Ekki misþyrma Jóni með leiðindum 2. október 2010 06:00 Hættan við afmælisár Jóns Sigurðssonar er aðallega sú að árið verði allt of fjarlægt venjulegu fólki. Þannig auki árið á fjarlægðina milli Jóns og almennings í landinu. Það má ekki verða. Árið á ekki að nota til að misþyrma Jóni Sigurðssyni með leiðindum. Þegar hefur verið lagt í heilmikinn undirbúning til að minnast þess myndarlega að á næsta ári verða tvö hundruð ár liðin frá því að Jón Sigurðsson fæddist. Greinilegt er að sjónir fólks beinast einkum að eftirfarandi stöðum og þáttum: 1. Að Alþingi, sem sannarlega er sá staður sem best er til þess fallinn að minnast Jóns Sigurðssonar. Besta afmælisgjöfin til þjóðarinnar í tilefni afmælisins væri að sett yrði saman á næsta ári ný tillaga að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Það verkefni er í undirbúningi. Ég hef áður skrifað stutta grein um nokkrar mikilvægar breytingar sem ég tel að gera eigi á stjórnarskránni varðandi stjórnkerfi lýðveldisins. En auk þess á að setja í nýja skrá ákvæði um að þjóðin eigi auðlindirnar, eins og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, benti á í viðtalsþætti mínum á ÍNN nýlega. Þá ber að styrkja mannréttindaþáttinn og svo á að breyta uppbyggingu stjórnarskrárinnar, það er að setja manninn og frelsi hans fremst og stofnanirnar síðast en ekki öfugt. 2. Háskóli Íslands minnist hundrað ára afmælis síns á næsta ári og um leið 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar. Þar er margt skemmtilegt í undirbúningi sem meðal annars var kynnt fyrir áhugasömum á einkar fróðlegu málþingi á Skagaströnd fyrir nokkrum dögum. Besta afmælisminningin á vegum háskólans væri þó að efla skólann, sem meðal annars mætti gera með því að sameina að einhverju leyti þá skóla sem nú eru kallaðir háskólar. Í Danmörku er talið hæfilegt að hafa einn háskóla á hverja eina milljón íbúa. Á Íslandi eru sjö háskólar handa 330 þúsund manns; það eru innan við 50 þúsund manns á háskóla. Tuttugasti partur af því sem miðað er við á Norðurlöndum. 3. Sjónir manna beinast eðlilega til húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn á afmælisárinu. Þar hefur margt verið vel gert og því verður haldið áfram. Þar hefur Alþingi staðið sig frábærlega vel við að byggja upp staðinn og efla á alla lund. Þar þarf ekki miklu við að bæta frá því sem þegar hefur verið gert. 4. Hrafnseyri er staður í vanda. Þar hefur verið ákveðið að eyða tugum milljóna í endurbætur í ár og næsta ár. Staðinn þarf að efla og Hrafnseyri þarf að tengja við íslenska háskólasamfélagið með skipulegum hætti. Hrafnseyri er þjóðargersemi en ekki byggðasafn nánasta umhverfis. Þó gæti Hrafnseyri risið til vegs með því til dæmis að hafa þar yfirumsjón með rannsóknum á stórbrotinni náttúru Arnarfjarðar og nágrennis, svo dæmi sé nefnt. Þannig þarf ekki endilega að efna til stórkostlegra nýrra fjárútláta vegna afmælisins, því margt er á dagskrá á Alþingi og í háskólum sem hentar til að minna okkur á forystuhutverk Jóns Sigurðssonar. Á næstu mánuðum munu æ fleiri halda því fram að Jón Sigurðsson hefði orðið á móti aðild Íslands að ESB; jafnmargir að minnsta kosti munu halda því gagnstæða fram. Jón mun þola hvorutveggja. Hann hefur verið mikilvægur leiðtogi Íslands og táknmynd í 200 ár; það er ekki endilega víst að hann verði það næstu 100 ár. Hjá honum er vissulega ekki að finna leiðarvísa í kvenfrelsisbaráttu eða umhverfisbaráttu komandi áratuga eða til umræðna um stöðu innflytjenda, svo brýnustu verkefni samtímans séu nefnd. En hjá honum er að finna kjark og bjartsýni til að taka á móti framtíðinni sem er full af tækifærum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svavar Gestsson Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Hættan við afmælisár Jóns Sigurðssonar er aðallega sú að árið verði allt of fjarlægt venjulegu fólki. Þannig auki árið á fjarlægðina milli Jóns og almennings í landinu. Það má ekki verða. Árið á ekki að nota til að misþyrma Jóni Sigurðssyni með leiðindum. Þegar hefur verið lagt í heilmikinn undirbúning til að minnast þess myndarlega að á næsta ári verða tvö hundruð ár liðin frá því að Jón Sigurðsson fæddist. Greinilegt er að sjónir fólks beinast einkum að eftirfarandi stöðum og þáttum: 1. Að Alþingi, sem sannarlega er sá staður sem best er til þess fallinn að minnast Jóns Sigurðssonar. Besta afmælisgjöfin til þjóðarinnar í tilefni afmælisins væri að sett yrði saman á næsta ári ný tillaga að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Það verkefni er í undirbúningi. Ég hef áður skrifað stutta grein um nokkrar mikilvægar breytingar sem ég tel að gera eigi á stjórnarskránni varðandi stjórnkerfi lýðveldisins. En auk þess á að setja í nýja skrá ákvæði um að þjóðin eigi auðlindirnar, eins og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, benti á í viðtalsþætti mínum á ÍNN nýlega. Þá ber að styrkja mannréttindaþáttinn og svo á að breyta uppbyggingu stjórnarskrárinnar, það er að setja manninn og frelsi hans fremst og stofnanirnar síðast en ekki öfugt. 2. Háskóli Íslands minnist hundrað ára afmælis síns á næsta ári og um leið 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar. Þar er margt skemmtilegt í undirbúningi sem meðal annars var kynnt fyrir áhugasömum á einkar fróðlegu málþingi á Skagaströnd fyrir nokkrum dögum. Besta afmælisminningin á vegum háskólans væri þó að efla skólann, sem meðal annars mætti gera með því að sameina að einhverju leyti þá skóla sem nú eru kallaðir háskólar. Í Danmörku er talið hæfilegt að hafa einn háskóla á hverja eina milljón íbúa. Á Íslandi eru sjö háskólar handa 330 þúsund manns; það eru innan við 50 þúsund manns á háskóla. Tuttugasti partur af því sem miðað er við á Norðurlöndum. 3. Sjónir manna beinast eðlilega til húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn á afmælisárinu. Þar hefur margt verið vel gert og því verður haldið áfram. Þar hefur Alþingi staðið sig frábærlega vel við að byggja upp staðinn og efla á alla lund. Þar þarf ekki miklu við að bæta frá því sem þegar hefur verið gert. 4. Hrafnseyri er staður í vanda. Þar hefur verið ákveðið að eyða tugum milljóna í endurbætur í ár og næsta ár. Staðinn þarf að efla og Hrafnseyri þarf að tengja við íslenska háskólasamfélagið með skipulegum hætti. Hrafnseyri er þjóðargersemi en ekki byggðasafn nánasta umhverfis. Þó gæti Hrafnseyri risið til vegs með því til dæmis að hafa þar yfirumsjón með rannsóknum á stórbrotinni náttúru Arnarfjarðar og nágrennis, svo dæmi sé nefnt. Þannig þarf ekki endilega að efna til stórkostlegra nýrra fjárútláta vegna afmælisins, því margt er á dagskrá á Alþingi og í háskólum sem hentar til að minna okkur á forystuhutverk Jóns Sigurðssonar. Á næstu mánuðum munu æ fleiri halda því fram að Jón Sigurðsson hefði orðið á móti aðild Íslands að ESB; jafnmargir að minnsta kosti munu halda því gagnstæða fram. Jón mun þola hvorutveggja. Hann hefur verið mikilvægur leiðtogi Íslands og táknmynd í 200 ár; það er ekki endilega víst að hann verði það næstu 100 ár. Hjá honum er vissulega ekki að finna leiðarvísa í kvenfrelsisbaráttu eða umhverfisbaráttu komandi áratuga eða til umræðna um stöðu innflytjenda, svo brýnustu verkefni samtímans séu nefnd. En hjá honum er að finna kjark og bjartsýni til að taka á móti framtíðinni sem er full af tækifærum.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun