Erlent

Arftaki Kim Jong-Il líklega kynntur

Landsfundarfulltrúar hittast í Pjongjang Þrjátíu ár eru liðin frá síðasta landsþingi Kommúnistaflokksins. fréttablaðið/AP
Landsfundarfulltrúar hittast í Pjongjang Þrjátíu ár eru liðin frá síðasta landsþingi Kommúnistaflokksins. fréttablaðið/AP

Félagar í Kommúnistaflokki Norður-Kóreu komu saman í gær í höfuðborginni Pjongjang til að undirbúa landsþing flokksins, sem hefst í dag. Almennt er reiknað með að Kim Jong-Il, leiðtogi flokksins, muni kynna þar yngsta son sinn, Kim Jong Un, sem arftaka sinn.

Kim er talinn þjást af ýmiss konar kvillum. Hann hafi nýlega veikst alvarlega og þótt hann hafi náð sér á strik eftir það sé nauðsynlegt að fara að huga að arftaka hans og búa þjóðina undir mannaskiptin.

Kommúnistaflokkur Norður-Kóreu hefur að venju fátt látið uppi um áform sín, þannig að í sjálfu sér er ekki vitað hvort Kim hyggst kynna arftaka sinn eða hver hann verður.

Landsþing Kommúnistaflokksins hefur hins vegar ekki verið kallað saman síðan 1980, þegar Kim var sjálfur fyrst kynntur til sögunnar sem arftaki föður síns, Kim Il-sung. Hann tók þó ekki við völdum fyrr en faðir hans lést árið 1994.

Sumir sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu telja hugsanlegt að Kim Kyong Hui, systir núverandi leiðtoga, verði fengin til að vera bróðursyni sínum innanhandar þangað til hann tekur við.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×