eru óarðbærar. Þetta á gjarna við um verkefni sem grundvallast á að misnota fé skattgreiðenda að þeim forspurðum líkt og þau sem hagdeild ASÍ og Fréttablaðinu virðist nú mest umhugað um að koma á koppinn. En stundum breytist líka landsframleiðsla vegna breyttra lífshátta. Þegar húsmæður hætta t.d. að elda mat og prjóna eykst landsframleiðsla vegna þess að peningaleg viðskipti í hagkerfinu aukast. Þegar prjónaskapur og heimamatseld eykst hins vegar, eins og gerðist eftir hrun, dregur það úr landsframleiðslu. Kannski Fréttablaðið og ASÍ geri okkur grein fyrir stórfelldum kostnaði þjóðarinnar af öllum óprjónuðum lopapeysum og ósoðnu slátri framtíðarinnar? Mergur málsins er að landsframleiðsla er mælikvarði á umsvif í hagkerfinu og þróun þeirra og breytingar á henni geta átt sér ýmsar orsakir. Því fer fjarri að beint samhengi sé milli landsframleiðslu og arðsemi í hagkerfinu. Þess vegna er fráleitt að nota breytingar á landsframleiðslu sem mælikvarða á kostnað eða ávinning af pólitískum ákvörðunum. Slíkt gerir enginn alvöru fræðimaður og enginn fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar