Erlent

Átta hafa orðið úti í Póllandi

Á þotu í skotlandi Þessi piltur skemmti sér vel í snjónum.
fréttablaðið/AP
Á þotu í skotlandi Þessi piltur skemmti sér vel í snjónum. fréttablaðið/AP

Miklir kuldar og óvenjumikil snjókoma torvelda fólki lífið víða í Evrópu þessa dagana, einkum þó norðan til í álfunni.

Að minnsta kosti átta manns hafa orðið úti í Póllandi og flugvöllum hefur þurft að loka í Bretlandi, Danmörku og Sviss, auk þess sem þúsundir bílslysa hafa orðið, þar af tvö þúsund í Þýskalandi í fyrrinótt.

„Það er óvenjukalt loft yfir stórum hluta austanverðs Atlantshafs og þegar það mætir hlýju lofti, til dæmis frá Miðjarðarhafinu, fáum við mikið af snjó,“ segir Hainz Maurer, veðurfræðingur í Sviss.

Frostið var víða 20 til 30 stig á Celsius og spáð er miklum næturkuldum áfram en í dag ætti að draga úr snjókomunni.

Loka þurfti Gatwick-flugvelli við London í gær og þurfti af þeim sökum að fresta um 600 flugferðum. Einnig þurfti að loka flugvellinum í Genf og miklar tafir urðu á flugvellinum í Zürich.

Í Danmörku voru íbúar á Sjálandi hvattir til að halda sig heima meðan versta veðrið gengi yfir.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×