Hvorki meira né minna Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 26. október 2010 10:55 Einhverja merkilegustu sögulegu atburði á Íslandi minnist ég ekki að hafa lært eða lesið um í skólabókum. Kannski er það bara gleymska eins og með margt sem á að lærast í skólum, en ég man allavega ekki eftir því að mikið hafi verið gert úr sögulegum atburðum eins og kvennafrídeginum árið 1975, kjöri Vigdísar Finnbogadóttur árið 1980 og kvennaframboðunum nokkru síðar. Um þetta lærði ég annars staðar. Þetta voru atburðir sem áttu sér stað áður en ég fæddist en hafa skipt sköpum í öllu mínu lífi. Skólinn hefði átt að upplýsa mig og allar hinar stelpurnar og strákana líka um mikilvægi þessara atburða. Í gær minntist ég nefnilega þeirra kvenna sem þorðu að standa upp og ryðja þar með brautina fyrir okkur hinar. Ég veit að margt af því sem telst sjálfsagt í dag var allt annað en það fyrir ekki svo mörgum árum síðan. Ég veit að ástæða þess hversu langt við höfum náð í jafnréttismálum er þrotlaus barátta - ekkert hefur verið afhent á silfurfati. Af því að ég veit þetta verð ég ekki bara pirruð, heldur eiginlega sár, þegar ég heyri konur tala í þá veru að konur eigi ekki að velta sér upp úr því að þeim sé mismunað, eða það sé konum ekki til framdráttar að leita skýringa á mismunun í samfélaginu. Og þegar því er haldið fram að kvennafrídagur í dag sé tímaskekkja, konur vilji forréttindi ekki jafnrétti og svo framvegis langar mig að öskra á viðkomandi. Sem betur fer sameinast konur úr öllum áttum og öllum stéttum enn á þessum degi þó með undantekningum sé. Konur sem hafa ólíkar stjórnmálaskoðanir og ólíkar skoðanir á jafnréttisbaráttunni. Kvennafrídagurinn er frábært dæmi um samstöðu og það að konur eru eftir allt saman konum bestar. Þetta með forréttindi kvenna hélt ég að væri nýtt af nálinni, en svo er auðvitað ekki. Í ræðu Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur á kvennafrídeginum upphaflega kemur nefnilega fram að svipað viðhorf mætti konum þá, að þær vildu svipta karla öllum völdum. Og það sem barist var fyrir þá myndum við ekki láta okkur detta í hug að nefna forréttindi í dag. En það sem hún sagði þá gildir líka í dag: "Ekkert er fjær okkur en kúga karla. Við viljum jafnrétti. Hvorki meira né minna." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Einhverja merkilegustu sögulegu atburði á Íslandi minnist ég ekki að hafa lært eða lesið um í skólabókum. Kannski er það bara gleymska eins og með margt sem á að lærast í skólum, en ég man allavega ekki eftir því að mikið hafi verið gert úr sögulegum atburðum eins og kvennafrídeginum árið 1975, kjöri Vigdísar Finnbogadóttur árið 1980 og kvennaframboðunum nokkru síðar. Um þetta lærði ég annars staðar. Þetta voru atburðir sem áttu sér stað áður en ég fæddist en hafa skipt sköpum í öllu mínu lífi. Skólinn hefði átt að upplýsa mig og allar hinar stelpurnar og strákana líka um mikilvægi þessara atburða. Í gær minntist ég nefnilega þeirra kvenna sem þorðu að standa upp og ryðja þar með brautina fyrir okkur hinar. Ég veit að margt af því sem telst sjálfsagt í dag var allt annað en það fyrir ekki svo mörgum árum síðan. Ég veit að ástæða þess hversu langt við höfum náð í jafnréttismálum er þrotlaus barátta - ekkert hefur verið afhent á silfurfati. Af því að ég veit þetta verð ég ekki bara pirruð, heldur eiginlega sár, þegar ég heyri konur tala í þá veru að konur eigi ekki að velta sér upp úr því að þeim sé mismunað, eða það sé konum ekki til framdráttar að leita skýringa á mismunun í samfélaginu. Og þegar því er haldið fram að kvennafrídagur í dag sé tímaskekkja, konur vilji forréttindi ekki jafnrétti og svo framvegis langar mig að öskra á viðkomandi. Sem betur fer sameinast konur úr öllum áttum og öllum stéttum enn á þessum degi þó með undantekningum sé. Konur sem hafa ólíkar stjórnmálaskoðanir og ólíkar skoðanir á jafnréttisbaráttunni. Kvennafrídagurinn er frábært dæmi um samstöðu og það að konur eru eftir allt saman konum bestar. Þetta með forréttindi kvenna hélt ég að væri nýtt af nálinni, en svo er auðvitað ekki. Í ræðu Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur á kvennafrídeginum upphaflega kemur nefnilega fram að svipað viðhorf mætti konum þá, að þær vildu svipta karla öllum völdum. Og það sem barist var fyrir þá myndum við ekki láta okkur detta í hug að nefna forréttindi í dag. En það sem hún sagði þá gildir líka í dag: "Ekkert er fjær okkur en kúga karla. Við viljum jafnrétti. Hvorki meira né minna."