KR-ingar unnu fyrsta leikinn á móti Grindavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2009 15:26 Það er ekkert gefið eftir í DHL-Höllinni. Mynd/Arnþór KR vann 88-84 sigur á Grindavík í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. KR var með stórt forskot í seinni hálfleik en var nærri því búið að glutra því niður í lokin. Leikslok: KR-Grindavík 88-84 KR-ingar léku frábærlega fram í fjórða leikhluta þegar þeir slökuðu á og hleyptu Grindavík inn í leikinn. Fannar Ólafssson og Helgi Már Magnússon léku frábærlega fyrir KR og nýttu sér það að Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson voru í strangri gæslu. Brenton Birmingham og Helgi Jónas Guðfinsson voru mjög góðir í lokaleikhlutanum en endasprettur liðsins kom og seint. Nick Bradford hélt uppi sóknarleiknum og endaði með 38 stig. Stig KR: Fannar Ólafsson 22, Helgi Már Magnússon 22, Jason Dourisseau 17, Jón Arnór Stefánsson 15, Jakob Örn Sigurðarson 8, Brynjar Björnsson 2, Baldur Ólafsson 2. Stig Grindavíkur: Nick Bradford 38, Helgi Jónas Guðfinnsson 13, Brenton Birmingham 12, Arnar Freyr Jónsson 6, Páll kristinsson 6, Davíð Páll Hermannsson 4, Þorleifur Ólafsson 3, Páll Axel Vilbergsson 2. Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum en til þessa að uppfæra nýjustu stöðuna í leiknum þarf að ýta á Refresh-takkann eða F5-takkann á lyklaborðinu. Textalýsingin birtist þá hér að neðan. Það er einnig hægt að fylgjast með tölfræði leiksins beint á netinu á KKÍ-síðunni auk þess sem leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Byrjunarlið liðanna í dag : KR (Jason Dourisseau, Fannar Ólafsson, Jakob Örn Sigurðarson, Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon)Grindavík (Nick Bradford, Arnar Freyr Jónsson, Páll Kristinsson, Brenton Birmingham, Þorleifur Ólafsson) 4. leikhluti: KR-Grindavík 88-84 (leik lokið) 88-84 Nick Bradford skorar þrist og endar með 38 stig í leiknum en endasprettur Grindavíkur byrjaði of seint. 86-81 Nick Bradford nær sóknarfrákösti og fer á vítalínuna. Nick nýtir annað vítið en Brenton nær sóknarfrákasti og skorar. 86-78 Nick Bradford skorar og Grindavík nær síðan boltanum. Jón Arnór tekur risastórt varnarfrákast. 86-76 Fannar Ólafsson hittir úr báðum vítunum og kemur KR aftur tíu stigum yfir. Fannar er búinn að skora 20 stig í leiknum. 84-76 Fannar Ólafsson fær tvö víti en Grindavík tekur leikhlé á undan þeim. 84-76 Brenton setur niður þrist og munurinn er bara átta stig. Brenton er búinn að skora átta stiga á stuttum tíma. 84-73 Nick Bradford skorar og er kominn með 32 stig. Grindavík er farið að stoppa í vörninni. Brenton er að spila flotta vörn þessa stundina. 83-71 Helgi Jónas er kominn i gang og setti niður þriðja þristinn á stuttum tíma. Grindavík er enn inn í leiknum. Páll Kristinsson er kominn með fimm villur og skurð á hökuna. 81-68 Brenton fær tvö bónusvíti og setur þau bæði niður. Nú munar 13 stigum á liðunum og það eru enn fjórar mínútur eftir. Helgi Már fær dæmdan á sig ruðning og það er hans fimmta villa 79-63 Helgi Már kemur aftur inn á og skorar langþráð stig fyrir KR. Hann er búinn að skora 22 stig í dag. 77-63 Brenton fiskar ruðning á Jason og Grindavík nær að minnka muninn niður í 14 stig með körfu frá Páli Kristinssyni eftir sóknafrákast. 77-61 Grindvíkingar eru búnir að skora átta stig í röð og KR tekur leikhlé. Grindvíkingar eru ekki alveg hættir. 74-56 Brenton skorar körfu úr hraðaupphlaupi og fær víti að auki. Hann er kominn með 5 stig. 77-53 Davíð Páll Hermannsson skorar fyrstu körfu 4. leikhlutans en Jakob Sigurðarson svarar með þristi, sínum fyrsta í leiknum. Grindavík byrjar með boltann. 3. leikhluti: KR-Grindavík 74-51 (3. leikhluti búinn) 74-51 KR-ingar eru 23 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. KR er að spila frábæra vörn og það eru allir ógnandi í sókninni. Jón og Jakob eru samt bara með 17 stig samanlagt og þar af hefur Jakob aðeins skorað 2 stig. Helgi og Fannar hafa skorað saman 36 stig. 72-51 Nick Bradford heldur áfram að skora en Helgi Már svarar með þrist og er búinn að skora 20 stig fyrir KR. Bradford er kominn með 28 af 51 stigi Grindavíkur í dag. 68-48 Helgi Már setur þrist eftir frábæra sendingu frá Jóni Arnóri aftur fyrir bak. Fannar skora síðan enn eina körfuna og aftur er Jón að finna félaga sína. Helgi er kominn með 16 stig og Fannar er búinn að skora 14 stig. 63-45 Liðin eru að skiptast á körfum. Nick Bradford er kominn með 25 stig en næsti Grindvíkingur er með 6 stig. 61-44 Nick Bradford heldur Grindavík gjörsamlega á floti en hann er kominn með 23 stig. Helgi Már er að spila vel hjá KR og svarar með flottri körfu. 59-41 KR-ingar halda áfram að refsa vandræðalegum sóknarleik Grindavíkur með því að skora á þá úr hraðaupphlaupum. Það er ekki margt í stöðunni hjá Grindavík eins og þetta gengur hjá þeim núna. 57-41 Arnar Freyr Jónsson skorar körfu og fær víti að auki. Fannar Ólafsson skorar laglega körfur, hann er í miklu stuði og er kominn með 12 stig. 55-36 Fannar Ólafsson skorar fyrstu körfu seinni hálfleiks eftir sendingu frá Jakobi og ver síðan skot Páls Axels í næstu sókn. Jón Arnór skorar síðan hraðaupphlaupskörfu, setur niður víti að auki og kemur KR 19 stigum yfir. 50-36 Seinni hálfleikur byrjar á því að bæði lið sýna klaufalega tilburði í sóknum sínum. KR-ingar byrja með boltann í seinni hálfleik. Grindvíkingar þurfa að byrja vel ætli þeir að eiga von um að koma til baka í þessum leik. Hálfleikur: KR-ingar hafa spilað frábær vörn og skorað grimmt á Grindavík úr hraðaupphlaupum. Grindavík náði að minnka muninn í öðrum leikhluta eftir slæma byrjun í fyrsta leikhluta en góður endasprettur KR-liðsins færði þeim 14 stiga forskot í hálfleik. Stig KR: Jason 14, Jón Arnór 10, Helgi Már 9, Fannar 8, Pálmi 3, Jakob 2, Brynjar 2, Baldur 2. Stig Grindavíkur: Nick 18, Páll Kristinsson 4, Helgi Jónas 4, Arnar Freyr 3, Þorleifur 3, Páll Axel 2, Brenton 2. 2. leikhluti: KR-Grindavík 50-36 (Hálfleikur) 50-36 Pálmi Freyr Sigurgeirsson hefur átt frábæra innkomu í lok hálfleiksins og endar 2. leikhluta á því að stela boltanum og skora þriggja stiga körfu rétt innan miðju. 45-36 Jason er allt í öllu hjá KR og skorar laglega körfu. Í næstu sókn Grindvíkinga kemst Páll Axel loksins á blað. 43-34 KR-ingar ná góðum spretti sem endar með að Jason treður boltanum glæsilega í körfuna. Jason er kominn með 12 stig í leiknum. Grindavík tekur leikhlé. 39-33 Darri Hilmarsson klikkar á tveimur vítum og KR er aðeins búið að nýta 2 af 11 vítum sínum í leiknum. Grindavík er búið að hitta úr 10 af 12 vítum sínum. 39-33 Jason fer enn á ný illa með vítaskot hjá KR en hann er búinn að klikka á 6 af 8 vítum sínum í leiknum. 39-33 Brenton kemst á blað með frábærri körfu eftir sóknarfrákast en Jón Arnór svarar um leið og fær víti að auki sem hann nýtir þó ekki. 36-30 Brenton Birmingham og Páll Axel Vilbergsson hafa hvorugir náð að skora en Nick Bradford er kominn með 17 stig. 36-30 Páll Kristinsson skorar fyrir Grindavík sem hefur skorað 6 stig í röð síðan að Nick og Brenton komu aftur inn. KR tekur leikhlé. 36-28 Grindavík er komið í bónus og Nick Bradford minnkar muninn í átta stig með tveimur vítaskotum. 36-26 Nick og Brenton eru komnir aftur inn á völlinn og Nick skorar laglega körfu og fær víti að auki. Hann er kominn með 15 stig í leiknum. 36-23 Brynjar Þór Björnsson brýtur ísinn með enn einni hraðaupphlaupssendingu nú eftir langa sendingu frá Jason. 34-23 Það hefur verið lítið skorað síðustu mínútur og dómarar leiksins eru að leyfa mjög mikið. Jason klikkar á tveimur vítum. 34-23 KR-ingar taka upp þráðinn frá því í fyrsta leikhluta og Jason skorar fyrstu tvær körfunar. Helgi Jónas svarar með þristi. KR-ingar buðu upp á flotta danssýningu í hlénu á milli leikhluta. 1. leikhluti: KR-Grindavík 30-18 (leikhluta lokið) KR-ingar eru með tólf stiga forskot eftir fyrsta leikhlutann. Þeir hafa spilað góða vörn og refsað Grindvíkingum síðan með vel útfærðum hraðaupphlaupum. Fannar Ólafsson er stigahæstur KR-inga með 8 stig en Helgi Már Magnússon hefur skorað 7 stig. Nick Bradford er með 10 stig hjá Grindavík. 30-18 KR-ingar eru komnir á vítalínuna í fyrsta sinn og Jason Dourisseau setur annað vítið niður 29-18 Grindavík er enn ekki búið að fá villu í leiknum en Grindvíkingar eru sjálfir löngu komnir í bónus. 27-16 Nick Bradford brýtur loks ísinn úr hraðaupphlaupi eftir flotta sendingu frá Brenton sem er búinn að gefa þrjár slíkar. Nick er kominn með 10 stig. 27-14 Þetta lítur ekki vel út hjá Grindavík, KR-vörnin er frábær og þeir skora hvað eftir annað úr hraðaupphlaupum. 21-14 Jón Arnór er nú allt í öll þar sem hann hefur skorað tvo þrista og gefið eina flotta stoðsendingu. Grindavík tekur leikhlé. 16-10 Jón Arnór skorar sína fyrstu körfu - setti þrist úr horninu. 13-8 KR-ingar fara ítrekað á Pál Axel með góðum árangri. Fyrirliðinn er greinilega langt frá því að vera nógu góður af meiðslunum. 11-2 Það gengur ekkert hjá Grindavík gegn grimmri vörn KR. Helgi Már Magnússon er kominn með 7 stig á fyrstu þremur mínútunum 7-2 KR-ingar byrja leikinn vel og Helgi Már er kominn með 5 stig. 5-0 Helgi Már Magnússon skorar fyrstu körfu lokaúrslitann með þriggja stiga skoti í hraðaupphlaupi. KR-ingar skora fimm fyrstu stig leiksins. Páll Axel Vilbergsson er í byrjunarliðinu sem eru góðar fréttir fyrir Grindvíkinga. Leikurinn er að hefjast. Dómarar leiksins eru Kristinn Óskarsson og Björgvin Rúnarsson og eftirlitsdómari er Lárus Ingi Magnússon. Fyrir leik: KR-ingar kölluðu fram á gólf og heiðruðu Íslands- og bikarmeistara KR frá árinu 1979 en þetta er síðasta liðið sem vann tvöfalt hjá félaginu. Það vekur athygli að þrír leikmenn Grindavíkur hita upp í öðruvísi galla en aðrir leikmenn liðsins. Það eru þeir Páll Axel Vilbergsson, Brenton Birmingham og Nick Bradford. Fólk er þegar farið að streyma inn í salinn og það er ljóst að það verður frábær mæting á leikinn. Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Grindavíkur, var mættur snemma inn í sal og hann er greinilega tilbúinn að spila. Það á þó eftir að koma í ljós hversu mikil áhrif meiðslin koma til með að hafa áhrif á hann. Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
KR vann 88-84 sigur á Grindavík í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. KR var með stórt forskot í seinni hálfleik en var nærri því búið að glutra því niður í lokin. Leikslok: KR-Grindavík 88-84 KR-ingar léku frábærlega fram í fjórða leikhluta þegar þeir slökuðu á og hleyptu Grindavík inn í leikinn. Fannar Ólafssson og Helgi Már Magnússon léku frábærlega fyrir KR og nýttu sér það að Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson voru í strangri gæslu. Brenton Birmingham og Helgi Jónas Guðfinsson voru mjög góðir í lokaleikhlutanum en endasprettur liðsins kom og seint. Nick Bradford hélt uppi sóknarleiknum og endaði með 38 stig. Stig KR: Fannar Ólafsson 22, Helgi Már Magnússon 22, Jason Dourisseau 17, Jón Arnór Stefánsson 15, Jakob Örn Sigurðarson 8, Brynjar Björnsson 2, Baldur Ólafsson 2. Stig Grindavíkur: Nick Bradford 38, Helgi Jónas Guðfinnsson 13, Brenton Birmingham 12, Arnar Freyr Jónsson 6, Páll kristinsson 6, Davíð Páll Hermannsson 4, Þorleifur Ólafsson 3, Páll Axel Vilbergsson 2. Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum en til þessa að uppfæra nýjustu stöðuna í leiknum þarf að ýta á Refresh-takkann eða F5-takkann á lyklaborðinu. Textalýsingin birtist þá hér að neðan. Það er einnig hægt að fylgjast með tölfræði leiksins beint á netinu á KKÍ-síðunni auk þess sem leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Byrjunarlið liðanna í dag : KR (Jason Dourisseau, Fannar Ólafsson, Jakob Örn Sigurðarson, Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon)Grindavík (Nick Bradford, Arnar Freyr Jónsson, Páll Kristinsson, Brenton Birmingham, Þorleifur Ólafsson) 4. leikhluti: KR-Grindavík 88-84 (leik lokið) 88-84 Nick Bradford skorar þrist og endar með 38 stig í leiknum en endasprettur Grindavíkur byrjaði of seint. 86-81 Nick Bradford nær sóknarfrákösti og fer á vítalínuna. Nick nýtir annað vítið en Brenton nær sóknarfrákasti og skorar. 86-78 Nick Bradford skorar og Grindavík nær síðan boltanum. Jón Arnór tekur risastórt varnarfrákast. 86-76 Fannar Ólafsson hittir úr báðum vítunum og kemur KR aftur tíu stigum yfir. Fannar er búinn að skora 20 stig í leiknum. 84-76 Fannar Ólafsson fær tvö víti en Grindavík tekur leikhlé á undan þeim. 84-76 Brenton setur niður þrist og munurinn er bara átta stig. Brenton er búinn að skora átta stiga á stuttum tíma. 84-73 Nick Bradford skorar og er kominn með 32 stig. Grindavík er farið að stoppa í vörninni. Brenton er að spila flotta vörn þessa stundina. 83-71 Helgi Jónas er kominn i gang og setti niður þriðja þristinn á stuttum tíma. Grindavík er enn inn í leiknum. Páll Kristinsson er kominn með fimm villur og skurð á hökuna. 81-68 Brenton fær tvö bónusvíti og setur þau bæði niður. Nú munar 13 stigum á liðunum og það eru enn fjórar mínútur eftir. Helgi Már fær dæmdan á sig ruðning og það er hans fimmta villa 79-63 Helgi Már kemur aftur inn á og skorar langþráð stig fyrir KR. Hann er búinn að skora 22 stig í dag. 77-63 Brenton fiskar ruðning á Jason og Grindavík nær að minnka muninn niður í 14 stig með körfu frá Páli Kristinssyni eftir sóknafrákast. 77-61 Grindvíkingar eru búnir að skora átta stig í röð og KR tekur leikhlé. Grindvíkingar eru ekki alveg hættir. 