Erlent

Gafst upp og sleppti gíslum

Gíslar Þungvopnaðir sérsveitarmenn sátu um gíslatökumanninn, en hann gafst upp án þess að nota vopn sitt.
Fréttablaðið/AP
Gíslar Þungvopnaðir sérsveitarmenn sátu um gíslatökumanninn, en hann gafst upp án þess að nota vopn sitt. Fréttablaðið/AP

Maður vopnaður skotvopni, líklega skammbyssu, hélt viðskiptavinum og starfsmönnum H&M fataverslunar í Leipzig í Þýskalandi í gíslingu í nokkrar klukkustundir í gær.

Maðurinn gafst upp eftir umsátur lögreglu og var handtekinn. Talsmaður lögreglu sagði manninn líklega þjást af einhvers konar geðröskun. Ekki var upplýst í gær hversu mörgum maðurinn hélt í gíslingu, en engan sakaði við gíslatökuna.

Lögregla var með mikinn viðbúnað vegna gíslatökunnar, og lokaði af stórum hluta miðborgar Leipzig meðan á umsátrinu stóð.

- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×