FME í fjársvelti og óx allt of hægt 13. apríl 2010 06:00 Rannsóknarnefndin telur að Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri FME, hafi sýnt af sér vanrækslu við framkvæmd laga um fjármálastarfsemi. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins óskaði ekki eftir auknum fjárveitingum og nýtti ekki þær valdheimildir sem eftirlitið bjó yfir í aðdraganda bankahrunsins, að mati rannsóknarnefndar Alþingis. Hann sýndi af sér vanrækslu að mati nefndarinnar. Eftirlitið treysti of mikið á gölluð álagspróf og lét hjá leggjast að gera lögreglu viðvart um lögbrot. Stjórnendur Fjármálaeftirlitsins (FME) töldu að engin meiri háttar vandræði steðjuðu að bönkunum fram eftir ári 2008. Þeir mátu ástandið rangt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í þeim kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem fjallar um eftirlitið. Mikið vantaði upp á að FME hafi verið í stakk búið til að sinna eftirliti með fjármálafyrirtækjum þar sem eftirlitið skorti fé til rekstrarins. Af því leiddi að eftirlitið stækkaði ekki nægilega hratt samanborið við gríðarlegan vöxt fjármálakerfisins. „Ábyrgð á því að Fjármálaeftirlitið fékk ekki meiri fjármuni en raun bar vitni liggur að mati rannsóknarnefndar Alþingis hjá stjórnendum Fjármálaeftirlitsins þar sem þeir óskuðu sjálfir ekki eftir nægum fjárveitingum," segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Rannsóknarnefndin telur að Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri FME, hafi sýnt af sér vanrækslu við framkvæmd laga um fjármálastarfsemi. Eins og bankastjórar Seðlabankans er hann átalinn fyrir að hafa ekki sinnt hlutverki sínu nægilega vel, og að hafa ekki haft nægt eftirlit með fjármálakerfinu. Málin ekki í formlegt ferliFME naut þeirrar sérstöðu að fá ekki rekstrarfé af fjárlögum, heldur var starfsemi stofnunarinnar kostuð af eftirlitsskyldum fjármálafyrirtækjum. Í skýrslunni segir að þar sem stjórnendur FME hafi ekki óskað eftir auknum fjármunum til þess að efla stofnunina hafi ekki reynt á hvort löggjafinn hafi verið reiðubúinn til að hækka eftirlitsgjöldin sem lögð voru á fjármálafyrirtækin. Tekið er fram að með þessu sé ekki verið að halda því fram að ábyrgð viðskiptaráðherra og Alþingis hafi engin verið. Skýrsluhöfundar átelja stjórnendur FME fyrir að setja mál ekki í formlegt ferli heldur treysta á að hægt væri að leysa úr þeim með óformlegum samskiptum við fjármálafyrirtæki. Eftirlitið hafi lokið tiltölulega fáum málum með formlegri beitingu valdheimilda, svo sem stjórnvaldssekta, dagsekta eða annarra úrræða. Í ljósi þeirra alvarlegu brota sem FME benti á í skýrslum sínum verður ekki annað séð en tilefni hafi verið til að grípa í mun fleiri tilvikum til slíkra úrræða, að mati rannsóknarnefndarinnar. Ekki verður skorti á heimildum kennt um aðgerðaleysi, enda bjó FME að sömu heimildum og sambærilegar eftirlitsstofnanir á nágrannalöndunum, segir í skýrslunni. Dæmi eru um að mál hafi verið lengi í óformlegum farvegi hjá eftirlitinu lengi, ýmist óhreyfð með öllu eða bréf hafi gengið á milli. Þetta hafði í för með sér að eftirlitsskyldir aðilar komust í sumum tilvikum upp með að færa stórar lánveitingar í bókhald sitt með ólöglegum hætti, í lengri eða skemmri tíma, segir í niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar. Mörg þessara brota hafi ekki verið hægt að líta á sem minni háttar brot. Það er að mati rannsóknarnefndarinnar „ótækir stjórnsýsluhættir", og gengur í bága við lögboðna málsmeðferð. Treystu á gölluð álagsprófFjármálaeftirlitið beitti álagsprófum ársfjórðungslega til að kanna hvort fjármálafyrirtæki væru í stakk búin að taka við áföllum án þess að eiginfjárhlutfallið fari niður fyrir lögboðið lágmark. Slík álagspróf voru gerð um mitt ár 2008. Allir bankarnir stóðust prófið. Í tilkynningu frá FME, dagsettri 14. ágúst 2008, segir: „Niðurstöður álagsprófsins sýna að eiginfjárstaða bankanna er sterk og getur þolað töluverð áföll." Einum og hálfum mánuði síðar voru viðskiptabankarnir þrír allir fallnir. Álagsprófin voru gagnrýnd fyrir að mæla ekki nægilega nákvæmlega styrkleika fjármálafyrirtækjanna. Þannig benti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á það bæði árið 2007 og 2008 að bæta þyrfti prófin. Þau gerðu bara ráð fyrir einföldu áfalli, ekki bylgju áfalla sem skollið gætu á bönkunum. Þrátt fyrir þetta höfðu niðurstöður úr prófunum mikil áhrif á starfsemi FME. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri eftirlitsins, hafi litið svo á að ekki væri hægt að grípa inn í starfsemi bankanna, eða krefja þá um að draga úr áhættu, þegar hlutlægir mælikvarðar í prófunum hafi verið í lagi. Rannsóknarnefndin tekur undir gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Nefndin gagnrýnir að í álagsprófunum hafi eingöngu verið horft til áhrifa á eigin bréfa fjármálafyrirtækjanna af lækkun hlutabréfaverðs. Ekki hafi verið tekið tillit til þess hversu viðkvæm fyrirtækin hafi verið fyrir gengi hlutabréfa vegna lána sem þau veittu með veði í hlutabréfum, auk framvirkra samninga um hlutabréf. „Áherslan á eiginfjárhlutfall bankanna við framkvæmd álagsprófa leiddi til þess að niðurstöður prófa Fjármálaeftirlitsins urðu verulega villandi síðustu tólf mánuðina fyrir fall bankanna," segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Öll opinber upplýsingagjöf litaðist af niðurstöðum álagsprófana, sem gáfu til kynna að bankarnir stæðu traustum fótum stuttu fyrir hrun. Það veitti að mati rannsóknarnefndarinnar falskt öryggi. brjann@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins óskaði ekki eftir auknum fjárveitingum og nýtti ekki þær valdheimildir sem eftirlitið bjó yfir í aðdraganda bankahrunsins, að mati rannsóknarnefndar Alþingis. Hann sýndi af sér vanrækslu að mati nefndarinnar. Eftirlitið treysti of mikið á gölluð álagspróf og lét hjá leggjast að gera lögreglu viðvart um lögbrot. Stjórnendur Fjármálaeftirlitsins (FME) töldu að engin meiri háttar vandræði steðjuðu að bönkunum fram eftir ári 2008. Þeir mátu ástandið rangt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í þeim kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem fjallar um eftirlitið. Mikið vantaði upp á að FME hafi verið í stakk búið til að sinna eftirliti með fjármálafyrirtækjum þar sem eftirlitið skorti fé til rekstrarins. Af því leiddi að eftirlitið stækkaði ekki nægilega hratt samanborið við gríðarlegan vöxt fjármálakerfisins. „Ábyrgð á því að Fjármálaeftirlitið fékk ekki meiri fjármuni en raun bar vitni liggur að mati rannsóknarnefndar Alþingis hjá stjórnendum Fjármálaeftirlitsins þar sem þeir óskuðu sjálfir ekki eftir nægum fjárveitingum," segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Rannsóknarnefndin telur að Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri FME, hafi sýnt af sér vanrækslu við framkvæmd laga um fjármálastarfsemi. Eins og bankastjórar Seðlabankans er hann átalinn fyrir að hafa ekki sinnt hlutverki sínu nægilega vel, og að hafa ekki haft nægt eftirlit með fjármálakerfinu. Málin ekki í formlegt ferliFME naut þeirrar sérstöðu að fá ekki rekstrarfé af fjárlögum, heldur var starfsemi stofnunarinnar kostuð af eftirlitsskyldum fjármálafyrirtækjum. Í skýrslunni segir að þar sem stjórnendur FME