Enski boltinn

Guðjón Þórðarson: Ég kaupi það ekki að Eiður sé ekki „fitt“

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Guðjón Þórðarson var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær þar sem hann ræddi m.a. um Eið Smára og Stoke City. Guðjón, sem var knattspyrnustjóri hjá Stoke á sínum tíma setur spurningamerki við ýmsar ákvarðanir Tony Pulis sem hefur "fryst" Eið Smára á varamannabekknum frá því hann kom til liðsins í haust. Viðtalið við Guðjón má sjá í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

Tony (Pulis) er mjög sérstakur náungi. Ég veit ekki hvort þetta er tilviljun með Eið Smára en hann (Pulis) hefur farið illa með margan íslenskann leikmanninn. Eiður er ekki sá fyrsti sem lendir í því. Þeir hafa gert grín að Eiði Smára, að hann hafi ekki staðið undir væntingum og ekki skilað því sem hann átti að skila. Hann hefur ekki náð að heilla þá hvernig sem hann hefur reynt. Það sem er alvarlegast í þessu eru þær afsakanir sem hafa verið notaðar gegn Eiði Smára. Ef fitnessþjálfara Stoke eru ekki betri en það að þeir eru ekki búnir að koma Eiði í form á fjórum mánuðum þá þurfa þeir eitthvað að skoða hvernig þeir vinna. Ég kaupi það ekki að Eiður sé ekki „fitt". Það er eitthvað þarna undir niðri," sagði Guðjón Þórðarson m.a. í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×