Körfubolti

Stóra barnið tryggði Boston sigurinn

Glen Davis fagnar sigurkörfu sinni gegn Orlando í nótt
Glen Davis fagnar sigurkörfu sinni gegn Orlando í nótt AP

Glen "Big Baby" Davis var reyndist hetja Boston Celtics í nótt þegar hann skoraði sigurkörfu liðsins gegn Orlando Magic um leið og lokaflautið gall.

Boston vann þennan æsispennandi leik í Orlando 95-94 og hefur þar með jafnað metin í einvíginu í 2-2. Davis skoraði tvær stórar körfur á lokasprettinum, þar á meðal sigurkörfuna. Hann fékk boltann á vinstri kantinum frá Paul Pierce, sem hikaði ekki að senda á þéttvaxinn félaga sinn.

"Gefið mér smá séns hérna. Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri eitthvað svona," sagði Davis þegar hann var umkringdur blaðamönnum eins og stórstjarna eftir leikinn.

Paul Pierce var atkvæðamestur hjá Boston með 27 stig og þeir Davis og Rajon Rondo skoruðu 21 stig hvor. Rondo hirti 14 fráköst.

Hjá Orlando var Dwight Howard atkvæðamestur með 23 stig og 17 fráköst og Rashard Lewis 22 stig.

"Þetta er frábært," sagði Paul Pierce hjá Boston, sem virðist skemmta sér manna best í allri dramatíkinni. "Ég var búinn að segja að mér þætti æðislegt veður hérna niðurfrá og því væri ég alveg til í að koma hingað aftur," sagði Pierce.

Liðin mætast í Boston á þriðjudagskvöldið og svo aftur í Orlando á fimmtudagskvöldið.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×