Góðir Íslendingar: fjórar stjörnur 26. janúar 2010 04:30 Jón Atli Jónasson í hlutverki sínu í leikritinu Góðir Íslendingar. Sýningin fær afbragðsgóða dóma. Leikhús **** Góðir Íslendingar Eftir Jón Pál Eyjólfsson, Jón Atla Jónasson og Hall IngólfssonLeikarar: Jón Atli Jónasson, Halldóra Geirharðsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Jón Páll Eyjólfsson, Hallur Ingólfsson Myndband: Mindgroup Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir og leikhópurinn Búningar: Stefanía Adolfsdóttir og leikhópurinn Leikstjórn: Mindgroup (Jón Atli, Jón Páll og Hallur) Frumsýning á föstudegi í Borgarleikhúsinu. Úti vindhviður og rigningarskúrir og hver hviða með sína stefnu. Innandyra flögruðu sjálfhverfar frásagnir eins og lottókúlur í tilheyrandi blástursbúri.Enn einu sinni tekst þeim að reka oní landann sem kjaftstopp tekur á móti frösum, kækjum og klisjum úr sínum eigin orðaforða. Höfundarnir þrír hafa markað sér alveg ákveðið strangt form og fylgja því fast eftir. Formið er bæði í innri gerð verksins sem og í umbúðum þess og útfærslu. Sjö einstaklingar eru saman í búri búnu til úr neti, bæði hænsnaneti og fiskineti og kannski interneti ef því er að skipta. Meðan leikurinn fer fram skiptast á myndskeið á sjónvarpsskjáum í bakgrunninum. Sömu myndir á mörgum skjáum eins og mannskapurinn sé í raun í Elko á laugardegi, þó að uppákoman hefði eins getað átt sér stað í einhverjum heitum potti sundlauganna, en er í sjálfu sér bara inni í hugskotum vorum. Samanber nafn leikflokksins. Samskipti þessara einstaklinga eru í raun og veru engin, þó orðaskiptin flæði fram eins og krækjur eftir eintal hvers og eins. Hver einstaklingur eða týpa stendur eins og fulltrúi ákveðinnar manngerðar eða hugmyndar um manngerð sem fyllir mengið Íslendingar samtímans. Vaðandi gluggaumslög upp í klof, gónandi á innihaldsleysi sjónvarpsauglýsinga bornar fram með nýja eintóna framburðinum birtast þessar persónur sem út og suður segja sína sögu án þess að í henni sé nokkur kjarni, nokkurt eiginlegt upphaf og alls ekki niðurstaða. Samtölin sem eru í raun ekki samtöl heldur sjálfhverfar einræður skarast þó eins og keðjusöngur en þetta samskiptaform er vonlaust. Niðurstaðan var því einhvern veginn sú að þetta fólk væri algerlega vonlaust, nema af því að fólkið var geymt í búri sem verndaði það frá heiminum. Höfundarnir sem voru með í leiknum viðhöfðu svokallaðan „non acting" eða ekki leikandi leik, sem í sjálfu sér er ein tegund leiks eða stílfærslu í leikrænni tjáningu. Hallur Ingólfsson fór með hlutverk fulltrúa sem við öll þekkjum svo mæta vel hvort heldur er úr pólitíkinni eða bara úr síðustu fermingarveislu. Hann vissi allt um okkur sem við vissum ekki. Frásögnin um hundinn Sí Sí sem verkið hefst á gefur tóninn um hvers við megum vænta. Hver saga fjallaði í raun um okkur sjálf, smellið form sem einnig var viðhaft hjá þekktum spámönnum í Palestínu fyrir tvö þúsund árum. Mjög öflugur frásagnarmáti. Allar þær litlu sögur sem sagðar eru, hvort heldur þær fjalla um hárgreiðsluferðalag ungrar konu sem Dóra Jóhannsdóttir léði líf af snilld þar sem forheimskan og tómhyggjan glumdi úr henni, voru í raun um sama hlutinn. Og eins botnaði túlkun Bergs Þórs Ingólfssonar á gigtveika manninum sem dýrkaði Taíland í þekktri stærð úr samtímanum. Maðurinn var hvorki vondur né illa meinandi, bara skertur af