Lífið

Hnémeiðsli á leiksýningu

ingi og husbands Sýningunni In the Beginning í Listasafni Reykjavík á fimmtudag hefur verið aflýst vegna hnémeiðsla Inga Hrafns.fréttablaðið/valli
ingi og husbands Sýningunni In the Beginning í Listasafni Reykjavík á fimmtudag hefur verið aflýst vegna hnémeiðsla Inga Hrafns.fréttablaðið/valli

Leikarinn Ingi Hrafn Hilmarsson hefur aflýst sýningu sinni In the Beginning sem átti að fara fram í Listasafni Reykjavíkur á fimmtudaginn. Ástæðan er sú að hann reif liðþófa á sýningunni á menningarnótt.

„Þetta gerðist í lokaatriðinu. Þetta er mjög líkamlegt leikverk með alls konar hoppum og snúningum og hnéð varð eftir í einum snúningnum,“ segir Ingi Hrafn. Englendingurinn Kane Husbands, sem var með honum í Rose Bruford-leiklistarskólanum í London, leikur einnig í sýningunni, sem er lokaverkefni Inga úr skólanum og fjallar um sköpun mannsins.

Þrátt fyrir óhappið hélt Ingi áfram og kláraði sýninguna haltrandi. Honum þykir mjög leitt að geta ekki sýnt á fimmtudaginn, enda voru margir búnir að panta miða. „Við náðum tveimur góðum sýningum af þremur, sem ég er mjög ánægður með. Ég er þakklátur öllum þeim sem komu og stóðu að sýningunni með okkur.“

Ingi telur að óhappið tengist fótboltameiðslum sem hann varð fyrir er hann spilaði í yngri flokkunum með Breiðabliki. Þá sleit hann krossbönd í hné. „Ég var kantmaður og senter í Blikum og er stoltur Bliki,“ segir hann og bíður nú eftir að komast í aðgerð næsta fimmtudag.

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.