Fótbolti

Bröndby vill losna strax við Stefán Gíslason

Hörður Magnússon skrifar
Stefán Gíslason.
Stefán Gíslason. Mynd/AP
Danska úrvalsdeildarfélagið Bröndby í knattspyrnu vill losna við landsliðsmanninn Stefán Gíslason strax og hefur sent leikmanninum bréf þess efnis.

Þetta staðfestir Stefán í samtali við danska Ekstra blaðið í dag. Stefán er með rúmar fjórar milljónir króna á mánuði en hefur ekkert leikið með Brondby í marga mánuði.

Bröndby hefur ekki tekist að selja Stefán en leikmaðurinn vill komast frá félaginu. Stefán vonast eftir friðsamlegum skilnaði en talið er að Bröndby hafi boðið honum starfslokasamning.

Stefán hefur þó öll tromp á hendi því samningur hans við Bröndby er til júní árið 2012. Umboðsmaður Stefáns, Arnór Guðjohnsen hefur ekki enn verið kallaður til fundar við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×