Bíó og sjónvarp

Dagur Kári vinnur rúma milljón í verðlaun

Dagur Kári spókar sig í bílnum sem var áberandi í síðustu mynd hans, Voksne mænnesker.
Dagur Kári spókar sig í bílnum sem var áberandi í síðustu mynd hans, Voksne mænnesker.

The Good Heart, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, fékk áhorfendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Kraká.

Kvikmyndahátíðin í Kraká er aðeins tveggja ára gömul en hefur strax náð nokkurri hylli kvikmyndaheimsins. Ástæðan er einföld, sigurmyndin hlýtur hundrað þúsund dollara verðlaun, sem þykir vænn biti. Hátíðinni lauk á sunnudag og var það myndin Protector eftir Marek Najbrt sem vann aðalverðlaunin.

Að auki hljóta leikstjóri og dreifingaraðilar myndarinnar sem fær áhorfendaverðlaun tíu þúsund dollara verðlaun hvor.

Þessi glaðningur og meðbyrinn frá Kraká er væntanlega kærkominn fyrir Dag Kára og framleiðendurna Skúla Malmquist og Þóri Sigurjónsson þar sem The Good Heart verður frumsýnd í Bandaríkjunum nú um helgina.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.