Körfubolti

NBA: Þriðja tap Lakers í röð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rudy Gay stoppar hér Ron Artest. Hann varði síðasta skot leiksins frá Artest. Nordic Photos/AP
Rudy Gay stoppar hér Ron Artest. Hann varði síðasta skot leiksins frá Artest. Nordic Photos/AP

Hlutirnir eru ekki alveg að ganga upp hjá LA Lakers þessa dagana en liðið tapaði í nótt þriðja leik sínum í röð. Að þessu sinni gegn Memphis.

Bakvörður Memphis, Mike Conley, fór oft illa með Lakers í leiknum en hann skoraði 28 stig. Ron Artest fékk tækifæri til þess að jafna leikinn í lokin en Rudy Gay varði skot hans.

Lakers hefur ekki tapað þrem leikjum í röð í deildinni síðan Pau Gasol kom til liðsins í febrúar 2008. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 29 stig.

Úrslit næturinnar:

Cleveland-Boston  87-106

Orlando-Detroit  90-79

Philadelphia-Portland  88-79

NY Knicks-NJ Nets  111-100

Memphis-LA Lakers  98-96

Sacramento-Indiana  98-107

Golden State-San Antonio  98-118

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×