Millifærði hundrað milljónir daginn eftir beiðni um kyrrsetningu Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. júlí 2010 18:21 Jón Ásgeir Jóhannesson millifærði 585 þúsund pund, jafnvirði rúmlega hundrað milljónum króna, af einkareikningi sínum daginn eftir að slitastjórn Glitnis lagði fram kröfu um frystingu eigna hans. Jón Ásgeir hefur nú þegar greitt slitastjórn Glitnis tæplega tvo milljarða króna í tengslum við uppgjör á láni vegna skíðaskála í Frakklandi. Héraðsdómstóll Lundúnaborgar tók í gær fyrir kröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar en hann krafðist þess að kröfu Glitnis banka um frystingu eigna hans á heimsvísu yrði vísað frá. Dómarinn í málinu féllst ekki á það og féllst jafnframt á það mat slitastjórnarinnar að hann hafi leynt eignum sínum, en í skjali sem Jón Ásgeir lagði fram fyrir dómstólnum sagði hann eigur sínar samtals einnar milljónar punda virði. Dómaranum fannst hæpið að eigur Jóns Ásgeirs hefðu rýrnað jafn mikið á skömmum tíma, en lögð voru fram skjöl sem sýndu að neysla hans hefði verið að meðaltali 55-60 milljónir króna á mánuði á sjö ára tímabili, árin 2001-2008. „There is something unreal about this" sagði dómarinn, eða í lauslegri þýðingu: „Það er eitthvað óraunverulegt við þetta," að því er greint var frá í breska dagblaðinu The Telegraph. Dómaranum fannst ótrúverðugt að svona mikil eyðsla skilaði sér ekki í neinum eignum. Lisa Kavanagh, talsmaður slitastjórnar Glitnis í Lundúnum, sagði í samtali við fréttastofu að dómarinn hefði m.a komist að þeirri niðurstöðu að hafna kröfum Jóns Ásgeirs þar sem leitt hefði verið í ljós að hann hefði millifært 585 þúsund pund, jafnvirði rúmlega hundrað milljónum króna, af einkareikningi sínum daginn eftir að slitastjórn Glitnis lagði fram kröfu sína um frystingu eigna hans. Eignir Jóns Ásgeirs verða því áfram í frystingu næstu mánuði, þangað til að dómur fellur í skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis höfðaði gegn honum, Pálma Haraldssyni og Lárusi Welding hér á landi í svokölluðu Aurum Holdings-máli, sem áður hefur verið greint frá. Jón Ásgeir var dæmdur til að greiða 150 þúsund pund, jafnvirði 30 milljóna króna, í tryggingu vegna lögmannskostnaðar slitastjórnar Glitnis í málinu, þar sem ekki var fallist á kröfu hans, en endanlegur málskostnaðarreikningur liggur ekki fyrir. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru í þinghaldinu í Lundúnum í gær lögð fram gögn sem sýndu tekjur Jóns Ásgeirs. Þar var að finna upplýsingar um að hann hefði fengið jafnvirði 4.000 punda í greiðslur á hverjum mánuði frá 365 miðlum, en það eru rúmlega 750 þúsund krónur. Þá naut hann greiðslna frá fyrirtækjunum Highland Aquisitions, Iceland Foods og House of Fraser sem á síðasta ári námu 700.000 pundum, en það er jafnvirði 132 milljóna króna. Í þinghaldinu mun hins vegar hafa komið fram að Jón Ásgeir væri ekki lengur á launaskrá hjá Iceland Foods og House of Fraser þar sem hann hefði sagt sig úr stjórnum fyrirtækjanna eftir málshöfðun slitastjórnar Glitnis banka. Jón Ásgeir Jóhannesson greiddi nýlega slitastjórn Glitnis fimmtán milljónir dollara, jafnvirði tæplega tveggja milljarða króna. Þetta staðfestir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ástæða greiðslunnar uppgjör á láni sem Glitnir veitti Jóni Ásgeiri til að fjármagna kaup á 101 Chalet skíðaskála í Courchevel í Frakklandi. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Jóni Ásgeiri í dag en hann hefur ekki svarað ítrekuðum skilaboðum fréttastofu. Eiginkona Jóns Ásgeirs er stærsti hluthafi 365 miðla sem eiga og reka fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: Iceland Foods á peningana Slitastjórn Glitnis heldur því fram að Jón Ásgeir Jóhannesson eða einhverjir tengdir honum hafi ráðið yfir þrjátíu og átta milljörðum króna í reiðufé á bankareikningum sínum aðeins 15 dögum áður en bankakerfið hrundi í október 2008. Jón Ásgeir segir hins vegar að Iceland Foods hafi átt peningana og eigi þá enn. 9. júlí 2010 18:22 Jón Ásgeir sver af sér öll afskipti af stjórnun Glitnis Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti hluthafinn í Glitni banka fyrir hrun, sver af sér öll afskipti af stjórnum bankans í eiðsvörnum vitnisburði fyrir Hæstarétti í New York. „Ég hef ekki gegnt starfi stjórnanda hjá Glitni,“ segir Jón Ásgeir í vitnisburðinum. 9. júlí 2010 11:05 Óttast opinberun hússtjórnargagna Slitastjórn Glitnis rær nú að því öllum árum að fá aðgang að gögnum í vörslu hússtjórnar glæsihýsis á Manhattan-eyju þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir eiga tvær lúxusíbúðir. Telur slitastjórnin að gögnin, auk gagna úr Royal Bank of Canada, séu nauðsynleg til að rekja slóð þess fjár sem hjónin eru sökuð um að hafa svikið út úr Glitni. 9. júlí 2010 06:45 Jón Ásgeir fékk ekki samþykkta frávísunarbeiðni Jón Ásgeir Jóhannesson segir að eignir sínar séu samtals einnar milljónar punda virði. Breskur dómstóll féllst ekki á það en dómari í kyrrsetningarmáli sem slitastjórn Glitnis hefur höfðað á hendur honum í Lundúnum féllst ekki á kröfu Jóns Ásgeirs um frávísun. 10. júlí 2010 11:56 Telja Jón Ásgeir hafa ráðið yfir 38 milljörðum í reiðufé rétt fyrir hrun Formaður slitastjórnar Glitnis, Steinunn Guðbjartsdóttir, telur að Jón Ásgeir Jóhannesson, eða einhver tengdur honum, hafi ráðið yfir 200 milljónum punda, jafnvirði 38 milljarða króna, í reiðufé á breskum bankareikningum aðeins 15 dögum fyrir bankahrun haustið 2008. 9. júlí 2010 14:44 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson millifærði 585 þúsund pund, jafnvirði rúmlega hundrað milljónum króna, af einkareikningi sínum daginn eftir að slitastjórn Glitnis lagði fram kröfu um frystingu eigna hans. Jón Ásgeir hefur nú þegar greitt slitastjórn Glitnis tæplega tvo milljarða króna í tengslum við uppgjör á láni vegna skíðaskála í Frakklandi. Héraðsdómstóll Lundúnaborgar tók í gær fyrir kröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar en hann krafðist þess að kröfu Glitnis banka um frystingu eigna hans á heimsvísu yrði vísað frá. Dómarinn í málinu féllst ekki á það og féllst jafnframt á það mat slitastjórnarinnar að hann hafi leynt eignum sínum, en í skjali sem Jón Ásgeir lagði fram fyrir dómstólnum sagði hann eigur sínar samtals einnar milljónar punda virði. Dómaranum fannst hæpið að eigur Jóns Ásgeirs hefðu rýrnað jafn mikið á skömmum