AGS opnar á 105 milljarða lán 17. apríl 2010 06:00 Gylfi Magnússon. Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lauk í gær við endurskoðun annars áfanga efnahagsáætlunar sjóðsins fyrir Ísland. „Þar með opnast fyrir verulegt lánsfé sem ætti að hafa verulegar, jákvæðar afleiðingar," sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Í kjölfar þessa opnast Íslendingum aðgangur að um 105 milljarða króna láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Norðurlöndunum og Póllandi, auk um 20 milljarða sem ónýttir voru frá fyrri endurskoðun. Gylfi sagði að nú ætti að slá á allar áhyggjur af lausafjárskorti íslenska ríkisins í erlendri mynt. „Svo skiptir miklu að fá álit sjóðsins á stöðunni, sem við gerum ráð fyrir að verði birt á þriðjudag eða miðvikudag." Allt ætti þetta að auðvelda róðurinn næstu mánuði. „Þá horfi ég sérstaklega til þess að hægt verði að stuðla að auknum erlendum fjárfestingum," sagði Gylfi. „Við vonum að AGS-áætlunin liðki fyrir því að fjárfestingar vaxi," sagði Gylfi. Vegna tafa á afgreiðslu efnahagsáætlunar AGS hefur verið ákveðið að framlengja áætlunina um þrjá mánuði, til loka ágúst 2011. Spurður um efnahagsleg áhrif gossins í Eyjafjallajökli sagði Gylfi að þau hefðu ekki verið kortlögð en yrðu vonandi ekki umtalsverð. Þau velti á því hve langvinnt gosið verður. Hann sagðist „leyfa sér að gera ráð fyrir" að gosið trufli ekki viðræður við erlenda fjárfesta og hefði ekki neikvæð áhrif á áhuga þeirra á að fjárfesta hér á landi, til dæmis í orkufrekum iðnaði. „Ég á síður von á að þetta hafi áhrif á þá sem eru að fjárfesta til langs tíma en auðvitað er ekki óhugsandi að menn ákveði að fresta eða bíða með framkvæmdir þar til eldsumbrotum linnir," sagði hann. - pg Innlent Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lauk í gær við endurskoðun annars áfanga efnahagsáætlunar sjóðsins fyrir Ísland. „Þar með opnast fyrir verulegt lánsfé sem ætti að hafa verulegar, jákvæðar afleiðingar," sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Í kjölfar þessa opnast Íslendingum aðgangur að um 105 milljarða króna láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Norðurlöndunum og Póllandi, auk um 20 milljarða sem ónýttir voru frá fyrri endurskoðun. Gylfi sagði að nú ætti að slá á allar áhyggjur af lausafjárskorti íslenska ríkisins í erlendri mynt. „Svo skiptir miklu að fá álit sjóðsins á stöðunni, sem við gerum ráð fyrir að verði birt á þriðjudag eða miðvikudag." Allt ætti þetta að auðvelda róðurinn næstu mánuði. „Þá horfi ég sérstaklega til þess að hægt verði að stuðla að auknum erlendum fjárfestingum," sagði Gylfi. „Við vonum að AGS-áætlunin liðki fyrir því að fjárfestingar vaxi," sagði Gylfi. Vegna tafa á afgreiðslu efnahagsáætlunar AGS hefur verið ákveðið að framlengja áætlunina um þrjá mánuði, til loka ágúst 2011. Spurður um efnahagsleg áhrif gossins í Eyjafjallajökli sagði Gylfi að þau hefðu ekki verið kortlögð en yrðu vonandi ekki umtalsverð. Þau velti á því hve langvinnt gosið verður. Hann sagðist „leyfa sér að gera ráð fyrir" að gosið trufli ekki viðræður við erlenda fjárfesta og hefði ekki neikvæð áhrif á áhuga þeirra á að fjárfesta hér á landi, til dæmis í orkufrekum iðnaði. „Ég á síður von á að þetta hafi áhrif á þá sem eru að fjárfesta til langs tíma en auðvitað er ekki óhugsandi að menn ákveði að fresta eða bíða með framkvæmdir þar til eldsumbrotum linnir," sagði hann. - pg
Innlent Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira