Innlent

Útboð vegna bólusetningar við eyrnabólgu

álfheiður ingadóttir
álfheiður ingadóttir

Stefnt er að því að útboð vegna bólusetningar allra ungbarna gegn pneumókokkasýkingum verði auglýst ekki síðar en 29. ágúst næstkomandi.

Heilbrigðisráðuneytið áformar að hefja bólusetningarnar 1. apríl á næsta ári.

Ráðgert er að að öll börn sem fæðast árið 2011 verði bólusett.

Áætlaður kostnaður vegna bólusetninganna er á bilinu 100 til 140 milljónir króna á ári.

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segir að við bólusetningu af þessu tagi dragi strax úr eyrnabólgum og notkun sýklalyfja minnki. Helmingur af sýklalyfjanotkun á Íslandi sé af völdum eyrnabólgu og lungnabólgu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×