hafi ekki óskað eftir auknum fjármunum til þess að efla stofnunina hafi ekki reynt á hvort löggjafinn hafi verið reiðubúinn til að hækka eftirlitsgjöldin sem lögð voru á fjármálafyrirtækin. Tekið er fram að með þessu sé ekki verið að halda því fram að ábyrgð viðskiptaráðherra og Alþingis hafi engin verið. Skýrsluhöfundar átelja stjórnendur FME fyrir að setja mál ekki í formlegt ferli heldur treysta á að hægt væri að leysa úr þeim með óformlegum samskiptum við fjármálafyrirtæki. Eftirlitið hafi lokið tiltölulega fáum málum með formlegri beitingu valdheimilda, svo sem stjórnvaldssekta, dagsekta eða annarra úrræða. Í ljósi þeirra alvarlegu brota sem FME benti á í skýrslum sínum verður ekki annað séð en tilefni hafi verið til að grípa í mun fleiri tilvikum til slíkra úrræða, að mati rannsóknarnefndarinnar. Ekki verður skorti á heimildum kennt um aðgerðaleysi, enda bjó FME að sömu heimildum og sambærilegar eftirlitsstofnanir á nágrannalöndunum, segir í skýrslunni. Dæmi eru um að mál hafi verið lengi í óformlegum farvegi hjá eftirlitinu lengi, ýmist óhreyfð með öllu eða bréf hafi gengið á milli. Þetta hafði í för með sér að eftirlitsskyldir aðilar komust í sumum tilvikum upp með að færa stórar lánveitingar í bókhald sitt með ólöglegum hætti, í lengri eða skemmri tíma, segir í niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar. Mörg þessara brota hafi ekki verið hægt að líta á sem minni háttar brot. Það er að mati rannsóknarnefndarinnar „ótækir stjórnsýsluhættir", og gengur í bága við lögboðna málsmeðferð. Treystu á gölluð álagsprófFjármálaeftirlitið beitti álagsprófum ársfjórðungslega til að kanna hvort fjármálafyrirtæki væru í stakk búin að taka við áföllum án þess að eiginfjárhlutfallið fari niður fyrir lögboðið lágmark. Slík álagspróf voru gerð um mitt ár 2008. Allir bankarnir stóðust prófið. Í tilkynningu frá FME, dagsettri 14. ágúst 2008, segir: „Niðurstöður álagsprófsins sýna að eiginfjárstaða bankanna er sterk og getur þolað töluverð áföll." Einum og hálfum mánuði síðar voru viðskiptabankarnir þrír allir fallnir. Álagsprófin voru gagnrýnd fyrir að mæla ekki nægilega nákvæmlega styrkleika fjármálafyrirtækjanna. Þannig benti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á það bæði árið 2007 og 2008 að bæta þyrfti prófin. Þau gerðu bara ráð fyrir einföldu áfalli, ekki bylgju áfalla sem skollið gætu á bönkunum. Þrátt fyrir þetta höfðu niðurstöður úr prófunum mikil áhrif á starfsemi FME. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri eftirlitsins, hafi litið svo á að ekki væri hægt að grípa inn í starfsemi bankanna, eða krefja þá um að draga úr áhættu, þegar hlutlægir mælikvarðar í prófunum hafi verið í lagi. Rannsóknarnefndin tekur undir gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Nefndin gagnrýnir að í álagsprófunum hafi eingöngu verið horft til áhrifa á eigin bréfa fjármálafyrirtækjanna af lækkun hlutabréfaverðs. Ekki hafi verið tekið tillit til þess hversu viðkvæm fyrirtækin hafi verið fyrir gengi hlutabréfa vegna lána sem þau veittu með veði í hlutabréfum, auk framvirkra samninga um hlutabréf. „Áherslan á eiginfjárhlutfall bankanna við framkvæmd álagsprófa leiddi til þess að niðurstöður prófa Fjármálaeftirlitsins urðu verulega villandi síðustu tólf mánuðina fyrir fall bankanna," segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Öll opinber upplýsingagjöf litaðist af niðurstöðum álagsprófana, sem gáfu til kynna að bankarnir stæðu traustum fótum stuttu fyrir hrun. Það veitti að mati rannsóknarnefndarinnar falskt öryggi. brjann@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira