Fótbolti

Rooney: Ánægður með formið og frammistöðuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney og Sir Alex Ferguson.
Wayne Rooney og Sir Alex Ferguson. Mynd/AP
Wayne Rooney, framherji Manchester United, var sáttur eftir 1-1 jafntefli á móti Valencia í Meistaradeildinni í gær en með því tryggði United sér sigur í sínum riðli. Rooney náði ekki að skora í leiknum en átti marga góða spretti og flottar sendingar.

„Við vissum hvað við þurfum að gera og það var að ná úrslitunum sem tryggðu okkur sigurinn í riðlinu. Mér fannst Valencia komast yfir gegn gangi leiksins," sagði Wayne Rooney í viðltali við Sky Sports.

„Við vorum betri í seinni hálfleik og náðum að jafna. Síðustu 10 mínúturnar reyndu síðan á taugarnar en við gerðum vel í að halda jafnteflinu og tryggja okkur fyrsta sætið í riðlinum," sagði Rooney.

Wayne Rooney á ferðinni í leiknum í gær.Mynd/AP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hrósaði Rooney fyrir frammistöðuna eftir leikinn og leikmaðurinn sjálfur var líka sáttur.

„Ég þarf að vera skarpari í kringum vítateiginn og fyrir framan markið en heilt yfir þá er ég ánægður með bæði formið og eigin frammistöðu í þessum leik," sagði Rooney sem átti meðal annars sláarskot í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×