Segir óábyrgt af Wikileaks að birta gögn um sæstrengi 7. desember 2010 06:30 Bjarni K. Þorvarðarson Fjarskiptafélagið Hibernia Atlantic er ekki með sérstakan viðbúnað þrátt fyrir að lendingarstaðir þess fyrir ljósleiðara séu á lista bandarískra stjórnvalda yfir þjóðhagslega mikilvæga staði. Hibernia Atlantic er í eigu íslenska félagsins Hibernia Group, sem aftur er í meirihlutaeigu Columbia Ventures, félags Kenneths Peterson. Vefsíðan Wikileaks birti listann á sunnudag, en á honum er að finna fjölda fyrirtækja og starfsemi um heim allan sem bandarísk stjórnvöld telja mikilvæg eigin þjóðarhag, en eru staðsett fyrir utan Bandaríkin. Má þar nefna lyfjaverksmiðjur í Evrópu og námur í Afríku þar sem unnin eru efni í rafhlöður. Þá er að finna á listanum yfirlit yfir alla helstu lendingarstaði ljósleiðara sem tengja Bandaríkin við umheiminn. Birtingin hefur verið gagnrýnd þar sem með henni sé búið að búa til lista yfir möguleg skotmörk fyrir hryðjuverkasamtök sem skaða vilja Bandaríkin. Bjarni K. Þorvarðarson, forstjóri Hibernia Atlantic, tekur undir með þeim sem gagnrýnt hafa birtinguna. Í gögnum þeim sem birt voru á Wikileaks eru nefndir landtökustaðir sæstrengja Hibernia í Halifax í Kanada og í Southport í Bretlandi. „En þetta breytir svo sem engu fyrir okkur. Allt eru þetta opinberar upplýsingar sem koma fram í þessu skjali og engin leyndarmál," segir hann, en kveður þó um leið spurningu vakna um hversu mikið vit sé í að birta á einum stað hvaða sæstrengir það séu sem halda uppi alþjóðaviðskiptum og internetinu.„Sá sem hefur áhuga getur vissulega fundið þetta allt út, en það tæki heillangan tíma. En þarna er það tekið saman sem iðnaðurinn hefur af öryggisástæðum reynt að gera ekki," segir hann og bætir við að sæstrengir verði illa girtir af. „Þeir liggja þarna og eru öllum aðgengilegir. Það vill enginn að herþotur fljúgi yfir þeim í sífellu til að passa upp á þá og þess vegna er dálítið óábyrgt, verður maður að ætla, að birta allar þessar upplýsingar á einum stað." Þó svo að birting þessara upplýsinga breyti engu hvað starfsemi Hibernia varðar þá segir Bjarni að hún veki athygli á því að huga þurfi að því hvernig öryggismálum þessara strengja sem eru hagkerfum heimsins mikilvægir er háttað. „Fyrir mitt leyti sé ég ekki að neinum sé í hag að svona skjal sé birt opinberlega," segir Bjarni, en kveðst um leið hafa fullan skilning á því að bandarísk stjórnvöld taki svona skjal saman. „Þeim er mikið í mun að þessir sæstrengir séu uppi og óhultir." olikr@frettabladid.is WikiLeaks Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Fleiri fréttir Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Sjá meira
Fjarskiptafélagið Hibernia Atlantic er ekki með sérstakan viðbúnað þrátt fyrir að lendingarstaðir þess fyrir ljósleiðara séu á lista bandarískra stjórnvalda yfir þjóðhagslega mikilvæga staði. Hibernia Atlantic er í eigu íslenska félagsins Hibernia Group, sem aftur er í meirihlutaeigu Columbia Ventures, félags Kenneths Peterson. Vefsíðan Wikileaks birti listann á sunnudag, en á honum er að finna fjölda fyrirtækja og starfsemi um heim allan sem bandarísk stjórnvöld telja mikilvæg eigin þjóðarhag, en eru staðsett fyrir utan Bandaríkin. Má þar nefna lyfjaverksmiðjur í Evrópu og námur í Afríku þar sem unnin eru efni í rafhlöður. Þá er að finna á listanum yfirlit yfir alla helstu lendingarstaði ljósleiðara sem tengja Bandaríkin við umheiminn. Birtingin hefur verið gagnrýnd þar sem með henni sé búið að búa til lista yfir möguleg skotmörk fyrir hryðjuverkasamtök sem skaða vilja Bandaríkin. Bjarni K. Þorvarðarson, forstjóri Hibernia Atlantic, tekur undir með þeim sem gagnrýnt hafa birtinguna. Í gögnum þeim sem birt voru á Wikileaks eru nefndir landtökustaðir sæstrengja Hibernia í Halifax í Kanada og í Southport í Bretlandi. „En þetta breytir svo sem engu fyrir okkur. Allt eru þetta opinberar upplýsingar sem koma fram í þessu skjali og engin leyndarmál," segir hann, en kveður þó um leið spurningu vakna um hversu mikið vit sé í að birta á einum stað hvaða sæstrengir það séu sem halda uppi alþjóðaviðskiptum og internetinu.„Sá sem hefur áhuga getur vissulega fundið þetta allt út, en það tæki heillangan tíma. En þarna er það tekið saman sem iðnaðurinn hefur af öryggisástæðum reynt að gera ekki," segir hann og bætir við að sæstrengir verði illa girtir af. „Þeir liggja þarna og eru öllum aðgengilegir. Það vill enginn að herþotur fljúgi yfir þeim í sífellu til að passa upp á þá og þess vegna er dálítið óábyrgt, verður maður að ætla, að birta allar þessar upplýsingar á einum stað." Þó svo að birting þessara upplýsinga breyti engu hvað starfsemi Hibernia varðar þá segir Bjarni að hún veki athygli á því að huga þurfi að því hvernig öryggismálum þessara strengja sem eru hagkerfum heimsins mikilvægir er háttað. „Fyrir mitt leyti sé ég ekki að neinum sé í hag að svona skjal sé birt opinberlega," segir Bjarni, en kveðst um leið hafa fullan skilning á því að bandarísk stjórnvöld taki svona skjal saman. „Þeim er mikið í mun að þessir sæstrengir séu uppi og óhultir." olikr@frettabladid.is
WikiLeaks Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Fleiri fréttir Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Sjá meira