Erlent

Styttist í samninga um eftirlit

Loftslagsráðstefnan í Cancun Fólk á gangi fyrir utan ráðstefnuhöllina.nordicphotos/AFP
Loftslagsráðstefnan í Cancun Fólk á gangi fyrir utan ráðstefnuhöllina.nordicphotos/AFP

Þótt litlar líkur séu á að samkomulag takist á sextándu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Mexíkó um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, þá hafa Bandaríkjamenn og Kínverjar að mestu náð saman um það hvernig eftirliti með útblæstri verður háttað.

Ráðstefnan, sem hófst í byrjun vikunnar og stendur út næstu viku, er framhald á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn fyrir ári, en henni lauk eins og svartsýnisraddir höfðu spáð, nefnilega án árangurs að mestu.

Nokkrir embættismannafundir hafa verið haldnir síðan þá, að því er virðist með þeim árangri að andrúmsloftið er töluvert skárra en í fyrra, að minnsta kosti milli Bandaríkjamanna og Kínverja, sem hafa í það minnsta ekki verið jafn uppteknir af því að skiptast á gagnkvæmum ásökunum.

Lokatakmark ráðstefnuhaldanna er að ná nýjum loftslagssamningi, sem tekur við af Kyoto-bókuninni þegar gildistími hennar rennur út árið 2012.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×