Íslenski boltinn

Erna Björk: Þetta var sérstaklega sætt fyrir mig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erna Björk Sigurðardóttir, fyrirliði Blika.
Erna Björk Sigurðardóttir, fyrirliði Blika. Mynd/Stefán

„Ég held að ég hafi fagnað manna mest þegar Sandra skoraði í lokin," sagði Erna Björk Sigurðardóttir, fyrirliði Blika eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í kvöld. Mistök Ernu gáfu Stjörnunni víti og höfðu næstum því kostað Breiðablik sigurinn. Sandra Sif Magnúsdóttir bjargaði hinsvegar fyrirliðanum sínum með því að skora sigurmarkið í uppbótartíma.

„Þetta var eintóm stöðubarátta út um allan völl," sagði Erna aðspurð um hörkuna sem var í leiknum en hvergi var gefið eftir og margar harðar tæklingar litu dagsins ljós.

„Við bökkuðum full mikið í seinni hálfleik. Það var ekki sett þannig upp heldur gerðist það ósjálfrátt. Kannski var hluti af skýringunni að Hlín átti að koma og setjast fyrir framan vörnina. Við vorum svolítið kærulausar í endann," sagði Erna Björk um þróun mála í seinni hálfleiknum þegar Blikar gáfu mikið eftir.

„Það var mjög ljúft að vinna þetta í lokin og þetta var mjög sætur sigur sérstaklega fyrir mig af því að ég gaf vítið," sagði Erna Björk. Erna fékk eins og áður sagði á sig víti í lokin og var ekki alveg sátt við það.

„Mér fannst þetta ekki vera víti því ég fer í boltann en tek hana með. Þetta var mjög tæpt víti," sagði Erna Björk.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×