Fótbolti

Zlatan forðaði sér undan æstum aðdáendum - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic var í dag kynntur sem nýr leikmaður Barcelona.
Zlatan Ibrahimovic var í dag kynntur sem nýr leikmaður Barcelona. Mynd/AFP

Zlatan Ibrahimovic var í dag kynntur sem nýr leikmaður spænska liðsins Barcelona og fékk Svíinn snjalli að leika sér fyrir framan fjölmarga ljósmyndara og stuðningsmenn félagsins sem fjölmenntu á Nou Camp. Það er talið að 60 þúsund manns hafi mætt á kynningu Zlatan.

Aldrei áður hafa fleiri komið á kynningu á nýjum leikmanni Barcelona en 20 þúsund manns tóku á móti Ronaldinho og 30 þúsund mættur þegar Thierry Henry var kynntur.

Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur gefið það upp opinberlega að Barca hafi látið ítalska liðið Inter fá Samuel Eto'o og borgað 46 milljónir evra að auki fyrir Zlatan Ibrahimovic. Samingurinn er metinn upp á 66 milljónir evra.

Hátíðin leystist þó fljótlega upp þegar þúsundir stuðningsmanna ruddust inn á völlinn og þurfti Zlatan Ibrahimovic að forða sér í skjóli öryggisvarða. Hér fyrir neðan má sjá myndir af kynningu Zlatans Ibrahimovic.

Zlatan Ibrahimovic leikur sér með boltann fyrir ljósmyndara.Mynd/AFP
Zlatan Ibrahimovic er frábær leikmaður.Mynd/AFP
Zlatan Ibrahimovic veifar til stuðningsmannanna sem voru mættir á Nou Camp.Mynd/AFP
Zlatan Ibrahimovic er stoltur leikmaður BarcelonaMynd/AFP
Zlatan Ibrahimovic sést hér með Laporta forseta Barcelona.Mynd/AFP
Zlatan Ibrahimovic verður í níunni hjá Barcelona.Mynd/AFP
Zlatan Ibrahimovic horfir í kringum sig um leið og hann labbar inn á Nou CampMynd/AFP
Það varð allt vitlaust á kynningarfundi Zlatan Ibrahimovic.Mynd/AFP
Lífverðir Zlatan Ibrahimovic höfðu nóg að gera.Mynd/AFP
Zlatan Ibrahimovic þurfti að forða sér af vellinum undan æstum stuðningsmönnum.Mynd/AFP
Stuðningsmenn Barcelona vildu komast nær Zlatan Ibrahimovic.Mynd/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×