Erlent

Ótti í sendiráði Danmerkur

Rannsókn Sérfræðingur ítölsku herlögreglunnar myndar sendiráð Sviss þar sem sprengja sprakk á aðfangadag.
Fréttablaðið/AP
Rannsókn Sérfræðingur ítölsku herlögreglunnar myndar sendiráð Sviss þar sem sprengja sprakk á aðfangadag. Fréttablaðið/AP

Sprengja var send með pósti til gríska sendiráðsins í Róm í gær. Starfsmenn sendiráðsins fundu sprengjuna áður en hún sprakk. Tveir slösuðust á aðfangadag þegar sams konar sprengjur sprungu í sendiráðum Síle og Sviss í Róm.

Óttast var í gær að sprengjur hefðu verið sendar sendiráðum Danmerkur, Venesúela og Mónakó, en pakkar sem þóttu grunsamlegir reyndust hættulausir.

Ítölsk samtök anarkista sem kalla sig Óformlega anarkistasambandið hafa lýst ábyrgð á sprengjunum sem sprungu á aðfangadag á hendur sér. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×