Jörð í Afríku Gerður Kristný skrifar 29. mars 2010 06:00 Mér var boðið í afmælisveislu til vinkonu minnar fyrir skömmu. Ekki vildi hún fá bók, geisladisk eða annað sem gaman hefði verið að velja og fá að pakka inn. Nei, hana langaði í geit eða jafnvel hænu. Sem betur fer ætlaðist hún ekki til að prúðbúnir gestirnir mættu til boðsins með kvikindin spriklandi undir arminum eða rækju hjörðina á undan sér inn í salinn, heldur var okkur bent á vef Hjálparstarfs kirkjunnar, www.gjofsemgefur.is. Þetta var í fyrsta skipti sem ég rak nefið þangað inn og ekki var að sökum að spyrja, gömul kaupgleði tók sig upp. Ég hafði ekki orðið hennar vör síðan löngu fyrir hrun þegar vafr inni á Amazon-vefnum var álitið saklaus iðja. Á www.gjofsemgefur.is er hægt að verja allt frá 1.300 kr. í svokallaðar sparhlóðir sem notaðar eru í Eþíópíu upp í 150.000 kr. til kaupa á brunni fyrir íbúa Malaví eða Mósambík. Úrvalið inni á vefnum er ekki aðeins ríkulegt heldur líka frumlegt. Þarna er til dæmis hægt að kaupa hreint vatn sem dugar 35 manns fyrir litlar 5.000 kr. og fyrir sömu upphæð býðst hin fullkomna fermingargjöf, að frelsa barn úr skuldaánauð. Fyrir 2.000 kr. fæst skóladót eða fræ og verkfæri til matjurtaræktar. Geit kostar 2.500 kr. og ég var ekki sein að fjárfesta í einni slíkri handa afmælisbarninu vinkonu minni. Síðan prentar maður út gjafakort eða fær Hjálparstofnun kirkjunnar til að gera það og senda í réttar hendur. Fleira býðst á fyrrnefndum vef en ég hef þegar nefnt og gaman er að telja upp, svo sem reiðhjól, kýr, verkfærakassi, sjúkrakassi, saumavél eða jafnvel heill kamar. Hver vill ekki kamar til dæmis í brúðargjöf og það þótt í Afríku sé og ekkert víst að maður komist nokkurn tímann í sömu sýslu, hvað þá að manni verði þá endilega mál? Kamar er alveg örugglega eitt af því sem sælla er að gefa en að verða að þiggja. Nú þegar fermingar- og sumargjafatíminn er runninn upp, og brúðkaupin bíða á bak við næsta hól, langar mig til að benda fólki á að kynna sér gjafabréfin á www.gjofsemgefur.is. Þar er hægt að sjá hvað raunverulega þarf til að lifa því sem hægt er að kalla mannsæmandi lífi. Oft snýst það nefnilega ekki um annað en að vera frjáls manneskja, hafa aðgang að vatni og eiga kannski geit og jafnvel líka hænu. Gleðilega páska! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Mér var boðið í afmælisveislu til vinkonu minnar fyrir skömmu. Ekki vildi hún fá bók, geisladisk eða annað sem gaman hefði verið að velja og fá að pakka inn. Nei, hana langaði í geit eða jafnvel hænu. Sem betur fer ætlaðist hún ekki til að prúðbúnir gestirnir mættu til boðsins með kvikindin spriklandi undir arminum eða rækju hjörðina á undan sér inn í salinn, heldur var okkur bent á vef Hjálparstarfs kirkjunnar, www.gjofsemgefur.is. Þetta var í fyrsta skipti sem ég rak nefið þangað inn og ekki var að sökum að spyrja, gömul kaupgleði tók sig upp. Ég hafði ekki orðið hennar vör síðan löngu fyrir hrun þegar vafr inni á Amazon-vefnum var álitið saklaus iðja. Á www.gjofsemgefur.is er hægt að verja allt frá 1.300 kr. í svokallaðar sparhlóðir sem notaðar eru í Eþíópíu upp í 150.000 kr. til kaupa á brunni fyrir íbúa Malaví eða Mósambík. Úrvalið inni á vefnum er ekki aðeins ríkulegt heldur líka frumlegt. Þarna er til dæmis hægt að kaupa hreint vatn sem dugar 35 manns fyrir litlar 5.000 kr. og fyrir sömu upphæð býðst hin fullkomna fermingargjöf, að frelsa barn úr skuldaánauð. Fyrir 2.000 kr. fæst skóladót eða fræ og verkfæri til matjurtaræktar. Geit kostar 2.500 kr. og ég var ekki sein að fjárfesta í einni slíkri handa afmælisbarninu vinkonu minni. Síðan prentar maður út gjafakort eða fær Hjálparstofnun kirkjunnar til að gera það og senda í réttar hendur. Fleira býðst á fyrrnefndum vef en ég hef þegar nefnt og gaman er að telja upp, svo sem reiðhjól, kýr, verkfærakassi, sjúkrakassi, saumavél eða jafnvel heill kamar. Hver vill ekki kamar til dæmis í brúðargjöf og það þótt í Afríku sé og ekkert víst að maður komist nokkurn tímann í sömu sýslu, hvað þá að manni verði þá endilega mál? Kamar er alveg örugglega eitt af því sem sælla er að gefa en að verða að þiggja. Nú þegar fermingar- og sumargjafatíminn er runninn upp, og brúðkaupin bíða á bak við næsta hól, langar mig til að benda fólki á að kynna sér gjafabréfin á www.gjofsemgefur.is. Þar er hægt að sjá hvað raunverulega þarf til að lifa því sem hægt er að kalla mannsæmandi lífi. Oft snýst það nefnilega ekki um annað en að vera frjáls manneskja, hafa aðgang að vatni og eiga kannski geit og jafnvel líka hænu. Gleðilega páska!
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun