Innlent

Stærsta laxi sumarsins var sleppt

Geir Gunnarsson Þessi risafiskur fékk líf eftir stutta viðkomu á bakka Laxár í Aðaldal í gær.
Geir Gunnarsson Þessi risafiskur fékk líf eftir stutta viðkomu á bakka Laxár í Aðaldal í gær.

„Hann var eins og fallegt, feitt konulæri,“ segir Geir Gunnarsson, forstjóri Honda-umboðsins, sem í gær veiddi stærsta lax sumarins, 110 sentimetra langan og 51 sentimetra að ummáli.

Risalaxinn veiddi Geir í Kirkjuhólmakvísl í Laxá í Aðaldal. Stærsti lax sem Geir hefur áður veitt er 24,5 pund. Samkvæmt kvarða Veiðimálastofnunar vó fiskurinn sem Geir veiddi í gær ríflega 26 pund.

„Ég hélt að ég væri búinn að fá minn stærsta fisk en nú bætti ég um betur,“ segir Geir, sem veiddi stórlaxinn í gær þegar aðeins var eftir um klukkustund af veiðitímanum.

„Ég gaf engan séns heldur tók mjög stíft á laxinum og var ekki nema tuttugu mínútur að landa honum. Það var mikill léttir að laxinn skyldi ekki drepast og hann synti aftur á sína heimaslóð,“ segir Geir sem kveður Laxá hafa lifnað mikið við á síðustu þremur árum.

„Það er gott að vita til þess að drottning laxveiðiánna er að vakna aftur.“ - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×