Nýr hringur í skartgripalínunni Umvafin trú 19. desember 2010 06:00 Nýi hringurinn. Skartgripahönnuðurinn Brynja Sverrisdóttir hefur sent frá sér nýjan hring í skartgripalínu sinni Umvafin trú eða Embracing Faith eins og línan heitir á ensku. „Þetta eru raunar tvær gerðir af hring," segir Brynja. „Ein standardtegund sem er hringur sem er eins og blóm í laginu, tilvaldir trúlofunarhringir og hægt að panta í 18 karata gulli en afgreiðslutíminn er þrír mánuður, og svo er ég með spinnerversjón af þeim hring. Sá er öllu meiri um sig og fer ekkert öllum, en það er mjög skemmtilegur mekanismi í honum."Brynja Sverris hefur mörg járn í eldinum.Skartgripalínan Umvafin trú endurspeglar drauminn um friðsamlega sambúð allra jarðarbúa af mismunandi kynflokkum á ólíkum menningarsvæðum. Trúartáknin fimm sem snúast á Bænahjólshringnum eru táknmyndir fyrir hin ótalmörgu trúarbrögð mannkynsins. Öll trúartáknin fá sama rúm og hafa sama gildi á hringnum sem tákn jafnréttis og samhljóms allra trúarbragða. Hluti ágóðans af skartgripalínunni Umvafin trú rennur til Íslandsdeildar Amnesty International en gripirnir eru unnir í Bretlandi og á Ítalíu. Brynja segir það vera draum sinn að geta látið vinna skartgripina á Íslandi en tæknin sé því miður ekki enn fyrir hendi. Hún hefur þó náið samband við Gullsmíðaverkstæði Hjálmars Torfasonar sem er þjónustuaðili skartgripanna á Íslandi.Hálsmen eftir Brynju úr línunni Umvafin trú.Brynja hefur að vanda mörg járn í eldinum. Hún er með innsetningu á sýningu eiginmanns síns, ljósmyndarans Brians Griffin, í St. Bernadines kirkjunni á Rue Poissy í París auk þess sem sýning á skartgripalínunni Embracing Faith stendur yfir í Magill's of London í Beckenham á Englandi. Hún segir líka ýmislegt annað í bígerð en er ekki tilbúin til að upplýsa hvað það er. „Það eina sem ég get sagt er að það eru spennandi tímar núna, nýir tímar," segir hún leyndardómsfull. fridrikab@frettabladid.is Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Skartgripahönnuðurinn Brynja Sverrisdóttir hefur sent frá sér nýjan hring í skartgripalínu sinni Umvafin trú eða Embracing Faith eins og línan heitir á ensku. „Þetta eru raunar tvær gerðir af hring," segir Brynja. „Ein standardtegund sem er hringur sem er eins og blóm í laginu, tilvaldir trúlofunarhringir og hægt að panta í 18 karata gulli en afgreiðslutíminn er þrír mánuður, og svo er ég með spinnerversjón af þeim hring. Sá er öllu meiri um sig og fer ekkert öllum, en það er mjög skemmtilegur mekanismi í honum."Brynja Sverris hefur mörg járn í eldinum.Skartgripalínan Umvafin trú endurspeglar drauminn um friðsamlega sambúð allra jarðarbúa af mismunandi kynflokkum á ólíkum menningarsvæðum. Trúartáknin fimm sem snúast á Bænahjólshringnum eru táknmyndir fyrir hin ótalmörgu trúarbrögð mannkynsins. Öll trúartáknin fá sama rúm og hafa sama gildi á hringnum sem tákn jafnréttis og samhljóms allra trúarbragða. Hluti ágóðans af skartgripalínunni Umvafin trú rennur til Íslandsdeildar Amnesty International en gripirnir eru unnir í Bretlandi og á Ítalíu. Brynja segir það vera draum sinn að geta látið vinna skartgripina á Íslandi en tæknin sé því miður ekki enn fyrir hendi. Hún hefur þó náið samband við Gullsmíðaverkstæði Hjálmars Torfasonar sem er þjónustuaðili skartgripanna á Íslandi.Hálsmen eftir Brynju úr línunni Umvafin trú.Brynja hefur að vanda mörg járn í eldinum. Hún er með innsetningu á sýningu eiginmanns síns, ljósmyndarans Brians Griffin, í St. Bernadines kirkjunni á Rue Poissy í París auk þess sem sýning á skartgripalínunni Embracing Faith stendur yfir í Magill's of London í Beckenham á Englandi. Hún segir líka ýmislegt annað í bígerð en er ekki tilbúin til að upplýsa hvað það er. „Það eina sem ég get sagt er að það eru spennandi tímar núna, nýir tímar," segir hún leyndardómsfull. fridrikab@frettabladid.is
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira