Henning: Frábært að fá að spila á móti besta liðinu á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2010 22:12 Henning Henningsson, þjálfari Hauka. Mynd/Daníel Henning Henningsson, þjálfari Hauka, var kátur eftir 81-74 sigur Haukaliðsins á Grindavík í öðrum leik liðanna í sex liða úrslitum úrslitakeppninni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Með sigrinum tryggði Haukaliðið sér sæti í undanúrslitunum. „Þetta snýst um það að vera tilbúin núna. Við erum búnar að vera að berjast á fullu í þessum neðri hluta. Við erum búin að vera undirbúa okkur fyrir það sem við ætluðum að gera," segir Henning en Haukarnir eru búnar að vinna 13 af 14 síðustu leikjum sínum í deild, bikar og úrslitakeppni. „Við fengum góðan bikarleik fyrir hálfum mánuði síðan og hann sýndi okkur að við getum ýmislegt ef viljinn er fyrir hendi. Þessi leikir á móti Grindavík voru hörkuleikir og ég segi að það var bara happa eða glappa hvar sigurinn í báðum leikjunum myndi lenda. Við vorum heppnar að sigurinn lenti okkar megin. Við héldum haus í lokinn og þetta féll okkar megin" segir Henning hógvær. Heather Ezell var í strangri gæslu í kvöld en það kom ekki að sök og hin danska Kiki Lund blómstraði í staðinn. „Liðin hafa lagt ofurkapp að stoppa Heather í vetur. Hún er líkamlega sterkari heldur en allir aðrir leikmenn í deildinni. Það er svolítið hangið í henni. Kiki nýtti tækifærið sín vel í dag og Hetaher var líka að finna hana. Þær voru að spila mjög vel saman," segir Henning og hann er ánægður með bandaríska bakvörðinn sinn Heather Ezell sem var með 54 stig og 20 stoðsendingar í leikjunum tveimur á móti Grindavík. „Það er frábært að fá að spila á móti besta liðinu á Íslandi. Við stefndum á að komast í þessi undanúrslit og það er virkilega gaman að fá að spila við KR," segir Henning og bætir við: „Við skulum vona það að við mætum til leiks með allt annað lið en í síðasta leik á móti þeim þegar við töpuðum með 32 stigum. Ég ætla ekki aðkoma með neinar yfirlýsingar. Við ætlum að undirbúa okkur vel fyrir þessa leiki. Það var mjög gott að klára þetta einvígi 2-0 því þá fáum við mikilvæga daga til þess að hvíla okkur. Við ætlum að nota þessa daga til þess að stilla saman strengina og fínpússa hlutina og mætum síðan tilbúnar í Vesturbæinn á laugardaginn," sagði Henning að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Íslenski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Sjá meira
Henning Henningsson, þjálfari Hauka, var kátur eftir 81-74 sigur Haukaliðsins á Grindavík í öðrum leik liðanna í sex liða úrslitum úrslitakeppninni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Með sigrinum tryggði Haukaliðið sér sæti í undanúrslitunum. „Þetta snýst um það að vera tilbúin núna. Við erum búnar að vera að berjast á fullu í þessum neðri hluta. Við erum búin að vera undirbúa okkur fyrir það sem við ætluðum að gera," segir Henning en Haukarnir eru búnar að vinna 13 af 14 síðustu leikjum sínum í deild, bikar og úrslitakeppni. „Við fengum góðan bikarleik fyrir hálfum mánuði síðan og hann sýndi okkur að við getum ýmislegt ef viljinn er fyrir hendi. Þessi leikir á móti Grindavík voru hörkuleikir og ég segi að það var bara happa eða glappa hvar sigurinn í báðum leikjunum myndi lenda. Við vorum heppnar að sigurinn lenti okkar megin. Við héldum haus í lokinn og þetta féll okkar megin" segir Henning hógvær. Heather Ezell var í strangri gæslu í kvöld en það kom ekki að sök og hin danska Kiki Lund blómstraði í staðinn. „Liðin hafa lagt ofurkapp að stoppa Heather í vetur. Hún er líkamlega sterkari heldur en allir aðrir leikmenn í deildinni. Það er svolítið hangið í henni. Kiki nýtti tækifærið sín vel í dag og Hetaher var líka að finna hana. Þær voru að spila mjög vel saman," segir Henning og hann er ánægður með bandaríska bakvörðinn sinn Heather Ezell sem var með 54 stig og 20 stoðsendingar í leikjunum tveimur á móti Grindavík. „Það er frábært að fá að spila á móti besta liðinu á Íslandi. Við stefndum á að komast í þessi undanúrslit og það er virkilega gaman að fá að spila við KR," segir Henning og bætir við: „Við skulum vona það að við mætum til leiks með allt annað lið en í síðasta leik á móti þeim þegar við töpuðum með 32 stigum. Ég ætla ekki aðkoma með neinar yfirlýsingar. Við ætlum að undirbúa okkur vel fyrir þessa leiki. Það var mjög gott að klára þetta einvígi 2-0 því þá fáum við mikilvæga daga til þess að hvíla okkur. Við ætlum að nota þessa daga til þess að stilla saman strengina og fínpússa hlutina og mætum síðan tilbúnar í Vesturbæinn á laugardaginn," sagði Henning að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Íslenski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum