Sport

Heimkomu Pacquiao frestað vegna svínaflensu

Nordic Photos/Getty Images

Heilbrigðisyfirvöld á Filippseyjum hafa beðið stjörnuboxarann Manny Pacquiao að fresta því að snúa aftur til heimalandsins eftir frækinn sigur hans á Ricky Hatton um helgina.

Pacquiao átti upphaflega að snúa heim á föstudaginn eftir glæsilegan bardaga um síðustu helgi, en heilbrigðisráðuneytið í heimalandi hans skoraði á hann að fresta því.

Ekkert bendir til þess að Pacquiao sé smitaður af svínaflensunni alræmdu, en hennar hefur orðið vart í Las Vegas þar sem Pacquiao var að berjast um helgina. Tveir Bandaríkjamenn hafa látist af völdum svínaflensu svo vitað sé.

Hnefaleikaranum eitraða og fylgdarliði hans hefur því verið gert að bíða fram yfir helgi með að snúa heim, því einkenni svínaflensu koma venjulega fram fimm dögum eftir smit.

Sannkölluð þjóðhátíð verður á Filippseyjum þegar Pacquiao snýr heim, en hann er gríðarlega vinsæll í heimalandi sínu.





Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×