heilaþvætti fordómanna sem með sínum demonska krafti hefur skapað hans sannleika. Í túlkun sinni kitlaði Bergur svo hláturtaugar áhorfenda að bekkir skulfu og þar með salurinn í heild sinni. Það er ekki rétt að þakka honum einum fyrir gusurnar sem liðuðust eins og bylgjur yfir salinn. Halldór Gylfason í sínu ámátlega hlutverki venjulega gæjans átti líka sína spretti sem og þeir Jón Páll og Jón Atli. Að ógleymdri Halldóru Geirharðsdóttur í hlutverki 2007-konunnar eða hvað maður á nú að kalla svona jeppadís með heimssýn eins og úr röri. Leikmyndin sem hópurinn sjálfur á heiðurinn af er jafn stór hluti af listaverkinu og það handrit sem liggur til grundvallar. Það er eins og allar greinar leikhúslistarinnar nái hér jafnvægi, bæði lýsingin og tónlistin í þessum keðjusöng sem ætti nú að orka sem blaut tuska í andlit margra því það er akkúrat ekki boðið upp á neina breytingu né von um breytingu, byltingu, lausn eða andlegt flug meðan einstaklingarnir eru eins og fiskar í kringlóttu fiskabúri bryðjandi eitthvert sefjandi rítalín. Þetta er hressilegri og hollari sýning en sést hefur lengi, að vísu aðeins í lengri kantinum þar sem ekki var hlé. Ef Íslendingar eru jafn vitlausir og þeir birtast í þessu verki, þá er okkur óhætt að baða okkur bara í dæet kók og smæla framan í heiminn eins og hingað til, en sé einhver von þá er kaldhæðin og beitt ádeila af þessu tagi það eina sem getur hjálpað okkur til þess að við förum að hugsa og gera eitthvað. Það er óhætt að segja að sýningin, með undirliggjandi svari við spurningunni Hver fann upp kokteilsósuna, létti af manni fargi. Mjög gaman! Elísabet Brekkan Niðurstaða: Ein hressilegasta og hollasta sýning sem sést hefur lengi. Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús **** Góðir Íslendingar Eftir Jón Pál Eyjólfsson, Jón Atla Jónasson og Hall IngólfssonLeikarar: Jón Atli Jónasson, Halldóra Geirharðsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Jón Páll Eyjólfsson, Hallur Ingólfsson Myndband: Mindgroup Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir og leikhópurinn Búningar: Stefanía Adolfsdóttir og leikhópurinn Leikstjórn: Mindgroup (Jón Atli, Jón Páll og Hallur) Frumsýning á föstudegi í Borgarleikhúsinu. Úti vindhviður og rigningarskúrir og hver hviða með sína stefnu. Innandyra flögruðu sjálfhverfar frásagnir eins og lottókúlur í tilheyrandi blástursbúri.Enn einu sinni tekst þeim að reka oní landann sem kjaftstopp tekur á móti frösum, kækjum og klisjum úr sínum eigin orðaforða. Höfundarnir þrír hafa markað sér alveg ákveðið strangt form og fylgja því fast eftir. Formið er bæði í innri gerð verksins sem og í umbúðum þess og útfærslu. Sjö einstaklingar eru saman í búri búnu til úr neti, bæði hænsnaneti og fiskineti og kannski interneti ef því er að skipta. Meðan leikurinn fer fram skiptast á myndskeið á sjónvarpsskjáum í bakgrunninum. Sömu myndir á mörgum skjáum eins og mannskapurinn sé í raun í Elko á laugardegi, þó að uppákoman hefði eins getað átt sér stað í einhverjum heitum potti sundlauganna, en er í sjálfu sér bara inni í hugskotum vorum. Samanber nafn leikflokksins. Samskipti þessara einstaklinga eru í raun og veru engin, þó orðaskiptin flæði fram eins og krækjur eftir eintal hvers og eins. Hver einstaklingur eða týpa stendur eins og fulltrúi ákveðinnar manngerðar eða hugmyndar um manngerð sem fyllir mengið Íslendingar samtímans. Vaðandi gluggaumslög upp í klof, gónandi á innihaldsleysi sjónvarpsauglýsinga bornar fram með nýja eintóna framburðinum birtast þessar persónur sem út og suður segja sína sögu án þess að í henni sé nokkur kjarni, nokkurt eiginlegt upphaf og alls ekki niðurstaða. Samtölin sem eru í raun ekki samtöl heldur sjálfhverfar einræður skarast þó eins og keðjusöngur en þetta samskiptaform er vonlaust. Niðurstaðan var því einhvern veginn sú að þetta fólk væri algerlega vonlaust, nema af því að fólkið var geymt í búri sem verndaði það frá heiminum. Höfundarnir sem voru með í leiknum viðhöfðu svokallaðan „non acting" eða ekki leikandi leik, sem í sjálfu sér er ein tegund leiks eða stílfærslu í leikrænni tjáningu. Hallur Ingólfsson fór með hlutverk fulltrúa sem við öll þekkjum svo mæta vel hvort heldur er úr pólitíkinni eða bara úr síðustu fermingarveislu. Hann vissi allt um okkur sem við vissum ekki. Frásögnin um hundinn Sí Sí sem verkið hefst á gefur tóninn um hvers við megum vænta. Hver saga fjallaði í raun um okkur sjálf, smellið form sem einnig var viðhaft hjá þekktum spámönnum í Palestínu fyrir tvö þúsund árum. Mjög öflugur frásagnarmáti. Allar þær litlu sögur sem sagðar eru, hvort heldur þær fjalla um hárgreiðsluferðalag ungrar konu sem Dóra Jóhannsdóttir léði líf af snilld þar sem forheimskan og tómhyggjan glumdi úr henni, voru í raun um sama hlutinn. Og eins botnaði túlkun Bergs Þórs Ingólfssonar á gigtveika manninum sem dýrkaði Taíland í þekktri stærð úr samtímanum. Maðurinn var hvorki vondur né illa meinandi, bara skertur af heilaþvætti fordómanna sem með sínum demonska krafti hefur skapað hans sannleika. Í túlkun sinni kitlaði Bergur svo hláturtaugar áhorfenda að bekkir skulfu og þar með salurinn í heild sinni. Það er ekki rétt að þakka honum einum fyrir gusurnar sem liðuðust eins og bylgjur yfir salinn. Halldór Gylfason í sínu ámátlega hlutverki venjulega gæjans átti líka sína spretti sem og þeir Jón Páll og Jón Atli. Að ógleymdri Halldóru Geirharðsdóttur í hlutverki 2007-konunnar eða hvað maður á nú að kalla svona jeppadís með heimssýn eins og úr röri. Leikmyndin sem hópurinn sjálfur á heiðurinn af er jafn stór hluti af listaverkinu og það handrit sem liggur til grundvallar. Það er eins og allar greinar leikhúslistarinnar nái hér jafnvægi, bæði lýsingin og tónlistin í þessum keðjusöng sem ætti nú að orka sem blaut tuska í andlit margra því það er akkúrat ekki boðið upp á neina breytingu né von um breytingu, byltingu, lausn eða andlegt flug meðan einstaklingarnir eru eins og fiskar í kringlóttu fiskabúri bryðjandi eitthvert sefjandi rítalín. Þetta er hressilegri og hollari sýning en sést hefur lengi, að vísu aðeins í lengri kantinum þar sem ekki var hlé. Ef Íslendingar eru jafn vitlausir og þeir birtast í þessu verki, þá er okkur óhætt að baða okkur bara í dæet kók og smæla framan í heiminn eins og hingað til, en sé einhver von þá er kaldhæðin og beitt ádeila af þessu tagi það eina sem getur hjálpað okkur til þess að við förum að hugsa og gera eitthvað. Það er óhætt að segja að sýningin, með undirliggjandi svari við spurningunni Hver fann upp kokteilsósuna, létti af manni fargi. Mjög gaman! Elísabet Brekkan Niðurstaða: Ein hressilegasta og hollasta sýning sem sést hefur lengi.
Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira