Tvenns konar fjölbreytni 9. ágúst 2010 00:01 Hinn 30. júlí sl. ritar Súsanna Margrét Gestsdóttir grein í Fréttablaðið þar sem hún ræðir þá gagnrýni sem fram hefur komið á nýjar innritunarreglur í framhaldsskólana. Kjarninn í máli hennar virðist mér vera sá að nýju reglurnar tryggi að í hverjum skóla verði nemendur með sem fjölbreytilegastan bakgrunn og mikilvægt sé að ýta undir slíka fjölbreytni, þannig sé hægt að vinna gegn fordómum og auka hæfni fólks til að vinna saman í fjölmenningarsamfélagi. Hún nefnir sérstaklega nemendur með annað móðurmál en íslensku og telur það mikilvægt uppeldisatriði að aðrir nemendur starfi við hliðina á þeim sem tala íslensku með erlendum hreim. Hér er sitthvað sem orkar tvímælis. Fyrir það fyrsta er mér til efs að þetta sé skilvirk aðferð til að vinna gegn fordómum og fá fólk af ólíkum uppruna til að vinna saman. Markviss fræðsla og áróður virðist í fljótu bragði mun líklegri til árangurs. Í öðru lagi verður ekki betur séð en hugmyndafræði sú sem nýju reglurnar byggja á leiði til einsleitni framhaldsskólanna og vinni því gegn tilgangi framhaldsskólalaganna. Til að allir skólarnir geti tekið á móti svipuðum nemendahópum þurfa þeir að hafa sambærilega uppbyggingu svo sem almenna braut sem tekur við nemendum með skerta námsgetu og námsbraut sem tekur við nemendum af erlendum uppruna. Einnig hlýtur að vera gert ráð fyrir að þeim nemendum sem hyggja á langskólanám sé sinnt með viðunandi hætti og jafnframt bjóði allir skólarnir upp á styttri starfstengdar námsbrautir fyrir þá sem slíkt nám hentar. Þá hlýtur einnig að vera gert ráð fyrir að boðið sé upp á listnám í öllum framhaldsskólunum sem og iðnmenntun. Nú er rétt að rifja upp það sem lá til grundvallar þeim innritunarreglum sem kastað var fyrir borð á síðasta ári. Markmið þeirra var að nemendur gætu farið í þann skóla sem félli best að þörfum þeirra og jafnframt ættu skólarnir að skapa sér sérstöðu, sérhæfa námsframboð sitt með einhverjum hætti. Með þessu móti ættu sem flestir nemendur kost á námi við sitt hæfi og á sínu áhugasviði. Gott dæmi um slíka sérstöðu er Borgarholtsskóli en þar starfar námsbraut sem sérhæfir sig í bílgreinum. Með gömlu innritunarreglunum hefði nemandi úr Kópavogi með áhuga á bílum getað sótt um skólavist í Borgarholtsskóla og stundað þar það nám sem hann hafði áhuga á. Nemendi úr Grafarvogi sem hefði hug á að fara í langskólanám að loknu stúdentspróf en teldi sér hæfa betur bekkjarkerfi en áfangakerfi gæti valið einhvern af bóknámsskólunum sem býður upp á bekkjarkerfi. Nú er hins vegar undir hælinn lagt hvort hægt sé að koma til móts við þessa nemendur. Gömlu innritunarreglurnar buðu því upp á fjölbreytni í framhaldsskólunum sem verður úr sögunni ef svo heldur fram sem horfir. Nú er það svo að ef skólar sérhæfa sig þá er óhjákvæmilegt að í þá safnist nemendur með lík áhugamál. Þannig er næsta víst að í Borgarholtsskóla sé að finna óvenjuhátt hlutfall nemenda með bíladellu. Í Fjölbrautaskólanum í Ármúla er rekinn sérstakur Heilbrigðisskóli. Þangað sækja væntanlega þeir sem hafa hug á að mennta sig til starfa innan heilbrigðisgeirans. Jafnframt er líklegt að í þá skóla sem sérhæfa sig í að undirbúa unglinga undir langskólanám sæki þeir sem hafa slíkt nám í huga. Þetta virðist Margrét telja að viðhaldi eða jafnvel ýti undir fordóma. Undirrituðum er fyrirmunað að sjá rökin fyrir því. Væri hægt að fá nánari skýringar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hinn 30. júlí sl. ritar Súsanna Margrét Gestsdóttir grein í Fréttablaðið þar sem hún ræðir þá gagnrýni sem fram hefur komið á nýjar innritunarreglur í framhaldsskólana. Kjarninn í máli hennar virðist mér vera sá að nýju reglurnar tryggi að í hverjum skóla verði nemendur með sem fjölbreytilegastan bakgrunn og mikilvægt sé að ýta undir slíka fjölbreytni, þannig sé hægt að vinna gegn fordómum og auka hæfni fólks til að vinna saman í fjölmenningarsamfélagi. Hún nefnir sérstaklega nemendur með annað móðurmál en íslensku og telur það mikilvægt uppeldisatriði að aðrir nemendur starfi við hliðina á þeim sem tala íslensku með erlendum hreim. Hér er sitthvað sem orkar tvímælis. Fyrir það fyrsta er mér til efs að þetta sé skilvirk aðferð til að vinna gegn fordómum og fá fólk af ólíkum uppruna til að vinna saman. Markviss fræðsla og áróður virðist í fljótu bragði mun líklegri til árangurs. Í öðru lagi verður ekki betur séð en hugmyndafræði sú sem nýju reglurnar byggja á leiði til einsleitni framhaldsskólanna og vinni því gegn tilgangi framhaldsskólalaganna. Til að allir skólarnir geti tekið á móti svipuðum nemendahópum þurfa þeir að hafa sambærilega uppbyggingu svo sem almenna braut sem tekur við nemendum með skerta námsgetu og námsbraut sem tekur við nemendum af erlendum uppruna. Einnig hlýtur að vera gert ráð fyrir að þeim nemendum sem hyggja á langskólanám sé sinnt með viðunandi hætti og jafnframt bjóði allir skólarnir upp á styttri starfstengdar námsbrautir fyrir þá sem slíkt nám hentar. Þá hlýtur einnig að vera gert ráð fyrir að boðið sé upp á listnám í öllum framhaldsskólunum sem og iðnmenntun. Nú er rétt að rifja upp það sem lá til grundvallar þeim innritunarreglum sem kastað var fyrir borð á síðasta ári. Markmið þeirra var að nemendur gætu farið í þann skóla sem félli best að þörfum þeirra og jafnframt ættu skólarnir að skapa sér sérstöðu, sérhæfa námsframboð sitt með einhverjum hætti. Með þessu móti ættu sem flestir nemendur kost á námi við sitt hæfi og á sínu áhugasviði. Gott dæmi um slíka sérstöðu er Borgarholtsskóli en þar starfar námsbraut sem sérhæfir sig í bílgreinum. Með gömlu innritunarreglunum hefði nemandi úr Kópavogi með áhuga á bílum getað sótt um skólavist í Borgarholtsskóla og stundað þar það nám sem hann hafði áhuga á. Nemendi úr Grafarvogi sem hefði hug á að fara í langskólanám að loknu stúdentspróf en teldi sér hæfa betur bekkjarkerfi en áfangakerfi gæti valið einhvern af bóknámsskólunum sem býður upp á bekkjarkerfi. Nú er hins vegar undir hælinn lagt hvort hægt sé að koma til móts við þessa nemendur. Gömlu innritunarreglurnar buðu því upp á fjölbreytni í framhaldsskólunum sem verður úr sögunni ef svo heldur fram sem horfir. Nú er það svo að ef skólar sérhæfa sig þá er óhjákvæmilegt að í þá safnist nemendur með lík áhugamál. Þannig er næsta víst að í Borgarholtsskóla sé að finna óvenjuhátt hlutfall nemenda með bíladellu. Í Fjölbrautaskólanum í Ármúla er rekinn sérstakur Heilbrigðisskóli. Þangað sækja væntanlega þeir sem hafa hug á að mennta sig til starfa innan heilbrigðisgeirans. Jafnframt er líklegt að í þá skóla sem sérhæfa sig í að undirbúa unglinga undir langskólanám sæki þeir sem hafa slíkt nám í huga. Þetta virðist Margrét telja að viðhaldi eða jafnvel ýti undir fordóma. Undirrituðum er fyrirmunað að sjá rökin fyrir því. Væri hægt að fá nánari skýringar?
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun