Fótbolti

Vill enginn kaupa gömlu stjörnurnar hjá Real Madrid?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Real Madrid hefur ekki tekist að selja Klaas Jan Huntelaar.
Real Madrid hefur ekki tekist að selja Klaas Jan Huntelaar. Mynd/AFP

Spænska liðinu Real Madrid gengur illa að selja leikmenn til að eiga fyrir frekari fjárfestingum í nýjum leikmönnum.

Spænska stórliðið hefur þegar eitt meira en 200 milljónum evra í fjóra leikmenn og ætli liðið að kaupa miðjumann og varnarmann sem það sárvantar þá þarf liðið að fá pening inn.

„Við erum stöðugt að vinna í leikmannamálum okkar en það verða ekki fleiri leikmenn keyptir nema ef að við náum að selja einhverja leikmenn á móti," sagði Jorge Valdano, yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid.

Real Madrid var við það að selja Klaas Jan Huntelaar til VfB Stuttgart fyrir 18 milljónir evra en ekkert varð af þeirri sölu. Meðal annarra leikmanna sem eru til sölu hjá Real eru þeir Ruud van Nistelrooy, Royston Drenthe og Mahamadou Diarra.

„Í sumum tilfellum vilja leikmenn ekki fara og í aðra koma engin kauptilboð. Það er ekki auðvelt að sannfæra leikmenn um að yfirgefa Real Madrid og fara í smærra lið," sagði Valdano við spænska blaðið Publico.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×