tíma, en lögð voru fram skjöl sem sýndu að neysla hans hefði verið að meðaltali 55-60 milljónir króna á mánuði á sjö ára tímabili, árin 2001-2008. „There is something unreal about this" sagði dómarinn, eða í lauslegri þýðingu: „Það er eitthvað óraunverulegt við þetta," að því er greint var frá í breska dagblaðinu The Telegraph. Dómaranum fannst ótrúverðugt að svona mikil eyðsla skilaði sér ekki í neinum eignum. Lisa Kavanagh, talsmaður slitastjórnar Glitnis í Lundúnum, sagði í samtali við fréttastofu að dómarinn hefði m.a komist að þeirri niðurstöðu að hafna kröfum Jóns Ásgeirs þar sem leitt hefði verið í ljós að hann hefði millifært 585 þúsund pund, jafnvirði rúmlega hundrað milljónum króna, af einkareikningi sínum daginn eftir að slitastjórn Glitnis lagði fram kröfu sína um frystingu eigna hans. Eignir Jóns Ásgeirs verða því áfram í frystingu næstu mánuði, þangað til að dómur fellur í skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis höfðaði gegn honum, Pálma Haraldssyni og Lárusi Welding hér á landi í svokölluðu Aurum Holdings-máli, sem áður hefur verið greint frá. Jón Ásgeir var dæmdur til að greiða 150 þúsund pund, jafnvirði 30 milljóna króna, í tryggingu vegna lögmannskostnaðar slitastjórnar Glitnis í málinu, þar sem ekki var fallist á kröfu hans, en endanlegur málskostnaðarreikningur liggur ekki fyrir. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru í þinghaldinu í Lundúnum í gær lögð fram gögn sem sýndu tekjur Jóns Ásgeirs. Þar var að finna upplýsingar um að hann hefði fengið jafnvirði 4.000 punda í greiðslur á hverjum mánuði frá 365 miðlum, en það eru rúmlega 750 þúsund krónur. Þá naut hann greiðslna frá fyrirtækjunum Highland Aquisitions, Iceland Foods og House of Fraser sem á síðasta ári námu 700.000 pundum, en það er jafnvirði 132 milljóna króna. Í þinghaldinu mun hins vegar hafa komið fram að Jón Ásgeir væri ekki lengur á launaskrá hjá Iceland Foods og House of Fraser þar sem hann hefði sagt sig úr stjórnum fyrirtækjanna eftir málshöfðun slitastjórnar Glitnis banka. Jón Ásgeir Jóhannesson greiddi nýlega slitastjórn Glitnis fimmtán milljónir dollara, jafnvirði tæplega tveggja milljarða króna. Þetta staðfestir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ástæða greiðslunnar uppgjör á láni sem Glitnir veitti Jóni Ásgeiri til að fjármagna kaup á 101 Chalet skíðaskála í Courchevel í Frakklandi. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Jóni Ásgeiri í dag en hann hefur ekki svarað ítrekuðum skilaboðum fréttastofu. Eiginkona Jóns Ásgeirs er stærsti hluthafi 365 miðla sem eiga og reka fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: Iceland Foods á peningana Slitastjórn Glitnis heldur því fram að Jón Ásgeir Jóhannesson eða einhverjir tengdir honum hafi ráðið yfir þrjátíu og átta milljörðum króna í reiðufé á bankareikningum sínum aðeins 15 dögum áður en bankakerfið hrundi í október 2008. Jón Ásgeir segir hins vegar að Iceland Foods hafi átt peningana og eigi þá enn. 9. júlí 2010 18:22 Jón Ásgeir sver af sér öll afskipti af stjórnun Glitnis Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti hluthafinn í Glitni banka fyrir hrun, sver af sér öll afskipti af stjórnum bankans í eiðsvörnum vitnisburði fyrir Hæstarétti í New York. „Ég hef ekki gegnt starfi stjórnanda hjá Glitni,“ segir Jón Ásgeir í vitnisburðinum. 