Ráðherrar fái leyfi frá þingstörfum Valgerður Bjarnadóttir skrifar 7. september 2010 06:00 Fyrr í sumar samþykkti flokksstjórn Samfylkingarinnar tillögu þess efnis að ráðherrar Samfylkingarinnar vikju af þingi og kölluðu inn fyrir sig varamenn. Svolítil umræða varð um þetta – í Fréttablaðinu að minnsta kosti – og minnist ég leiðara Ólafs Stephensen og greinar Þorsteins Pálssonar. Báðir gátu þeir þess að Siv Friðleifsdóttir hefur ítrekað flutt á Alþingi tillögu til breytingar á stjórnarskránni um slíkan aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Báðir sögðu þeir líka réttilega að lög heimila ráðherrum ekki að segja tímabundið af sér þingmennsku. Sú sem þetta skrifar var satt að segja svolítið fúl yfir því að hvorugur þeirra gat frumvarps sem lagt var fram á Alþingi sl. vor og hún er fyrsti flutningsmaður að, en við vorum 19 sem fluttum frumvarpið. – Þó er ekki við neinn að sakast í þeim efnum, nema hana sjálfa því ljóst er að hún hefur ekki haldið málinu nógsamlega á lofti. Með frumvarpinu er lagt til að þingmaður sem tekur við ráðherraembætti geti látið af þingstörfum þegar leiðin liggur í stjórnarráðið og horfið aftur til þingstarfa á kjörtímabilinu ef breytingar verða á ríkisstjórninni eða öðrum hans högum. Vafasamt er að hægt sé að banna þingmanni að gegna ráðherrastörfum nema að það sé gert í stjórnarskrá. Þess vegna er lagt til að ráðherrafólk ráði þessu sjálft og geti ef þau svo kjósa tekið sér leyfi frá þingstörfum. Kannski má kalla þetta biðleik þangað til ákvæðið verður vonandi fest í stjórnarskrá. – Verði ákvæðið ekki fest í stjórnarskrá stæði þetta þó ennþá þeim til boða sem telja að þetta sé hið eðlilega fyrirkomulag. Það er aldeilis ekki ný hugmynd að betri aðskilnaður milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds sé af hinu góða. Fylgi mitt við hugmyndina hefur styrkst á því rúma ári sem ég hef setið í þingflokki þar sem fimmtungur þingmannanna eru ráðherrar. Vald ráherranna er mikið í þingflokknum og get ég rétt ímyndað mér áhrif framkvæmdarvaldshafanna þar sem hlutfall þeirra er hærra í þingflokki. Þetta er ekki vegna þess að ráðherrarnir séu bullur sem vaða yfir samflokksmenn. Það er ekki nema eðlilegt að ráðherrar leggi mikla áherslu á að ná fram sem mestu í þeim málflokki sem þeir eru ábyrgir fyrir. Þess vegna er einmitt nauðsynlegt að hafa meiri fjarlægð milli framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins. Um árabil hefur verið gagnrýnt að Alþingi sé ekki annað en afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnina. Nokkuð er til í því. Þessu á auðvitað að vera öfugt farið. Framkvæmdarvaldið á að starfa innan þess ramma sem löggjafinn ákveður. Auðvitað finna íhaldsmenn allra flokka einhverja ástæðu til að samþykkja tillöguna ekki. Sumir eru einfaldlega á móti slíkri breytingu, það er gott og blessað. Sumir segja að styrkur stjórnarflokka muni aukast. Það er ekki rétt. Styrkur stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi ræðst af atkvæðum. Atkvæði stjórnarflokka verða jafn mörg eftir sem áður. Sumir segja að þetta sé ekki rétti tíminn til að gera breytingar af þessu tagi. – Það segja íhaldsmenn alltaf. Hallærislegast er samt þegar sagt er að breyta þurfi sætaskipan í þingsalnum eða að þingsalurinn sé of lítill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fyrr í sumar samþykkti flokksstjórn Samfylkingarinnar tillögu þess efnis að ráðherrar Samfylkingarinnar vikju af þingi og kölluðu inn fyrir sig varamenn. Svolítil umræða varð um þetta – í Fréttablaðinu að minnsta kosti – og minnist ég leiðara Ólafs Stephensen og greinar Þorsteins Pálssonar. Báðir gátu þeir þess að Siv Friðleifsdóttir hefur ítrekað flutt á Alþingi tillögu til breytingar á stjórnarskránni um slíkan aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Báðir sögðu þeir líka réttilega að lög heimila ráðherrum ekki að segja tímabundið af sér þingmennsku. Sú sem þetta skrifar var satt að segja svolítið fúl yfir því að hvorugur þeirra gat frumvarps sem lagt var fram á Alþingi sl. vor og hún er fyrsti flutningsmaður að, en við vorum 19 sem fluttum frumvarpið. – Þó er ekki við neinn að sakast í þeim efnum, nema hana sjálfa því ljóst er að hún hefur ekki haldið málinu nógsamlega á lofti. Með frumvarpinu er lagt til að þingmaður sem tekur við ráðherraembætti geti látið af þingstörfum þegar leiðin liggur í stjórnarráðið og horfið aftur til þingstarfa á kjörtímabilinu ef breytingar verða á ríkisstjórninni eða öðrum hans högum. Vafasamt er að hægt sé að banna þingmanni að gegna ráðherrastörfum nema að það sé gert í stjórnarskrá. Þess vegna er lagt til að ráðherrafólk ráði þessu sjálft og geti ef þau svo kjósa tekið sér leyfi frá þingstörfum. Kannski má kalla þetta biðleik þangað til ákvæðið verður vonandi fest í stjórnarskrá. – Verði ákvæðið ekki fest í stjórnarskrá stæði þetta þó ennþá þeim til boða sem telja að þetta sé hið eðlilega fyrirkomulag. Það er aldeilis ekki ný hugmynd að betri aðskilnaður milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds sé af hinu góða. Fylgi mitt við hugmyndina hefur styrkst á því rúma ári sem ég hef setið í þingflokki þar sem fimmtungur þingmannanna eru ráðherrar. Vald ráherranna er mikið í þingflokknum og get ég rétt ímyndað mér áhrif framkvæmdarvaldshafanna þar sem hlutfall þeirra er hærra í þingflokki. Þetta er ekki vegna þess að ráðherrarnir séu bullur sem vaða yfir samflokksmenn. Það er ekki nema eðlilegt að ráðherrar leggi mikla áherslu á að ná fram sem mestu í þeim málflokki sem þeir eru ábyrgir fyrir. Þess vegna er einmitt nauðsynlegt að hafa meiri fjarlægð milli framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins. Um árabil hefur verið gagnrýnt að Alþingi sé ekki annað en afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnina. Nokkuð er til í því. Þessu á auðvitað að vera öfugt farið. Framkvæmdarvaldið á að starfa innan þess ramma sem löggjafinn ákveður. Auðvitað finna íhaldsmenn allra flokka einhverja ástæðu til að samþykkja tillöguna ekki. Sumir eru einfaldlega á móti slíkri breytingu, það er gott og blessað. Sumir segja að styrkur stjórnarflokka muni aukast. Það er ekki rétt. Styrkur stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi ræðst af atkvæðum. Atkvæði stjórnarflokka verða jafn mörg eftir sem áður. Sumir segja að þetta sé ekki rétti tíminn til að gera breytingar af þessu tagi. – Það segja íhaldsmenn alltaf. Hallærislegast er samt þegar sagt er að breyta þurfi sætaskipan í þingsalnum eða að þingsalurinn sé of lítill.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun