Höfundur Makalaus byrjuð með Kalla í Baggalút 17. ágúst 2010 17:00 Ást við fyrstu sýn! Tobba Marínós er ekki lengur makalaus en hún er ánægð í faðmi borgarfulltrúans Karls Siguðarsonar. „Jú ég get staðfest það. Við erum að hittast,“ svarar Þorbjörg Marinósdóttir (26), betur þekkt sem Tobba, spurð hvort hún og Karl Sigurðarson (34) borgarfulltrúi Besta flokksins og söngvari hljómsveitarinnar Baggalúts séu par. Athygli vakti þegar Tobba, höfundur bókarinnar Makalaus og einstakur ráðgjafi einhleypra stúlkna á landinu, breytti hjúskaparstöðu sinn frá einhleyp yfir í í sambandi á samkiptasíðunni Facebook í gær. „Við erum búin að vera að hittast síðan seint í sumar og bara smullum strax,“ segir Tobba, í skýjunum með Kalla. „Við erum rosalega ólík en samt svo lík. Okkur finnst til dæmis báðum alveg æðislegt að vera bara heima og spila rommý. En á meðan ég hlusta á FM957 hlustar hann á Rás tvö. Þegar ég fer í spinning á morgnana er hann að drattast heim af ölstofunni,“ segir Tobba hlæjandi og vill meina að þau séu með sama húmor og hlæi mikið þegar þau eru saman. En hvernig kynntust þau? „Sko þetta byrjaði allt þegar ég las frétt eftir kollega minn í Séð og Heyrt, þar sem ég vinn, að Kalli væri eini makalausi borgarfulltrúi Besta flokksins. Ég sá hann svo á Ölstofunni eitt kvöldið og reyndi að koma honum saman við aðra stelpu. Gekk upp að honum með stúlkuna og sagði þeim að kynnast. Hann bara hló að mér og svo fórum við að tala saman. Höfum eiginlega ekki hætt síðan,“ segir Tobba glöð í bragði en hlutirnir hafa æxlast hratt síðan parið hittist. Tobba, býr í Kópavogi, og hefur að eigin sögn aðeins einu sinni náð að lokka miðbæjarmanninn í heimsókn til sín. „Það hefur verið þannig hingað til að ég hef eytt helgunum í Reykjavík en virku dögunum í úthverfinu,“ segir Tobba og bætir við að hún og Karl deili stundum um það hvort sé betra að búa í Kópavogi eða Reykjavík. Tobba lokar ekki á að borgarfulltrúinn nái að lokka hana yfir í höfuðborgina í framtíðinni. Bókin Makalaus hefur notið mikillar velgengni undanfarið og stefnir Tobba á að senda frá sér Makalaus 2 í maí á næsta ári. „Ég er að vinna að framhaldinu og leggst í skriftir þegar um hægist.“ alfrun@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Gagnrýnir innihaldsefnin í matnum sem börnin fá: „Mér vægast sagt brá“ Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Sjá meira
„Jú ég get staðfest það. Við erum að hittast,“ svarar Þorbjörg Marinósdóttir (26), betur þekkt sem Tobba, spurð hvort hún og Karl Sigurðarson (34) borgarfulltrúi Besta flokksins og söngvari hljómsveitarinnar Baggalúts séu par. Athygli vakti þegar Tobba, höfundur bókarinnar Makalaus og einstakur ráðgjafi einhleypra stúlkna á landinu, breytti hjúskaparstöðu sinn frá einhleyp yfir í í sambandi á samkiptasíðunni Facebook í gær. „Við erum búin að vera að hittast síðan seint í sumar og bara smullum strax,“ segir Tobba, í skýjunum með Kalla. „Við erum rosalega ólík en samt svo lík. Okkur finnst til dæmis báðum alveg æðislegt að vera bara heima og spila rommý. En á meðan ég hlusta á FM957 hlustar hann á Rás tvö. Þegar ég fer í spinning á morgnana er hann að drattast heim af ölstofunni,“ segir Tobba hlæjandi og vill meina að þau séu með sama húmor og hlæi mikið þegar þau eru saman. En hvernig kynntust þau? „Sko þetta byrjaði allt þegar ég las frétt eftir kollega minn í Séð og Heyrt, þar sem ég vinn, að Kalli væri eini makalausi borgarfulltrúi Besta flokksins. Ég sá hann svo á Ölstofunni eitt kvöldið og reyndi að koma honum saman við aðra stelpu. Gekk upp að honum með stúlkuna og sagði þeim að kynnast. Hann bara hló að mér og svo fórum við að tala saman. Höfum eiginlega ekki hætt síðan,“ segir Tobba glöð í bragði en hlutirnir hafa æxlast hratt síðan parið hittist. Tobba, býr í Kópavogi, og hefur að eigin sögn aðeins einu sinni náð að lokka miðbæjarmanninn í heimsókn til sín. „Það hefur verið þannig hingað til að ég hef eytt helgunum í Reykjavík en virku dögunum í úthverfinu,“ segir Tobba og bætir við að hún og Karl deili stundum um það hvort sé betra að búa í Kópavogi eða Reykjavík. Tobba lokar ekki á að borgarfulltrúinn nái að lokka hana yfir í höfuðborgina í framtíðinni. Bókin Makalaus hefur notið mikillar velgengni undanfarið og stefnir Tobba á að senda frá sér Makalaus 2 í maí á næsta ári. „Ég er að vinna að framhaldinu og leggst í skriftir þegar um hægist.“ alfrun@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Gagnrýnir innihaldsefnin í matnum sem börnin fá: „Mér vægast sagt brá“ Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Sjá meira