9. júlí 2010 11:05 Óttast opinberun hússtjórnargagna Slitastjórn Glitnis rær nú að því öllum árum að fá aðgang að gögnum í vörslu hússtjórnar glæsihýsis á Manhattan-eyju þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir eiga tvær lúxusíbúðir. Telur slitastjórnin að gögnin, auk gagna úr Royal Bank of Canada, séu nauðsynleg til að rekja slóð þess fjár sem hjónin eru sökuð um að hafa svikið út úr Glitni. 9. júlí 2010 06:45 Jón Ásgeir fékk ekki samþykkta frávísunarbeiðni Jón Ásgeir Jóhannesson segir að eignir sínar séu samtals einnar milljónar punda virði. Breskur dómstóll féllst ekki á það en dómari í kyrrsetningarmáli sem slitastjórn Glitnis hefur höfðað á hendur honum í Lundúnum féllst ekki á kröfu Jóns Ásgeirs um frávísun. 10. júlí 2010 11:56 Telja Jón Ásgeir hafa ráðið yfir 38 milljörðum í reiðufé rétt fyrir hrun Formaður slitastjórnar Glitnis, Steinunn Guðbjartsdóttir, telur að Jón Ásgeir Jóhannesson, eða einhver tengdur honum, hafi ráðið yfir 200 milljónum punda, jafnvirði 38 milljarða króna, í reiðufé á breskum bankareikningum aðeins 15 dögum fyrir bankahrun haustið 2008. 9. júlí 2010 14:44 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Jón Ásgeir: Iceland Foods á peningana Slitastjórn Glitnis heldur því fram að Jón Ásgeir Jóhannesson eða einhverjir tengdir honum hafi ráðið yfir þrjátíu og átta milljörðum króna í reiðufé á bankareikningum sínum aðeins 15 dögum áður en bankakerfið hrundi í október 2008. Jón Ásgeir segir hins vegar að Iceland Foods hafi átt peningana og eigi þá enn. 9. júlí 2010 18:22
Jón Ásgeir sver af sér öll afskipti af stjórnun Glitnis Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti hluthafinn í Glitni banka fyrir hrun, sver af sér öll afskipti af stjórnum bankans í eiðsvörnum vitnisburði fyrir Hæstarétti í New York. „Ég hef ekki gegnt starfi stjórnanda hjá Glitni,“ segir Jón Ásgeir í vitnisburðinum. 9. júlí 2010 11:05
Óttast opinberun hússtjórnargagna Slitastjórn Glitnis rær nú að því öllum árum að fá aðgang að gögnum í vörslu hússtjórnar glæsihýsis á Manhattan-eyju þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir eiga tvær lúxusíbúðir. Telur slitastjórnin að gögnin, auk gagna úr Royal Bank of Canada, séu nauðsynleg til að rekja slóð þess fjár sem hjónin eru sökuð um að hafa svikið út úr Glitni. 9. júlí 2010 06:45
Jón Ásgeir fékk ekki samþykkta frávísunarbeiðni Jón Ásgeir Jóhannesson segir að eignir sínar séu samtals einnar milljónar punda virði. Breskur dómstóll féllst ekki á það en dómari í kyrrsetningarmáli sem slitastjórn Glitnis hefur höfðað á hendur honum í Lundúnum féllst ekki á kröfu Jóns Ásgeirs um frávísun. 10. júlí 2010 11:56
Telja Jón Ásgeir hafa ráðið yfir 38 milljörðum í reiðufé rétt fyrir hrun Formaður slitastjórnar Glitnis, Steinunn Guðbjartsdóttir, telur að Jón Ásgeir Jóhannesson, eða einhver tengdur honum, hafi ráðið yfir 200 milljónum punda, jafnvirði 38 milljarða króna, í reiðufé á breskum bankareikningum aðeins 15 dögum fyrir bankahrun haustið 2008. 9. júlí 2010 14:44