74-56 Brenton skorar körfu úr hraðaupphlaupi og fær víti að auki. Hann er kominn með 5 stig. 77-53 Davíð Páll Hermannsson skorar fyrstu körfu 4. leikhlutans en Jakob Sigurðarson svarar með þristi, sínum fyrsta í leiknum. Grindavík byrjar með boltann. 3. leikhluti: KR-Grindavík 74-51 (3. leikhluti búinn) 74-51 KR-ingar eru 23 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. KR er að spila frábæra vörn og það eru allir ógnandi í sókninni. Jón og Jakob eru samt bara með 17 stig samanlagt og þar af hefur Jakob aðeins skorað 2 stig. Helgi og Fannar hafa skorað saman 36 stig. 72-51 Nick Bradford heldur áfram að skora en Helgi Már svarar með þrist og er búinn að skora 20 stig fyrir KR. Bradford er kominn með 28 af 51 stigi Grindavíkur í dag. 68-48 Helgi Már setur þrist eftir frábæra sendingu frá Jóni Arnóri aftur fyrir bak. Fannar skora síðan enn eina körfuna og aftur er Jón að finna félaga sína. Helgi er kominn með 16 stig og Fannar er búinn að skora 14 stig. 63-45 Liðin eru að skiptast á körfum. Nick Bradford er kominn með 25 stig en næsti Grindvíkingur er með 6 stig. 61-44 Nick Bradford heldur Grindavík gjörsamlega á floti en hann er kominn með 23 stig. Helgi Már er að spila vel hjá KR og svarar með flottri körfu. 59-41 KR-ingar halda áfram að refsa vandræðalegum sóknarleik Grindavíkur með því að skora á þá úr hraðaupphlaupum. Það er ekki margt í stöðunni hjá Grindavík eins og þetta gengur hjá þeim núna. 57-41 Arnar Freyr Jónsson skorar körfu og fær víti að auki. Fannar Ólafsson skorar laglega körfur, hann er í miklu stuði og er kominn með 12 stig. 55-36 Fannar Ólafsson skorar fyrstu körfu seinni hálfleiks eftir sendingu frá Jakobi og ver síðan skot Páls Axels í næstu sókn. Jón Arnór skorar síðan hraðaupphlaupskörfu, setur niður víti að auki og kemur KR 19 stigum yfir. 50-36 Seinni hálfleikur byrjar á því að bæði lið sýna klaufalega tilburði í sóknum sínum. KR-ingar byrja með boltann í seinni hálfleik. Grindvíkingar þurfa að byrja vel ætli þeir að eiga von um að koma til baka í þessum leik. Hálfleikur: KR-ingar hafa spilað frábær vörn og skorað grimmt á Grindavík úr hraðaupphlaupum. Grindavík náði að minnka muninn í öðrum leikhluta eftir slæma byrjun í fyrsta leikhluta en góður endasprettur KR-liðsins færði þeim 14 stiga forskot í hálfleik. Stig KR: Jason 14, Jón Arnór 10, Helgi Már 9, Fannar 8, Pálmi 3, Jakob 2, Brynjar 2, Baldur 2. Stig Grindavíkur: Nick 18, Páll Kristinsson 4, Helgi Jónas 4, Arnar Freyr 3, Þorleifur 3, Páll Axel 2, Brenton 2. 2. leikhluti: KR-Grindavík 50-36 (Hálfleikur) 50-36 Pálmi Freyr Sigurgeirsson hefur átt frábæra innkomu í lok hálfleiksins og endar 2. leikhluta á því að stela boltanum og skora þriggja stiga körfu rétt innan miðju. 45-36 Jason er allt í öllu hjá KR og skorar laglega körfu. Í næstu sókn Grindvíkinga kemst Páll Axel loksins á blað. 43-34 KR-ingar ná góðum spretti sem endar með að Jason treður boltanum glæsilega í körfuna. Jason er kominn með 12 stig í leiknum. Grindavík tekur leikhlé. 39-33 Darri Hilmarsson klikkar á tveimur vítum og KR er aðeins búið að nýta 2 af 11 vítum sínum í leiknum. Grindavík er búið að hitta úr 10 af 12 vítum sínum. 39-33 Jason fer enn á ný illa með vítaskot hjá KR en hann er búinn að klikka á 6 af 8 vítum sínum í leiknum. 39-33 Brenton kemst á blað með frábærri körfu eftir sóknarfrákast en Jón Arnór svarar um leið og fær víti að auki sem hann nýtir þó ekki. 36-30 Brenton Birmingham og Páll Axel Vilbergsson hafa hvorugir náð að skora en Nick Bradford er kominn með 17 stig. 36-30 Páll Kristinsson skorar fyrir Grindavík sem hefur skorað 6 stig í röð síðan að Nick og Brenton komu aftur inn. KR tekur leikhlé. 36-28 Grindavík er komið í bónus og Nick Bradford minnkar muninn í átta stig með tveimur vítaskotum. 36-26 Nick og Brenton eru komnir aftur inn á völlinn og Nick skorar laglega körfu og fær víti að auki. Hann er kominn með 15 stig í leiknum. 36-23 Brynjar Þór Björnsson brýtur ísinn með enn einni hraðaupphlaupssendingu nú eftir langa sendingu frá Jason. 34-23 Það hefur verið lítið skorað síðustu mínútur og dómarar leiksins eru að leyfa mjög mikið. Jason klikkar á tveimur vítum. 34-23 KR-ingar taka upp þráðinn frá því í fyrsta leikhluta og Jason skorar fyrstu tvær körfunar. Helgi Jónas svarar með þristi. KR-ingar buðu upp á flotta danssýningu í hlénu á milli leikhluta. 1. leikhluti: KR-Grindavík 30-18 (leikhluta lokið) KR-ingar eru með tólf stiga forskot eftir fyrsta leikhlutann. Þeir hafa spilað góða vörn og refsað Grindvíkingum síðan með vel útfærðum hraðaupphlaupum. Fannar Ólafsson er stigahæstur KR-inga með 8 stig en Helgi Már Magnússon hefur skorað 7 stig. Nick Bradford er með 10 stig hjá Grindavík. 30-18 KR-ingar eru komnir á vítalínuna í fyrsta sinn og Jason Dourisseau setur annað vítið niður 29-18 Grindavík er enn ekki búið að fá villu í leiknum en Grindvíkingar eru sjálfir löngu komnir í bónus. 27-16 Nick Bradford brýtur loks ísinn úr hraðaupphlaupi eftir flotta sendingu frá Brenton sem er búinn að gefa þrjár slíkar. Nick er kominn með 10 stig. 27-14 Þetta lítur ekki vel út hjá Grindavík, KR-vörnin er frábær og þeir skora hvað eftir annað úr hraðaupphlaupum. 21-14 Jón Arnór er nú allt í öll þar sem hann hefur skorað tvo þrista og gefið eina flotta stoðsendingu. Grindavík tekur leikhlé. 16-10 Jón Arnór skorar sína fyrstu körfu - setti þrist úr horninu. 13-8 KR-ingar fara ítrekað á Pál Axel með góðum árangri. Fyrirliðinn er greinilega langt frá því að vera nógu góður af meiðslunum. 11-2 Það gengur ekkert hjá Grindavík gegn grimmri vörn KR. Helgi Már Magnússon er kominn með 7 stig á fyrstu þremur mínútunum 7-2 KR-ingar byrja leikinn vel og Helgi Már er kominn með 5 stig. 5-0 Helgi Már Magnússon skorar fyrstu körfu lokaúrslitann með þriggja stiga skoti í hraðaupphlaupi. KR-ingar skora fimm fyrstu stig leiksins. Páll Axel Vilbergsson er í byrjunarliðinu sem eru góðar fréttir fyrir Grindvíkinga. Leikurinn er að hefjast. Dómarar leiksins eru Kristinn Óskarsson og Björgvin Rúnarsson og eftirlitsdómari er Lárus Ingi Magnússon. Fyrir leik: KR-ingar kölluðu fram á gólf og heiðruðu Íslands- og bikarmeistara KR frá árinu 1979 en þetta er síðasta liðið sem vann tvöfalt hjá félaginu. Það vekur athygli að þrír leikmenn Grindavíkur hita upp í öðruvísi galla en aðrir leikmenn liðsins. Það eru þeir Páll Axel Vilbergsson, Brenton Birmingham og Nick Bradford. Fólk er þegar farið að streyma inn í salinn og það er ljóst að það verður frábær mæting á leikinn. Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Grindavíkur, var mættur snemma inn í sal og hann er greinilega tilbúinn að spila. Það á þó eftir að koma í ljós hversu mikil áhrif meiðslin koma til með að hafa áhrif á hann.
Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira